Bændablaðið - 04.07.2013, Page 16

Bændablaðið - 04.07.2013, Page 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 2013 Hestamannafélagið Faxi 80 ára á þessu ári: Heldur Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum í Borgarnesi – fer fram á nýuppbyggðu félagssvæði Skugga og stendur frá 11. til 14. júlí Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fer fram í Borgarnesi dagana 11.-14. júlí og er það þrítugasta og sjötta í röðinni. Frítt verður inn á mótið og getur þar að líta glæsta gæðinga ásamt knöpum sínum. A-úrslit munu fara fram á sunnudegi og verða þau sjónvörpuð beint á RÚV. Undirbúningur mótsins er í fullum gangi og gengur vel. Áhersla verður lögð á að hafa létta og skemmtilega stemningu yfir mótinu. Þétt dagskrá mun vera á keppnisvellinum og munu veitingar verða í boði í félagsheimili Skugga sem er vel staðsett hvað útsýni varðar yfir keppnisvöllinn. Mótið verður haldið á Vindási, eiginlegu félagssvæði Skugga í Borgarnesi, en Skuggi hefur byggt þar upp myndarlega aðstöðu á undanförnum árum. Aukinn kraftur var lagður í uppbygginguna nú í vor og við allan frágang svæðisins. Reiðhöllin Faxaborg er eitt af mannvirkjunum sem þar er að finna en félag um þá byggingu var stofnað af Skugga, Faxa, Hrossaræktarsambandi Vesturlands og Borgarbyggð árið 2006. Lokið var við að reisa bygginguna 2008 en lokið við frágang lóðar og húss árið 2009. Húsið var svo vígt 2010 og fékk nafnið Faxaborg. Þó að mótið sé í raun haldið á félagssvæði Skugga er það Hestamannafélagið Faxi sem heldur það í þetta sinn. Stjórn félagsins ákvað að taka að sér að halda Íslandsmót í hestaíþróttum 2013 í tilefni af því að félagið á 80 ára afmæli á þessu ári. Íslandsmót í hestaíþróttum var síðast haldið í Borgarnesi árið 1995. Hestamannafélagið Faxi á sér langa sögu að baki, en það var stofnað árið 1933. Árið 1941 reið stjórn Faxa, ásamt fleirum, á Þingvelli þar sem lagður var grunnur að stofnun Landssambands hestamanna og sat félagsmaður í Faxa í undirbúningsnefnd fyrir stofnunina og seinna í stjórn sambandsins. Faxi státar því af því að hafa verið stofnfélag í Landssambandi hestamanna. Það má geta þess að það er ekki einungis Faxi sem stendur að mótinu heldur koma önnur hestamannafélög að undirbúningi og vinnu við mótið, þar á meðal félagsmenn Skugga. Framkvæmdarnefnd hefur komið í loftið heimasíðu fyrir mótið og er slóðin www.islandsmotlh.is. Á síðunni munu vera settar inn fréttir og upplýsingar af stöðu mála nú þegar nær dregur sem og á mótinu sjálfu. Faxi hefur ávallt verið framsækið félag og hélt m.a. kappreiðar á sínu fyrsta starfsári 1933. Gamla félagssvæði Faxa var á bökkum Hvítár og var það svæði kallað Faxaborg. Myndir / úr safni Einars Ingimundarsonar Hið glæsilega mótssvæði á Faxaborg var úrelt á síðasta áratug 20. aldar. Hafa nú hestamannafélögin Faxi og Skuggi einbeitt sér að uppbyggingu að sameiginlegu svæði í Borgarnesi þar sem sameiginleg reiðhöll var reist á árunum 2007 til 2009 og hlaut nafnið Faxaborg. Mótssvæðið að Vindási. Mót í Faxaborg, gamla félagssvæði Faxa, var á bökkum Hvítár. Faxaborg var glæsilegt mótssvæði á sínum tíma þar sem haldin voru félags- mót, fjórðungsmót og landsþing LH auk Íslandsmóts í hestaíþróttum. Listsýning í Hallormsstaðaskógi: Óskatré framundan Listsýningin „Óskatré fram- undan“ hefur verið opnuð í trjásafninu í Hallormsstaðaskógi. Fjöl menni var við opnun sýningar- innar, sem fram fór um miðjan síðasta mánuði í blíðskapar veðri. Þetta er í sjöunda sinn sem listsýning er haldin í trjásafninu í Hallormsstaðaskógi, en í skóginum hefur fjöldi listamanna sýnt verk sín. Um hefur verið að ræða bæði íslenska og erlenda listamenn sem allir hafa verið áberandi á vettvangi samtímalistar undanfarin ár og áratugi, að því er fram kemur í vef Skógræktar ríksins. Listamennirnir sjö sem eiga verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera allir uppaldir á Austurlandi eða búsettir þar nú um stundir, en þeir eru Helgi Örn Pétursson, Hjálmar Kakali Baldursson, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir (Lóa), Sylvía Dögg Halldórsdóttir, Þór Vigfússon og Þórunn Eymundardóttir. Sýningin er gestum skógarins opin til 1. október næstkomandi, aðgangur er ókeypis og sýningin er afskaplega fjölskylduvæn. Ekki er nóg með að í sýningarsalnum megi bæði hlaupa og hoppa, heldur má einnig klifra og leika sér í öllum listaverkunum. Skógrækt ríkisins stendur að sýningunni en Menningarráð Austurlands og Héraðsprent styrkja sýninguna. Sýningarstjóri er Íris Lind Sævarsdóttir. Sveitamarkaðurinn í Eyjafjarðarsveit Sumardagur á sveitamarkaði í Eyjafjarðarsveit hefur nú göngu sína áttunda sumarið. Markaðurinn er eins og áður á blómum prýddu torgi Gömlu garð- yrkjustöðvarinnar við Jólagarðinn. Óhætt er að segja að á markaðinum sé fjölbreyttur varningur í boði. Má þar nefna brodd, brauð og kökur af ýmsu tagi, sultur og saftir svo eitthvað sé nefnt. Einnig alls konar handverk, svo sem prjónavörur, þæfða ull, vörur úr mokkaskinni, dúkkuföt, skartgripi og ótalmargt annað. Notalegt er að setjast niður og gæða sér á nýbökuðum vöfflum með rabarbarasultu beint úr pottinum og rjúkandi kaffi. Seljendur eru flestir heimamenn og úr nágrannasveitum eða hagleiksfólk sem á leið um og staldrar við með vöru sína. Þetta skapar skemmtilega fjölbreytni sem markaður inn er þekktur fyrir. Samstarfshópurinn Fimmgangur heldur utan um sveitamarkaðinn og leggur mikið upp úr því að varningurinn sem boðinn er sé heimaunninn eða falli vel að umhverfinu og sveitalífinu. Fyrsti markaður sumarsins verður 14. júlí og svo alla sunnu- daga í sumar til og með 18. ágúst. Sveitamarkaðurinn er opinn frá kl. 11 til 17. /MÞÞ Myndir / MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.