Bændablaðið - 04.07.2013, Síða 27

Bændablaðið - 04.07.2013, Síða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 4. juli 2013 Föstudaginn 14. júní sl. afhjúpaði Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður brjóstmynd af föður sínum, Sigurði Bjarnasyni frá Vigur. Myndin er eftir móður Hildar, Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggvara og eftirlifandi eiginkonu Sigurðar. Var brjóstmyndinni komið fyrir skammt frá bæjarhúsunum í Vigur þar sem Sigurður fæddist. Fjölmennt var við athöfnina og mættu þar bæði ættingjar og vinir Sigurðar og fjölskyldufólksins í Vigur, en þeirra á meðal var Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis. Meðal ræðumanna var Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík, sem sagði m.a.: „Ég hef leyfi vinar míns, Salvars Ólafs Baldurssonar, hæstráðanda hér á eyjunni, til að bjóða ykkur gestina velkomna í Vigur, þessa sögufrægu eyju – og geri hér með. Tilefni samkomu okkar nú er öllum ljóst. En það er að afhjúpa hér brjóstmynd af látnum heiðursmanni, Sigurði Bjarnasyni frá Vigur eins og hann var – og mun ávallt verða kallaður.“ Að frumkvæði Jóns Páls Sagði Ólafur að frumkvæðið að gerð brjóstmyndarinnar hefði komið frá Jóni Páli Halldórssyni á Ísafirði. Hugmyndin hefði verið að Norður- Ísfirðingar heiðruðu störf Sigurðar Bjarnasonar með virðulegum og látlausum hætti, en hann fæddist í Vigur 18. desember 1915 og lést í Reykjavík 5. janúar 2012, þá 97 ára að aldri. Sjálfur féll Ólafur ágætlega í þennan hóp og tók fram að hann væri hreinræktaður Norður-Ísfirðingur. Fæddur á Ísafirði, móðurættin frá Snæfjallaströnd og föðurættin frá Jökulfjörðum. Rakti Ólafur síðan feril Sigurðar og sagði m.a.: „Sigurður var alþingismaður fyrir Norður-Ísafjarðarsýslu 1942- 1959, þá ungur að árum, og síðar alþingismaður Vestfjarðakjördæmis 1963-1970. Það voru fjölmörg önnur trúnaðar- og ábyrgðarstörf sem hann gegndi á langri starfsævi sinni, má þar nefna starf ritstjóra Morgunblaðsins, forseti neðri deildar Alþingis í 14 ár, sendiherra í Danmörku og Bretlandi og fyrsta sendiherra Íslands í Kína ásamt öðrum sendiherrastörfum í fjölmörgum löndum. Var formaður Norræna félagsins, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og var einn af forsetum ráðsins 1953- 1970. Þá sat hann í óteljandi ráðum og nefndum sem ekki verða rakin hér, enda flestum okkar þau kunn.“ Taldi Ólafur rétt að rifja upp og þakka sérstaklega fyrir forystu Sigurðar til bættra samgangna á Vestfjörðum, aðkomu hans að stofnun Félagsheimilasjóðs, en bygging félagsheimila hefði auðgaði allt félags- og menningarstarf, ekki aðeins á Vestfjörðum heldur í flestum byggðum landsins. „Þá var hann í forystusveit þeirra sem börðust fyrir auknum fjárveitingum ríkissjóðs til hafnarframkvæmda víðs vegar um landið. En bætt hafnarskilyrði sköpuðu útgerðum – smáum sem stórum – tækifæri til að stækka skipaflotann og treysta þannig búsetu sjávarbyggða og auðvelda störf sjómanna og öryggi þeirra til lands og sjávar. Margt fleira mætti telja upp, sem Sigurður kom að, en framansagt látið nægja að sinni.“ Steypt í brons í Englandi Brjóstmyndina af Sigurði vann eftirlifandi eiginkona Sigurðar, listakonan Ólöf Pálsdóttir, í gifs árið 2008. Að frumkvæði Jóns Páls keyptu vinir Sigurðar fyrir vestan myndina. Gifsstyttan var síðan send til fyrirtækisins Morris Singer í Englandi, sem sá um afsteypu styttunnar í brons. Helgi Gíslason myndhöggvari sá síðan um að gera áletraðan skjöld. Að afhjúpun lokinni var ættingum og ábúendum í Vigur afhent brjóstmyndin til varðveislu og eignar. Fjölmargir styrktu þetta verkefni, þar á meðal Sparisjóður Bolungarvíkur, Sjávarútvegsráðuneytið í tíð Einars Kristins Guðfinnssonar, Sparisjóður Vestfirðinga, Fiskvinnslu- og útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Bolungarvíkurbær, Útibú Íslandsbanka á Ísafirði, Íslenskir aðalverktakar og Súðavíkurhreppur. Þá var Einari Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar og stjórnarformanns Vinnuveitandafélags Vestfjarða, þakkað sérstaklega fyrir mikið og veglegt framlag. Lely varahlutir og rekstrarvörur Hér fyrir neðan eru nokkur verðdæmi og sýnishorn af þeim vélum sem til eru á lager www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 REYKJAVÍK S: 414-0000 / AKUREYRI S: 464-8600 / www.VBL.is Verð eru miðuð við gengi EUR 154 LELY Splendimo sláttuvélar LELY Hibiscus rakstrarvélarLELY Lotus heyþyrlur Gerð Verð án vsk. Splendimo 205 Classic Kr. 890.000 Splendimo 240 Classic Kr. 1.040.000 Splendimo 280 M Kr. 1.434.000 Splendimo 320 M Kr. 1.570.000 Splendimo 320 F Kr. 1.605.000 Splendimo 320 MC Kr. 2.090.000 Splendimo 360 M Kr. 1.659.000 Splendimo 330 S Kr. 3.470.000 Gerð Verð án vsk. Hibiscus 425 S Kr. 1.020.000 Hibiscus 485 P Kr. 1.561.000 Hibiscus 745 CD Vario Kr. 2.869.000 Hibiscus 915 CD Vario Kr. 3.670.000 Gerð Verð án vsk. Lotus 600 Kr. 1.369.000 Lotus 770 Stabilo Kr. 1.632.000 Lotus 900 S Profi Kr. 2.839.000 Lotus 1020 S Profi Kr. 3.255.000 LELY HEYVINNUVÉLAR – TIL AFREIÐSLU STRAX Welger DA 235 Profi VERÐ kr. 11.250.000 +vsk LELY sambyggð rúllubindivél Vél fyrir mikinn heyskap og mikið álag, sannkölluð verktakavél Notaðu „Orginal“ varahluti Það borgar sig! Eigum á lager gott úrval - VERKIN TALA Gylfaflöt 32 112 Reykjavík S. 580 8200 www.velfang.is Óseyri 2 600 Akureyri FR U M Vicon RF 235 árg 2008 23 hnífa söxun 2,30 m sópvinda Notuð 22.000 rúllur Pöttinger Novacat 350 Árg 2011 Miðjuhengd diskasláttuvél Vinnslubreidd 3,5 m Notuð um 80 ha CLAAS Uniwrap Árg 2007 14 hnífa söxun 2,10 m sópvinda Notuð 20.400 rúllur Massey Ferguson 4245 85 Hp 4400 Vinnustundir Trima ámoksturstæki Vicon Andex 653 árg 2000 Tveggja stjörnu vél Vinnslubreidd 5,8-6,5 m Rakar í einn eða tvö múga eftir þörfum. Fella SM 320 Árg 2007 Reimdrifin diskasláttuvél Vinnslubreidd 3,0 m Notuð 50 ha á ári Sjá nánar á: www.velfang.is Brjóstmynd af Sigurði Bjarnasyni frá Vigur afhjúpuð - Mynd / Salvar Ólafur Baldursson -

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.