Bændablaðið - 04.07.2013, Side 34

Bændablaðið - 04.07.2013, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 2013 Framleiðslu búfjárafurða í Evrópu og Norður-Ameríku stafar nú vaxandi ógn af neikvæðum áhrifum erfðabreytts fóðurs á heilsufar búfjár. Stór hluti bænda í þessum heimsálfum fóðrar búfé sitt í ríkum mæli á aðfengnu kjarnfóðri sem að drjúgum hluta er erfðabreytt soja og maís. Erfðatæknin sem stórfyrirtækin seldu bændum á forsendum nýsköpunar og fram- fara hefur snúist í bölvald land- búnaðar og sjálfbærrar þróunar. Þótt notkun erfðabreytts fóðurs sé talsverð hér á landi, einkum í eldi svína og alifugla, þá er sumarbeit og fóðrun á heimaræktuðu heyi og korni ráðandi aðferð við eldi nautgripa, sauðfjár og hrossa. Þetta er hagkvæm aðferð sem tryggir búfénu og afkvæmum þess Omega fitusýrur 3, 6 og 9 í ríkum mæli og heldur kjarnfóður- og lyfjakostnaði í lágmarki. Grasfóðrun stuðlar að miklum gæðum íslenskra kjöt- og mjólkurafurða og þess vegna standast þær ríflega samanburð við bestu búvörur í Evrópu og enn frekar við bandarískar búvörur. Ef búfé sem fóðrað er á erfðabreyttu fóðri verður fyrir heilsutjóni, hver eru þá áhrifin á neytendur sem nærast á kjöti, eggjum og mjólkurafurðum búfjár sem fær slíkt fóður? Neytendur í Evrópu hafa um nokkurt skeið haft af þessu vaxandi áhyggjur. Í Evrópu er skylt að merkja matvæli sem innihalda erfðabreytt efni, en sá galli er á kerfinu að ekki þarf að merkja sérstaklega afurðir búfjár sem fóðrað er á erfðabreyttu fóðri. Neytendur telja með réttu að ef merkja skal erfðabreytt matvæli og fóður þá skuli einnig merkja kjöt, egg og mjólk úr búfé sem fóðrað er á erfðabreyttu fóðri. Þar sem framkvæmdastjórn ESB hefur látið undir höfuð leggjast að loka þessari smugu í reglugerðum hafa einstök lönd sambandsins þróað merkingar fyrir afurðir búfjár sem ekki er fóðrað á erfðabreyttu fóðri. Hversvegna skyldi Ísland ekki koma á merkingum afurða búfjár sem fær ekki erfðabreytt fóður? Það væri auðvelt og ódýrt. Bændur sem sækjast eftir þeim gætu sýnt afrit reikninga fyrir aðkeypt fóður og þau má síðan bera saman við gögn þeirra sem flytja það inn og selja. Vottunin krefðist lítilla fjármuna enda væri eftirlit tiltölulega einfalt. Allir bændur í lífrænni ræktun myndu sjálfkrafa uppfylla kröfur því staðlar sem þeir þurfa að fara eftir banna notkun erfðabreytts fóðurs. Aðrir bændur gætu uppfyllt kröfur með því fyrst og fremst að kaupa ekki erfðabreytt fóður. Þessar merkingar myndu bæta sölumöguleika íslenskra bænda á kjöti, eggjum og mjólkurvörum og gætu auk þess auðveldað þeim að selja afurðir með aukaálagi til að mæta aukakostnaði vegna öflunar óerfðabreytts fóðurs. Þær gætu einnig liðkað fyrir útflutningi á erlenda markaði sem sækjast eftir afurðum sem framleiddar eru án erfðabreyttra efna. Ísland flytur nú þegar út kjöt- og mjólkurvörur til verslana Whole Foods í Bandaríkjunum. Fyrirtækið lofar viðskiptavinum sínum því að að árið 2018 verði allar vörur í verslunum þess sem innihalda erfðabreytt efni sérmerktar. Whole Foods selur nú 3.300 vörutegundir frá 250 vörumerkjum sem vottaðar eru af sn. Non-GMO Project, fleiri en nokkur önnur bandarísk smásölukeðja. Whole Foods hefur þó enn ekki áform um að koma á merkingum búfjárafurða sem ekki byggja á erfðabreyttu fóðri. Með framboði á íslenskum búfjárafurðum með slíkum merkingum til Whole Foods og bandarískra neytenda skapast því spennandi markaðstækifæri. Jafnframt myndu þær koma Íslandi í hóp Evrópulanda sem hafa tekið þetta skref og stuðla að orðspori um vandaða búskaparhætti og fremstu gæði í fæðuframleiðslu landsins. Það væri framför sem skilar okkur langtíma árangri. Sandra B. Jónsdóttir Sjálfstæður ráðgjafi Lesendabás Tækifæri til framfara í landbúnaði Bandaríkin Bandarískir bændur verða nú varir við vaxandi ófrjósemi og snemm-fósturlát í nautgripum og svínum, og minnkandi frjósemi hænsna sem fóðruð eru á erfðabreyttu fóðri. Fréttir berast af 20% ófrjósemi í kvígum sem aldar eru til mjólkurframleiðslu og allt að 45% skyndifósturlát í kúahjörðum. Þekktir bandarískir vísindamenn (D. Huber and M. McNeill) telja að tengsl séu á milli aukinnar tíðni slíkra vandamála í búfé og sjúkdóma í erfðabreyttum fóðurjurtum. Evrópa Danmörk er heimsþekkt fyrir svínaeldi sitt sem er með einhverja mestu framleiðni (30 grísir á gyltu á ári) og minnstu lyfjanotkun sem þekkt er (undir 50 mg/kg af fram- leiddu svínakjöti). Eftir að danski svínabóndinn Ib Borup Pedersen hætti að fóðra svínin sín á erfða- breyttu soja og gaf þeim þess í stað óerfðabreytt soja varð hann var við að tilvikum vansköpunar, dauða og niðurgangs í nýfæddum grísum fækkaði gríðarlega, svo og meltingartruflunum í gyltum. Gögn hans sýndu að sparnaður í lyfjanotkun einn og sér nægði til að greiða kostnaðarauka vegna kaupa á óerfðabreyttu soja. Með því einu að fóðra svínin á óerfða- breyttu soja jókst hagnaður af búskapnum um 550 danskar krónur á hverja gyltu á ári. Áhrif erfðabreytts fóðurs á heilbrigði búfjár Frakkland Í nóvember 2009 mælti f r a n s k a l í f t æ k n i - ráðið með því við ríkis- s t j ó r n i n a að komið yrði á merkingum sem gæfu til kynna að vörur væru án erfðabreyttra efna og fyrirtæki gætu notað ef þau kysu. Franska stórmarkaðskeðjan Carrefour (sú stærsta í heiminum) hefur þegar ýtt úr vör slíkri merkingu, Nourri sans OGM eða fóðrað án erfða- breyttra lífvera, sem þegar hefur verið notað á yfir 300 vöruteg- undir í verslunum keðjunnar. Þýskaland Í ágúst 2009 kom mat- væla-, land- búnaðar- og neytenda- ráðuneytið á merking- unni Ohne Gentechnik eða án erfðatækni. Í marsmánuði 2010 stofnuðu 32 þýsk fyrirtæki samtök um framleiðslu og sölu á matvælum án erfðabreyttra efna (Verband Lebensmittel Ohne Gentechnik, VLOG). Meðal þeirra eru EDEKA (stærsta keðja smásöluverslana í Þýskalandi) og Friesland Campina (stærsti mjólkurframleiðandi heims). Árið 2011 komu samtök brasilískra kornframleiðenda á samstarfi við VLOG um framboð og viðskipti yfir 100 fyrirtækja á matvælum og fóðri sem eru án erfðabreyttra efna. Söluverðmæti ó-erfða- breyttra afurða meðlima VLOG nemur nú árlega 6 milljörðum Evra. Vörur sem tryggt er að ekki eru framleiddar með erfðabreytt- um efnum seljast á hærri verðum en aðrar sambærilegar vörur. Austurríki Árið 1998 ýtti Austur- ríki úr vör m e r k i n g - u n n i Gentechnik- frei erzeugt, e ð a framleitt án erfðatækni. Fyrstu kjöt- afurðirnar með þessu merki komu á markað 2010. Í byrjun sama árs hóf verslana keðjan Hofer (Aldi) að merkja mjólkurvörulínu sína, og þá um vorið hafði merkingum á öllum austurrískum mjólkurafurðum verið komið á. Evrópa merkir búfjárafurðir framleiddar án erfðabreytts fóðurs Sandra B. Jónsdóttir Skógrækt ríkisins, Þórsmörk og Almenningar Á síðum Bændablaðsins hefur allnokkuð verið skrifað nýverið um gerð ítölu á Almenningum norðan Þórsmerkur. Hefur Skógrækt ríkis- ins verið nefnd í þeim skrifum og eru sumir greinilega ekki sáttir við aðkomu hennar að málinu. Telja þetta mál ekkert koma henni við. Það er því rétt að koma eftirfarandi á framfæri. Skógrækt ríkisins kemur að málinu vegna tveggja atriða: 1) það er lögbundið hlutverk hennar að vernda skóglendi og stuðla að útbreiðslu þess og 2) hún er skuldbundin til að verja Þórsmörk fyrir beit skv. samningi við Fljótshlíðinga og Oddakirkju. Vernd og útbreiðsla birkiskóglendis Á litlu svæði innan Almenninga eru leifar birkiskóglendis og umhverfis þær er birkinýgræðingur að breiðast út. Fái sú framvinda að halda áfram stækkar skóglendið, með tilheyrandi jarðvegsvernd og bindingu öskufoks þegar á þarf að halda. Verði Almenningar teknir til beitar á ný er líklegt að þessi framvinda gangi til baka, sem væri óæskilegt og í andstöðu við markmið skógræktarlaga. Að auki er langstærstur hluti Almenninga illa gróinn og með virku jarðvegsrofi, sem er ástæðan fyrir afskiptum Landgræðslu ríkisins af svæðinu. Skógrækt ríkisins styður systurstofnun sína í þeirri viðleitni að auka gróður og stöðva jarðvegsrof. Friðun Þórsmerkur Umsjón Skógræktar ríkisins með Þórsmörk byggist á samningi þar sem m.a. kemur fram að girða skuli á kostnað Landssjóðs til að friða Mörkina fyrir beit. Lokið var við að girða sem næst í mörkum á milli Þórsmerkur og Almenninga fyrir um 80 árum. Sú girðing var að stórum hluta í landi sem gerði viðhald erfitt og kostnaðarsamt. Fyrir vikið var girðingin sjaldnast fullkomlega fjárheld. Girðingunni var haldið við í um 60 ár og var orðin léleg þó að einstaka kaflar hafi verið endurnýjaðir. Þeir vita sem þekkja til girðingamála að svo gamlar girðingar eru yfirleitt komnar á síðasta snúning. Það hafði í allmörg ár vafist fyrir Skógrækt ríkisins hvernig hún ætti að fjármagna nýja Þórsmerkur- girðingu. Ekki var auðsótt að fá til þess fjárveitingu auk þess sem girðingarstæðið var jafnerfitt og áður. Það var því mjög góð lausn þegar Landgræðsla ríkisins gerði samninginn um friðun Almenninga árið 1990. Vegna legu stórfljóta og annarra afrétta sem einnig voru friðaðar var þá hægt að ná fram friðun stórs svæðis með mun styttri og viðhaldsléttari girðingum. Þórsmörk lenti innan friðaða svæðisins og þar sem Landgræðslan er ríkisstofnun var ákvæði gamla Þórsmerkursamningsins um að girt skyldi á kostnað „Landssjóðs“ uppfyllt. Gamla girðingin varð þá óþörf og var tekin niður. Kostnaður ríkisins (Landgræðslunnar) af viðhaldi núverandi girðinga er lítið brot af kostnaði ríkisins (Skógræktarinnar) sem var af viðhaldi gömlu girðingarinnar. Hagsmunir, fjárhagslegir og aðrir Verði Almenningar teknir til beitar á ný mun Skógrækt ríkisins þurfa að girða á milli Almenninga og Þórsmerkur á ný. Kostnaður við þá girðingu er áætlaður um 15 milljónir króna. Í framhaldinu er síðan við- haldskostnaður. Skógrækt ríkisins hefur mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli, sama hvað sumir segja. Þeir hinir sömu halda því fram að Skógræktin hefði ekki átt að taka niður gömlu girðinguna, en það hefði engu breytt því sú girðing var að mestu ónýt. Og svo það fari ekki á milli mála er Skógrækt ríkisins ríkisstofnun, sem þýðir að pening- arnir til að girða koma úr vösum skatt- greiðenda. Skattgreiðendum er sem sagt ætlað að borga kr. 15 milljónir í upphafi auk 1-2 milljóna í árlegan viðhaldskostnað til þess að bændur sem eiga nægt beitiland heimafyrir geti framleitt nokkur hundruð kíló af lambakjöti á Almenningum. Í þessu máli stangast vilji beitarrétthafa á við atriði er varða annars vegar réttmæti þess að nota land til beitar sem er að mestu örfoka og hins vegar hagsmuni vegna friðunar Þórsmerkur. Óvíst er hver niður staðan verður, en í réttarríki ber að fara að lögum. Eðlilegt er að Skógræktin, f.h. skattgreiðenda, leiti leiða til að komast hjá auknum kostnaði við að vernda Þórsmörk og því var farið fram á yfirítölumat, sem er lögboðin og eðlileg leið. Þröstur Eysteinsson Sviðsstjóri Þjóðskóganna Skógrækt ríkisins

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.