Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 4. juli 2013 Sími: 414-0000 / 464-8600 Úrvalið er hjá okkur DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI Mesta úrvalið á landinu ÖRYGGISHLÍFAR Beislisendar og varahlutir OLÍUR OG FEITI HAUGSUGUDÆLUR Hágæða vörur sem hentar öllum gerðum dráttarvéla SÍUR Í ÚRVALI Er hausugudælan í lagi? Eigum til og getum útvegað varahluti í flestar gerðir haugsugudæla. Eigum til afgreiðslu Jurop haugsugudælur REKSTRARVÖRUR Úrval af aukahlutum fyrir kerrur, einnig bolta, splitti, yfirtengi, beisliskúlur, keðjur, hlekki og margt fleira. HAGSTÆTT VERÐ RAFGIRÐINGAREFNI Vorum að fá nýja sendingu af Lacme rafgirðingarefni www.VBL.is REYKJAVÍK S: 414-0000 AKUREYRI S: 464-8600 Beit á Almenninga Í Bændablaðinu 20. júní síðast- liðnum heldur Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri því fram að meirihluti ítölunefndar fyrir Almenninga hafi notað gamaldags vinnubrögð við ítölumat afrétt- arins. Þetta kannast undirritaðir ekki við og taka eftirfarandi fram: Viðfangsefni nefndarinnar var að meta hversu margar kindur gætu gengið á afréttinum án þess að hann biði skaða af. Við slíkt mat þarf að taka tillit til stærðar afréttarins, gróðurs á svæðinu, jarðvegs, uppblásturs o.s.frv. Síðast en ekki síst þarf að taka tillit til þess að nokkrir bændur eiga þarna beitarrétt. Að öllum þessum þáttum var hugað við matið. Þegar endanleg ákvörðun um fjölda var tekin var miðað við beitarþunga tveggja afrétta í nágrenninu og liggur annar þeirra að Almenningum. Báðir þessir afréttir hafa verið mjög hóflega nýttir undanfarið og gróður hefur verið í góðri framför. Mælt var með sambærilegum beitarþunga fyrir Almenninga og þessa afrétti. Í upphafi skyldi beitin á Almenninga þó mun minni en aukast á átta árum upp í sambærilega beit og er á hinum afréttunum. Þá var lagt til að fylgst yrði með ástandi afréttarins þannig að hægt yrði að gera breytingar ef á þyrfti að halda. Einnig var lagt til að uppgræðslustarfi yrði haldið áfram. Þarna er því farið mjög varlega og gengið langt í því að láta afréttinn njóta vafans. Niðurstaðan sem fékst með þessari aðferð gaf mun færri kindur en eldri ítölugerðir höfðu gert ráð fyrir. Í framtíðinni er svo hægt að hækka þessar tölur eða lækka í ljósi nýrra upplýsinga og reynslunnar. Á Almenningum er skógur sem hefur verið að breiðast út og þéttast. Við teljum það góða þróun en bend- um á að mjög þéttur birkiskógur geri land erfitt til beitar og útivistar. Þess vegna þurfi að sporna gegn því að skógurinn verði mjög þéttur, hófleg beit gæti þar verið hjálpartæki. Sveinn hefur gagnrýnt aðferða- fræði við beitarþolsmat sem Ingvi Þorsteinsson, Gunnar Ólafsson og margir fleiri þróuðu á seinni hluta síðustu aldar. Árið 1999 var henni svo formlega ýtt til hliðar að tilstuðlan Landgræðslu ríkisins. Okkur finnst þessi gagnrýni mjög ómakleg. Með þessari aðferð var leitast við að meta gróðurþekju, tegundasamsetningu, uppskeru og fóðurgildi beitilanda með vísinda- legum aðferðum. Þessar stærðir eru grundvallarstærðir og mikilvæg hjálpartæki við landnýtingu. Þessi aðferð var í stöðugri þróun og farið var að horfa til þátta eins og jarð- vegs, rofs og misjafnrar dreifingar fjár um beitilandið löngu fyrir 1999 og farið var að endurskoða fyrir- liggjandi ítölur og gera nýjar með tilliti til þessa upp úr 1980. Þessi aðferð var því ekki sú hindrun fyrir nýjum hugmyndum og gefið hefur verið í skyn. Endanleg niðurstaða er svo alltaf í höndum þeirra sem framkvæma ítölumatið. Um er að ræða nálgun fremur en útreikninga eina sér. Við ítrekum að lokum óskir okkar um að beitarmálin verði færð í betri farveg en verið hefur og að hagsmunaaðilar og fagfólk úr mis- munandi hópum verði haft með í ráðum. Guðni Þorvaldsson og Ólafur Dýrmundsson GOTT GENGI KUBOTA M130X - 140 hestöfl með KUBOTA LA2253 ámoksturstækjum KUBOTA M108s - 108 hestöfl með KUBOTA LA1403 ámoksturstækjum KUBOTA M8540 - 85 hestöfl með KUBOTA LA1354 ámoksturstækjum. Vegna styrkingar íslensku krónunnar getum við boðið enn betra verð á KUBOTA dráttarvélum til afgreiðslu strax. KUBOTA hefur verið að styrkja stöðu sína á Íslandi undanfarin ár og blandað sér í toppbaráttuna um söluhæstu vélarnar. Það er engin tilviljun, því hvarvetna fer gott orð af KUBOTA vélunum og reynsla þeirra á Íslandi verið góð. Berið saman búnað og verð. Með kaupum á KUBOTA fæst meira fyrir peninginn. Meðal staðalbúnaðar má nefna: Kúplingsfrían vendigír Brettabreikkanir á afturbrettum Loftkæling Loftpúðafjaðrandi sæti Sparneytni ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 10 | Akureyri: Lónsbakka | Sími: 568-1500 | www.thor.is Japönsk gæði Ríkisstjórn Íslands samþykkti þriðjudaginn 2. júlí 40 milljóna króna fjárveitingu til vinnu við 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun) fyrir árið 2013. Verkefnisstjórn hefur þegar tekið til starfa og er áætlað að hún skili stöðuskýrslu til umhverfis- og auð- lindaráðherra í mars á næsta ári. Verkefnisstjórn hefur það hlut- verk að vinna drög að tillögum um flokkun virkjunarhugmynda og afmörkun virkjunar- og verndar- svæða. Tillögurnar byggir hún á niðurstöðum faghópa, samráði við haghafa og umsögnum almennings. Lögð hefur verið áhersla á það við formann verkefnisstjórnar að fagleg vinna verkefnisstjórnar haldi áfram eins og lagt hefur verið upp, svo og þeirra faghópa sem hún skipar. Í forgang fari þeir orkukostir sem fjallað er um í 12. kafla álits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar frá nóvember 2012. Þar sem verkefnisstjórn er ætlað að skila stöðuskýrslu í mars 2014 er mikilvægt að undirbúningsvinna og rannsóknir hefjist nú þegar. Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða var samþykkt á Alþingi í janúar 2013 og er vinnulag verkefnisstjórnar í samræmi við lög um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða nr. 48/2011. Markmið laga þessara er að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menn- ingarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Fjörutíu milljónir í Rammaáætlun

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.