Bændablaðið - 04.07.2013, Síða 36

Bændablaðið - 04.07.2013, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 2013 Í grein í síðasta Bændablaði er sagt frá því að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hafi gert þjónustusamning við hollenska fyrirtækið BLGG AgroXpertus AB – umboðsaðila þess í Svíþjóð – um þjónustu fyrir bændur á sviði fóðurefnagreiningar. Um nýjan valkost er að ræða sem kemur til viðbótar þeirri efnagreiningarþjónustu sem hingað til hefur verið í boði hjá LbhÍ. Í síðustu viku kom hingað til lands umboðsaðili og markaðsstjóri fyrirtækisins, Charlotte Åkerlind, og átti hún vinnu- og kynningarfund með nokkrum af ráðgjöfum RML. Þar kynnti hún og fjallaði um þá þjónustu sem í boði er og nánari framkvæmd hennar. Um BLGG BLGG í Hollandi er umfangsmikið fyrirtæki á sviði efnagreininga í landbúnaði. Ársvelta er um 23 milljónir evra (3,7 milljarðar kr.) og starfsmenn um 200. Fyrirtækið greinir árlega um 500.000 sýni af ýmsu tagi, þar af um 100.000 fóðursýni og um 60.000 búfjáráburðarsýni, enn fremur vatns- og jarðvegssýni. Viðskiptalönd utan Hollands eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Belgía, Sviss, og lönd í Austur- Evrópu. Fyrirtækið leggur áherslu á nákvæm og vönduð vinnubrögð á öllum stigum, allt frá sýnatöku til endanlegrar greiningar. Greiningar eru framkvæmdar með óbeinni mælingu, svokallaðri NIR-aðferð, en einnig með beinum efnagreiningum. Greiningar á efnaþáttum sem nýja norræna fóðurmatskerfið byggir á eru framkvæmdar í náinni samvinnu við sérfræðinga NorFor um efnagreiningar og allar aðferðir eru samkvæmt þeim forskriftum sem þeir mæla með. Á sama hátt tekur BLGG þátt í samanburðargreiningum á sýnum (hring- og blindprufugreiningar) frá þátttökulöndunum í NorFor. Framkvæmd Nú býður RML kúabændum að taka þátt í ,,ráðgjafarátaki – ráðgjafarpakka“ um fóðuráætlanagerð sem byggir á NorFor-kerfinu. Markmiðið er að efla og auka hagnýtingu þess og stuðla að því að fleiri kúabændur fái notið þeirra ótvíræðu kosta sem áætlanagerð með NorFor getur leitt til. Ein af forsendum þess er fjölþættar og greinargóðar upplýsingar um fóðrið. Hingað til hefur verið algengt að taka hirðingarsýni. Nú leggjum við hins vegar aukna áherslu á að taka sýni úr verkuðu fóðri, t.d. úr rúllum (og stæðum) eftir 4 til 5 vikna verkun. Ráðunautar víðs vegar um land munu annast sýnatökuna. Til þess fá þeir sérstaka sýnatökubora og annað sem til þarf. Þeir munu einnig sjá um að safna sýnunum saman til sendingar. RML annast og ábyrgist greiðslu á greiningarkostnaði og innheimtir síðan þann kostnað hjá bændum. Það skal sérstaklega tekið fram að ekkert mælir gegn því að bændur taki sjálfir hirðingarsýni og sendi til greininga, kjósi þeir það frekar. BLGG greinir hirðingarsýni á sama hátt og sýni úr verkuðu fóðri. Afhendingartími niðurstaðna Samkvæmt samningnum skuldbindur BLGG sig til þess að skila niðurstöðum efnagreininganna innan 10 vinnudaga frá því sýni berst – að öðrum kosti er greiningin bóndanum að kostnaðarlausu. Ef greind eru bæði stein- og snefilefni (samtals 14 efni) er afhendingarfresturinn hins vegar 15 vinnudagar. Niðurstöðurnar getur bóndinn valið um að fá á rafrænu formi (tölvupóstur) eða sendar með pósti. Niðurstöðurnar eru einnig lesnar beint inn í NorFor-kerfið (FAS) og þá þegar aðgengilegar til áætlanagerðar í ráðgjafarverkfærinu; TINEOptifor-Island. Áætlaður greiningarkostnaður Ekki liggja fyrir endanlegar og nákvæmar upplýsingar um greiningar- kostnað. Þó má sem dæmi reikna með eftirtöldum kostnaði á sýni og kostnaðarþrepum (verðdæmin eru án virðisauka). Endanlegt verð fyrir efnagreiningar verður birt á heimasíðu RML (www.rml.is) um leið og það liggur fyrir. Endanlegr verð er einnig háð breytingum á gengi. 1. Gras- og hirðingarsýni, NorFor-greining, án steinefna kr. 7.700-8.200 2. Gras- og hirðingarsýni, NorFor-greining, 10 stein- og snefilefni kr. 9.800-10.300 3. Verkað vothey, NorFor- greining án steinefna kr. 11.000-11.500 4. Verkað vothey, NorFor- greining 10 stein- og snefilefni kr. 12.800- 13.300 Við hvetjum kúabændur til þess að kynna sér þetta þjónustutilboð. Það getur skilað marktækum árangri, meðal annars í bættri og ódýrari fóðrun, betra heilsufari og auknum og betri afurðum. Þeim bændur sem hafa áhuga á því að taka þátt í fóðuráætlanagerð með NorFor-kerfinu og jafnframt nýta sér efnagreiningarþjónustu samkvæmt samningi RML og BGLL er vinsamlega bent á að hafa samband við einhvern af eftirtöldum ráðgjöfum RML: Þórður Pálsson S: 516 5048 thp@rml.is Eiríkur Loftsson S: 516 5012 el@rml.is Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir S: 516 5023 geh@rml.is Guðfinna Harpa Árnadóttir S: 516 5017 gha@rml.is Jóna Þórunn Ragnarsdóttir S: 516 5029 jona@rml.is Berglind Ósk Óðinsdóttir S: 516 5009 boo@rml.is Gunnar Guðmundsson S: 516 5022 gg@rml.is ráðgjafarteymi RML í fóðrun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Fóðuráætlun hefst með töku heysýna – framhald – efnagreiningarþjónusta fyrir fóður Fóðurefnagreiningar 2013: Lykilatriði að vanda töku heysýna Þessa dagana eru bændur í óða önn við heyskap og þeir fyrstu búnir með fyrri slátt, en í sumum landshlutum er sláttur rétt að byrja. Eins og undanfarin ár mun Landbúnaðarháskóli Íslands ann- ast efnagreiningar á fóðri fyrir bændur. Í meðfylgjandi pistli eru rifjuð upp helstu atriði varðandi sýnatöku og ýmsar aðrar hag- nýtar upplýsingar um feril efna- greininganna, verð og fleira. Lykilatriði að nákvæmni sé viðhöfð við sýnatöku og skráningu upplýsinga Það er meginatriði við sýnatöku að sýnið endurspegli með sem nákvæmustum hætti það fóður sem sýnið er tekið úr. Að taka hirðingarsýni eru fullgilt fyrir sauðfé, hross og einnig nautgripi ef ekki á að nota NorFor-kerfið. Tekin eru sýni með því að ganga þvert á túnspilduna áður en hirt er og taka visk innan úr múgunum, setja í plastpoka, loka vel, merkja og setja í frysti sem fyrst. Ef nota á NorFor og heyið er votverkað er mælt með að taka sýni úr verkuðu fóðri (ca sex vikum eftir hirðingu eða meira). Taka skal sýnin með heybor sem hægt er að fá hjá flestum leiðbeiningamiðstöðvum og fá upplýsingar þar að lútandi. Æskilegt er að sýnin séu 0,3-0,5 kg (vothey), fer þó nokkuð eftir aðstæðum og hvert þurrkstig heysins er. Umfang sýnisins er þá heldur minna en handbolti. Setja sýnin strax í frysti í vel lokuðum plastpokum. Flestar leiðbeiningamiðstöðvar hafa tiltæka merkimiða, en á þessum miðum eru þær upplýsingar sem þurfa að fylgja. Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja Tökudagur á sýni: Sendandi: Nafn bónda, heimilis- fang og kennitala. Einnig búsnúmer. Netfang sendanda : Hægt að senda niðurstöður rafrænt. Gerð sýna: Hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu fóðri. Auðkenni: Af hvaða túni, úr hvaða hlöðu, eða annað auðkenni fyrir sýnið Dagsetningar: Sláttudagur og hirðingardagur. Sláttur: Fyrri sláttur eða seinni sláttur. Verkunaraðferð: Þurrhey, vothey, rúllur, stórbaggar, grænfóður eða annað. Við votheysgerð: Geta um hvort íblöndunarefni séu notuð, og hvaða efni. Söxun: Er heyið fínsaxað, minna en 4 cm, grófsaxað (skorið) eða ósaxað. Tegund: Skrá ríkjandi grastegundir, þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Grænfóður: Tegund skal ávallt skrá (hafrar, rýgresi, kál eða annað). Norfor : Mælingar fyrir NorFor- forritið (kýr) (skrifa NorFor á seðilinn) Þegar fyrri slætti er lokið eða í heyskaparlok eru hirðingarsýnin send í efnagreiningu með tilheyrandi upplýsingum. Sýni úr verkuðu fóðri eru tekin við fyrstu hentugleika eftir að verkun er lokið og eins og alltaf er mælt með að sýnin séu tekin með heybor. Leiðbeiningamiðstöðvar veita ráð sem lúta að þessu. Mælst er til að síðustu hirðingarsýni verði komin inn til LbhÍ fyrir 10 október, og verkuð sýni 30 október, sem þýðir að síðustu niðurstöður úr mælingatörninni liggja fyrir hjá bændum fyrir miðjan nóvember. Verð og afgreiðslufrestur Þvær mælingar sem gerðar eru við hefðbundna efnagreiningu á heyi eru; þurrefni, meltanleiki (og útreiknað orkugildi), prótein (útreiknað AAT og PBV) og stein- efnin Ca, P, Mg, K, S og Na og snefilefnin Fe, Mn, Zn og Cu. Einnig er sýrustig mælt í gerjuðu fóðri. Tréni (NDF) verður mælt í öllum heysýnum og er sú mæling innifalin í verðinu. Afgreiðslufrestur niðurstaðna frá móttöku sýnis er 2 til 3 vikur á háannatímanum fyrir hefðbundna greiningu með eða án NorFor. Leitast verður við að hafa þennan tíma sem stystan. Reiknað er með að fyrsta útsending niðurstaðna verði um miðjan ágúst. Verð fyrir hefðbundnar mæl- ingar (með steinefnum): 5.800 kr. hvert sýni án vsk. Verð án steinefna: 3.000 kr. hvert sýni án vsk. Viðbót fyrir Norfor- kerfið (aska, sCP og iNDF): 1.800 kr. hvert sýni án vsk. Ef óskað er eftir öðru en hefð- bundinni greiningu með eða án steinefna verður að tilgreina það sérstaklega og skrifa það á skráningaseðlana. Ef óskað er eftir að nota nýja Norfor-forritið nægir t.d. að skrifa „Norfor greining“ á seðilinn, þá er viðbót mæld sem þarf fyrir það kerfi. Ef LbhÍ hefur ekki uppsettar aðferðir fyrir aðrar mælingar sem óskað er eftir verður mælingin útveguð með öðrum hætti í samráði við leiðbeiningamiðstöðvar og sendendur sýnanna. Þetta á til dæmis við um gerjunarafurðir við votheysverkun, CAB-gildi og fleira. Ofangreint gildir einungis um heysýni og önnur gróffóðursýni. Verð og afgreiðslufrestur gildir einungis á mælingatörninni innan þeirra tímamarka sem áður er getið. NorFor fóðurmatskerfið Síðastliðinn vetur var annað tíma- bilið sem norræna fóðurforritið NorFor var komið í almenna notkun. Af uppskeru 2012 voru sett inn í forritið um 340 sýni frá 84 bændum á vegum LbhÍ. Því til viðbótar voru mæld og sett inn í forritið sýni frá nokkrum býlum þar sem nemendur notuðu kerfið í námsverkefnum auk sýna sem sem mæld voru annars staðar, eða alls um 100 bændur (Bbl. 12. tbl. 2013 bls. 36). Í þessu kerfi eru gerjunarafurðir í votheyi notaðar til að meta líklegt át og bæta orkuútreikning fóðursins. Almennt má segja að því blautara sem heyið er því meiri gerjun. Hins vegar er í hálfþurru rúlluheyi (ca 45% þurrefni eða þurrara), nánast engin gerjun, breytir þá litlu hvort notuð séu hirðingarsýni eða sýni verkuðu heyi við gerð fóðuráætlana. Þeir bændur sem verka í vothey og ætla að nýta sér NorFor ættu fremur að nota sýni úr verkuðu fóðri. Nýir notendur þurfa að sækja um aðgang að NorFor, en starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðar- ins (RML) sér um það ásamt öðru sem snýr að notkun á forritinu. Móttaka sýna af Norðausturlandi er í Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri, sími 460 4477. Móttaka frá öðrum landshlutum er á Rannsóknastofu LbhÍ, Hvanneyri, 311 Borgarnes, sími 433 5000 (beint Hvanneyri 433 5044, beint Keldnaholt 433 5215). Flestar leiðbeiningamiðstöðvar sjá um að safna saman sýnum hver á sínu svæði og koma þeim í mælingu, en bændur geta einnig sent þau beint ef það hentar. Netföng: Hvanneyri rannsokn@ lbhi.is, Keldnaholt, tryggvie@lbhi. is, Búgarður ghg@bugardur.is Auk framangreindra aðila veita leiðbeiningamiðstöðvar RML nán- ari upplýsingar og aðstoð. Tryggvi Eiríksson og Peik M. Bjarnason, Landbúnaðarháskóla Íslands Charlotte Åkerlind Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.