Bændablaðið - 04.07.2013, Page 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 4. juli 2013
Búið er að fullmanna nýtt
kokkalandslið sem er skipað
færustu matreiðslumeisturum
landsins, tólf talsins. Hinn
lands þekkti matreiðslumeistari
Hákon Már Örvarsson var
fyrir skömmu ráðinn faglegur
framkvæmdastjóri liðsins. Hann
valdi Þráin Frey Vigfússon,
yfir matreiðslumeistara á Kola-
brautinni, sem fyrirliða og er
Þráinn Freyr einnig liðsstjóri
ásamt Viktori Erni Andréssyni,
yfirmatreiðslumeistara á Lava
í Bláa lóninu. Þeir þrír völdu í
liðið úr þeim stóra hópi öflugra
matreiðslumeistara sem nú eru
starfandi á landinu.
Greint var frá þessu á vefsíðunni
freisting.is fyrir skömmu, en þar
segir að verkefni undanfarinna
vikna hafi verið að finna bestu
matreiðslumeistarana sem eru
reiðubúnir að taka þátt í því
krefjandi æfingaferli sem fylgir
þátttöku í matreiðslukeppnum.
Gefinn var möguleiki á að sækja
um og bárust fjölmargar umsóknir.
Í liðinu eru ásamt þeim Hákoni
Má Þráni Frey og Viktori Erni þau
Fannar Vernharðsson VOX, Garðar
Kári Garðarsson Fiskfélaginu,
Bjarni Siguróli Jakobsson
Slippbarnum, Hafsteinn Ólafsson
Grillinu, Ylfa Helgadóttir Kopar,
Axel Clausen Fiskmarkaðnum,
Daníel Cochran Kolabrautinni,
Þorkell Sigríðarson VOX og
María Shramko, sem er meistari í
sykurskreytingum.
Kokkalandsliðinu er ætlað að
vera öflug liðsheild sem hefur
getu til að keppa meðal færustu
matreiðslumeistara heimsins og er
stefnt að þátttöku í alþjóðlegum
keppnum. Kokkalandsliðið er rekið
af Klúbbi matreiðslumeistara og
hefur liðið það að markmiði að vera
leiðandi í að efla fagmennsku og
áhuga á matargerð, auka áhuga ungs
fólks á matargerð og veita inn blástur
fyrir matarmenningu Íslendinga.
Liðið er skipað reyndu fagfólki og
hafa margir í hópnum tekið þátt
í matreiðslukeppnum. Þess má
geta að fyrir skömmu vann Bjarni
Siguróli Jakobsson silfurverðlaun
í keppninni Matreiðslumeistari
Norðurlandanna. Æfingar liðsins
munu hefjast strax að loknum
sumarfríum en stefnt er að
þátttöku í Heimsmeistarakeppni
og Ólympíuleikum matreiðslu-
meistara, segir í fréttatilkynningu
frá Klúbbi matreiðslumeistara.
Heitir pottar frá
Lay-Z-Spa
– loksins fáanlegir aftur
Tilvaldir við sumarbústaðinn
eða í garðinn heima. Pottarnir
koma með loki og öllu sem
til þarf.
Borgartún 36
105 Reykjavík
(bakvið Cabin Hótel)
588 9747
www.vdo.is
Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
HÁÞRÝSTIDÆLUR
Í MIKLU ÚRVALI
Dynjandi hefur mikið úrval af vatns-,
borholu-, og háþrýsti dælum af
ýmsum stærðum og gerðum.
Hafðu samband og við aðstoðum þig.
Dynjandi örugglega fyrir þig!
Hafið samband: E.G. Heild ehf. c/o Elías Gíslason
Stórhöfða 17, 110 Reykjavík. Símar: 8616264, 5877685
netfang: eg.heild@simnet.is Heild ehf
Æðardúnsbændur
Óska eftir að kaupa fullhreinsaðan æðardún
Getum bent á og mælt með hreinsunaraðilum
Nú eru góð verð í boði
r únsbændur
s ftir f ll r i saðan æðardún
tekið að mér hreinsun
er i
Nýja kokkalandsliðið, talið efst frá vinstri: Hákon Már Örvarsson, faglegur
framkvæmdastjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarnum, Þráinn Freyr
Vigfússon Kolabrautinni, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Þorkell Sigríðarson
VOX, Daníel Cochran Kolabrautinni, Garðar Kári Garðarsson Fiskfélaginu,
Fannar Vernharðsson VOX, Ylfa Helgadóttir Kopar, Viktor Örn Andrésson
Lava, Hafsteinn Ólafsson Grillinu og María Shramko, meistari í sykur-
skreytingum. Mynd / Rafn Rafnsson.
Búið er að fullmanna nýtt
kokkalandslið Íslands
Landsvirkjun styður
háskólana
Landsvirkjun, Háskólinn í
Reykjavík og Háskóli Íslands hafa
tekið höndum saman um að stuðla
að uppbyggingu þekkingar á sviði
endurnýjanlegra orkugjafa.
Með samstarfinu er lögð áhersla
á að skapa sameiginlegt virði fyrir
Landsvirkjun, háskólana og íslenskt
samfélag með myndarlegum stuðn-
ingi við þau fræðasvið þar sem þörf
er á námi og rannsóknum.
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, Ari Kristinn Jónsson,
rektor Háskólans í Reykjavík,
og Kristín Ingólfsdóttir, rektor
Háskóla Íslands, undirrituðu þann
1. júlí samstarfssamninga til næstu
fimm ára. Markmiðið er að efla
háskólanám og rannsóknir sem
stuðla að þróun og aukinni þekkingu
á endurnýjanlegum orkugjöfum og
vinnslu þeirra.