Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 20132 Fréttir Hross í oss á beinu brautinni Kvikmyndin Hross í oss var frumsýnd fyrir tæpum hálfum mánuði, en hún hefur hlotið góða aðsókn og lof gagnrýnenda. Tímaritið Iceland Review gaf myndinni fimm stjörnur og bæði gagnrýnandi Morgunblaðsins og Rásar II hlaða myndina fjórum stjörnum. Eins og nafnið gefur til kynna er íslenski hesturinn í aðalhlutverki, en í kynningu á myndinni segir að hún sé grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og er jafnframt handrits- höfundur. „Þetta eru ævintýralegar viðtökur sem Hross í oss hefur fengið og við getum ekki beðið um meira. Ég er ánægður þegar fólk skemmtir sér og það er fyrir öllu. Við fengum mikla aðstoð frá hestamönnum og bændum þegar tökur fóru fram og nutum blessunar allan tímann. Steinn Ármann lifði að minnsta kosti tökurnar af þrátt fyrir vosbúð og sundreið!“ segir Benedikt. Hross í oss verður sýnd á kvikmynda hátíðinni í San Sebastian á Spáni seinna í mánuðinum og búast má við því að hróður íslenska hestsins berist víða í kjölfarið. „Við verðum á faraldsfæti næsta árið en ég er þó með mörg járn í eldinum hér heima. Maður er svona eins og kúabóndi, kemst ekkert frá nema stutt í einu!“ segir Benedikt. Í bíóhúsum um allt land Aðalleikarar myndarinnar eru auk þeirra Jarps, Skjóna og Yrju þau Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Charlotte Böving, Helgi Björnsson og Kristbjörn Kjeld ásamt fleirum. Hross í oss er sýnd þessa dagana í bíóhúsum um allt land, meðal annars í Reykjavík, á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Akranesi og í Keflavík. Af 74 sveitarfélögum á landinu bjóða einungis 13 upp á svokallað þriggja tunnu kerfi til flokkunar á heimilissorpi samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þriggja tunna flokkunarkerfi er uppsett þannig að boðið er upp á endurvinnslutunnu, tunnu fyrir lífrænan úrgang og tunnu fyrir blandaðan úrgang við heimili. Ríflega 40 prósent sveitarfélaga á landinu, 30 talsins, bjóða eingöngu upp á sorptunnu fyrir blandaðan úrgang. Það þýðir að umrædd sveitarfélög bjóða ekki upp á endurvinnslutunnur af neinu tagi við heimili fólks, þótt vitaskuld bjóði mörg þeirra upp á grenndarstöðvar þar sem hægt er að skila sorpi flokkuðu til endurvinnslu. 80 manna sveitarfélag býður upp á flokkun Í engu af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er boðið upp á þriggja tunnu flokkunarkerfi. Fjölmennasta sveitarfélagið sem býður upp á þriggja tunna flokkunarkerfi er Vestmannaeyjabær, en 1. desember 2012 bjuggu 4.219 manns í sveitarfélaginu. Fámennasta sveitarfélagið sem býður upp á þriggja tunna flokkunarkerfi er Fljótsdalshreppur, en þar bjuggu á sama tíma 80 manns. Önnur sveitarfélög sem bjóða íbúum sínum þessa þjónustu eru Hvalfjarðarsveit, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Langanesbyggð, Fljótsdalshérað, Skaftárhreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur. Alls njóta ríflega 17.000 Íslendingar þeirrar þjónustu að geta flokkað allt sorp heima hjá sér sem sveitarfélögin sjá um að hirða. Það eru tæplega 11 prósent allra landsmanna. Skagafjörður stærst af þeim sem draga lappirnar Ekki þarf að koma á óvart að þau sveitarfélög sem eingöngu bjóða upp á eina tunnu, þ.e. eingöngu sorptunnu fyrir blandaðan úrgang, eru í flestum tilfellum fámennari sveitarfélögin þó það sé ekki algilt. Fjölmennasta sveitarfélagið sem eingöngu býður upp á einnar tunnu kerfi er Sveitarfélagið Skagafjörður, en íbúar þar voru ríflega 4.000 í fyrra. Mismunandi útfærslur Mismunandi er hvaða þjónustu sveitarfélög sem bjóða upp á tveggja tunnukerfi eru að veita. Í Reykjavík geta íbúar til að mynda flokkað pappír sér í bláar tunnur auk þess sem boðið er upp á hefðbundna tunnu fyrir blandaðan úrgang. Á Akureyri er sér hólf í ruslatunnunni þar sem hægt er að setja lífrænan úrgang en ekki er boðið upp á flokkun á öðru endurvinnanlegu sorpi heim við hús heldur þarf að koma pappír, plasti, málmum og öðru slíku á grenndarstöðvar. Ýmsar lausnir í boði Rétt er að taka fram að fjöldi fólks flokkar sitt sorp og skilar því á endurvinnslustöðvar í þeim sveitarfélögum sem ekki bjóða upp á fjöltunnukerfi. Þá eru einkafyrirtæki starfandi á markaði sem bjóða einstaklingum upp á flokkunarþjónustu. Það er þó mismunandi eftir sveitarfélögum hvaða þjónusta er í boði. Nálega allt sorp urðað Allt sorp sem ekki er flokkað til endurvinnslu á Íslandi er urðað með tilheyrandi kostnaði, mengun og þörf fyrir landrými. Undantekningarnar frá þessu eru sorp sem til fellur í sveitarfélögunum á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum en það er brennt í Kölku, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. /fr Aðeins 13 sveitarfélög bjóða upp á þriggja tunna sorpflokkunarkerfi 40 prósent sveitarfélaga útvega íbúum sínum eingöngu tunnu undir venjulegt heimilissorp Endurvinnsla sparar fjármuni og er umhverfisvæn Um þriðjungur heimilissorps er lífrænn úrgangur sem hægt er að endurvinna Endurvinnsla á áli þarfnast aðeins 5% af þeirri orku sem þarf við frumframleiðslu. Fyrir hvert tonn af endurunnum pappír má sleppa því að fella 17 tré. Hvað er þriggja tunna kerfi? 1. Tunna fyrir lífrænan úrgang. 2. Endurvinnslutunna fyrir pappír, pappa, bylgjupappa, plast, málm og annað. 3. Tunna fyrir óendurvinnanlegan úrgang. „Við fórum í það fyrir síðustu helgi að skera korn, gerðum það aðallega vegna þess að veðurspáin var svo slæm,“ segir Þórir Níelsson á Torfum í Eyjafjarðarsveit. Hann er formaður félagsins Fjarðarkorn, sem á og rekur tæki til kornskurðar, og segir að fram til þessa hafi hann einugis farið á einn bæ, Kálfagerði, og einhverjir séu í startholunum. „Menn bíða átekta og byrja almennt ekki fyrr en um miðjan september,“ segir hann. Uppskera um 4 tonn á hektara Um 8,5 hektarar lands eru nýttir til kornræktar á Torfum og segir Þórir að þegar sé búið að slá af um helmingi þess. Uppskeran var um það bil fjögur tonn á hektara, sem hann segir fremur slakt. „Ég er ekki alveg nógu ánægður með uppskeruna, við höfum verið að fá allt upp í sex tonn á hektara hér í góðu ári. Reyndar höfum við um árin lagt áherslu á að þurrka kornið en nú var tekin ákvörðun um að sýra það sem skorið var fyrir helgi,“ segir hann, en þurrefni í því korni sem skorið var í liðinni viku var um 65%, heldur lakara en í meðalári þegar það fer yfir 70%. Þórir segir að þeir akrar sem bíði líti vel út og lofi góðu um ágætis uppskeru. Hann gerir ráð fyrir að hefjast handa af krafti við kornskurð um miðjan september. „Mér sýnist að kornakrar hér í nágrenni við mig í Grundarplássinu líti vel út, þeir eru víðast hvar orðnir gulir og fallegir, en reyndar eru grænar skellur enn víða sýnist mér,“ segir Þórir. Ekki eins gott á Suðurlandi Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum sagðist samgleðjast kollegum sínum fyrir norðan yfir góðu útliti. Þó að þeir hefðu sáð seint hefðu þeir fengið góðan hita, sem skipti kornræktina miklu máli. Ástandið væri því miður ekki eins á Suðurlandi. „Það er búið að ganga hér yfir með lemjandi slagveðri hvað eftir annað. Ég man ekki eftir því áður að það hafi ekki komið tveir samliggjandi þurrir dagar með sól í í svo langan tíma. Það er ekki einu sinni hægt að slá hána.“ Ólafur segir að í venjulegu árferði sé hann að byrja kornskurð í endaðan ágúst og byrjun september en nú sé allt rennandi blautt og bið á því að sú vinna hefjist. Þá sé alltaf yfirvofandi sú hætta að það geri rok svo að kornið leggist á ökrunum. Hann segist þó síður en svo farinn að örvænta þrátt fyrir að vera með 45 hektara undir. Ef það þornaði og kornið næði að þroskast væri vel hægt að eiga við kornskurð jafnvel fram í nóvember. Ef ekki væri hins vegar hætt við miklu tjóni hjá kornbændum á Suðurlandi. Sagði hann yrkin misvel á veg komin. Kornyrkið Kría væri orðið gult og þokkalega þroskað á meðan önnur afbrigði væru græn og greinilega enn í vexti. Ef þetta næði allt að þroskast vel mætti búast við góðri uppskeru. Þá gæti þetta sumar líka orðið gott innlegg í reynslubankann og sýndi að hægt væri að rækta korn á Íslandi flest ár þrátt fyrir misjafna veðráttu. /MÞÞ/HKr. Kornskurður hafinn í Kálfagerði í Eyjafirði en korn aðeins lakara en í meðalári: Kornakrar líta vel út fyrir norðan en slæmt ástand vegna bleytu syðra – Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segist þó enn ekki farinn að örvænta Teitur fór og skoðaði einn og leist bara vel á. Þar er blanda af byggi og vetrarrepju sem sett verður í stæðu og hefur þetta reynst úrvalsfóður fyrir kýr. Mynd / Hulda Jónsdóttir fjögur tonn á hektara, sem er heldur minna en í meðalári. Menn bíða átekta og byrja almennt ekki fyrr en um miðjan september. Steinn Ármann Magnússon sund- ríður. Arla selur vörur undir heitinu „Skyr“ Mjólkurrisinn Arla hefur sett á markað nokkrar vörur þar sem notast er við heitið „Skyr“ á umbúðunum en íslenskur mjólkur- iðnaður kemur þar hvergi nærri. Vörurnar eru auglýstar sem hápróteinríkar og mjög fitusnauðar. Í boði er meðal annars drykkjarskyr og dósir sem eru ekki ólíkar skyr.is með fjölbreyttu bragði. Í Danmörku ber mikið á markaðssetningu á vörunum, en þær eru einkum miðaðar á neytendur sem hugsa um heilsuna og vilja hollan morgunmat. Íslendingar eiga ekki einkarétt á heitinu „Skyr“ og hefur ekki tekist að fá upprunavernd á orðinu. Mjólkursamsalan er í samstarfi við nokkur mjólkursamlög á Norðurlöndunum þar sem íslenskar uppskriftir koma við sögu en svo er ekki í tilviki Arla. Þeir eru með sínar eigin uppskriftir og frábrugðnar vörur en MS býður upp á þó að íslenska heitið sé notað á umbúðirnar. Danskt drykkjarskyr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.