Bændablaðið - 05.09.2013, Side 7

Bændablaðið - 05.09.2013, Side 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 7 Veðrið sem gekk yfir landið fyrir síðustu helgi hefur varla farið framhjá neinum og allra síst bændum sem áttu fé á fjalli. Strax á sunnudeginum tæpri viku fyrir óveðrið byrjuðu veðurfræðingar að vara við slæmri veðurspá. Á mánudag virtist stefna í að veðrið yrði svipað og óveðrið sem skall yfir norðanvert landið 10. septem- ber 2012 og olli miklum fjárskaða. Má segja að á öllu norðanverðu landinu frá austri til vesturs hafi því verið sett upp áætlun til að bregðast við og sækja sem mest af fé áður en veðrið skylli á. Eins og víðar ákváðu bændur í Vatnsdal í Húnavallahreppi að smala eins mikið og hægt væri fyrir óveður. Það er þó ekkert hlaupið að því að smala allan afrétt sem tilheyrir Vatnsdal og heimalönd líka því nánast allt þurfti að smala þar sem megnið að sumarhaga Vatnsdælinga er fyrir ofan 2-300 metra hæðarlínuna þar sem versta veðrinu var spáð. Á þriðjudagsmorgun fóru svo tíu menn af stað aftur til að fínkemba svæðið. Var þá farið inn undir Langjökul, á svæði sem heimamenn kalla Fljótsdrög, með dráttarvélar og kerrur og sækja það fé sem þar varð eftir. Sjö daga réttir Venjulegar göngur hjá Vatns- dælingum eru þannig að á þriðju- degi er smalað næst Langjökli (Fljótsdrög). Á miðvikudegi er smalað norður fyrir Stórasand, á fimmtudegi er Grímstunguheiði kláruð og Haukadalsheiðin er kláruð á föstudegi á meðan féð af Grímstunguheiði er dregið út á Undirfellsrétt. Á laugardegi er féð sem kom af Haukadalsheiðinni dreg- ið í sundur. Á sunnudögum eru flestir bændur með heimalandssmölun og á mánudögum er Sauðadalur smalaður, samtals 7 langa vinnudaga. Óveðursspá riðlaði hefðinni Í ár var hefðinni gjörsamlega splundr- að. Fyrsta dag voru nokkrir sendir til að smala heimalöndin, á meðan voru fremst á heiðinni að reyna að stugga við fénu til að koma rennsli á það til norðurs. Snemma á öðrum degi var farið fram á Grímstunguheiði með nánast allan þann mannskap sem hægt hafði verið að ná saman til smalamennsku. Tæplega fimm- tíu smalar röðuðu sér á heiðina og héldu með féð til norðurs og undir kvöld var hætt. Á þriðja degi voru Haukadalsheiði og Grímstunguheiði kláraðar með aðeins færri mann- skap og daginn áður og auka mann- skapurinn smalaði Sauðadal á meðan. Síðan var réttað á fjórða degi allt sem smalast hafði dagana á undan. Luku við að draga allt safnið á einum degi Undirfellsrétt er ein af stærstu réttum landsins. Venjulega er klárað að draga í í þeirri rétt á tveim dögum og þá oftast á milli 15 og 18 þúsund fjár. Álíka margt fé hefur verið hingað til af hvorri heiði Grímstunguheiði og Haukagilsheiði. Í rokinu og rigningunni síðasta föstudag var klárað að draga allt féð á einum degi og hefur ekki verið gert áður. Skólabörn fengu frí til að smala Sem dæmi um samstöðu og samhug í að smalamennskan gengi sem best gaf skólastjórinn í Húnavallaskóla, Sigríður Aadnegaard, öllum skólabörnum frí. Hjálpsamir vinir og kunningjar komu alls staðar að til að hjálpa til þegar kallið kom um að aðstoða. Yngsti gangnamaðurinn á Haukadalsheiði var Lara Margrét Jónsdóttir frá Hofi að fara í sínar fyrstu heilsdagsgöngur á hesti, en hún verður 12 ára í haust. Ekki dæmi um göngur svo snemma Elstu menn minnast þess ekki að smalamennsku í Vatnsdal hafi áður verið flýtt fram í ágúst en oft hafi komið vond veður og nokkrum sinnum hafi smalamennska dreg- ist vegna þoku. Eftirminnilegasta veður elstu manna í Vatnsdal er óveður sem gekk yfir gangnamenn í göngum 1934 en þá varð einn gangnamaður úti. /HLJ vissan hátt má nefna þennan þátt tímamótaþátt. Að því leyti að yrkisefnið er aðeins eitt afmarkað fyrirbæri, því nú er þátturinn alfarið helgaður afmælisdegi Einars Kolbeinssonar í Bólstaðarhlíð, sem í dag, 5. september 2013, fagnar 40 árum. Í röðum hagyrðinga er Einar oftast bara nefndur „ungskáldið“, og fer því vel að þeir hagyrðingar er hvað oftast hafa setið hagyrðingamót ásamt Einari fagni þessum áfanga í þroskasögu hans. Fyrstur til að heiðra Einar er Pétur Pétursson, læknir og fyrrum sýslungi hans: Orðstír glæstan enn þú styrkir, íþrótt skáldsins hylla vil. Klám og níð þú aldrei yrkir, enda þótt þig langi til. Ötull beittu Braga sveðjum, en búðu þínum grönnum frið. Á merkisdegi kærum kveðjum, kvæðajöfur, taktu við! Einar stýrir byggingarfyrirtækinu Stíganda á Blönduósi og byggir landsmönnum hús. Meðal viðskiptamanna hans erum við hjón hér í Kotabyggð. Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri þekkir vel til athafna Einars: Ekkert milli mála fer á mannfundum og þingum, ævinlega Einar ber af öðrum Húnvetningum. Víst er Einar verkafús, vaknar um óttubilið. Byggir yfir ýmsa hús sem eiga það varla skilið. Og Sigrún Haraldsdóttir, fyrrum granni Einars, færir honum huggunarblandin varnaðarorð: Gráttu ekki guggnaður þótt gaman fari að kárna. Vertu hress og vonglaður, – en vara þig á Árna. Björn Ingólfsson á Grenivík færir afmælisbarninu þessa kveðju: Kæri vinur, vertu glaður, veröldin þó bylti sér, og ekki sértu ungur maður eftir 5. september. Upp frá þessu á þig, drengur, ýmsar leggjast hrellingar. Ungfrúr þrá þig ekki lengur, aðeins rosknar kellingar. Kveðja Reynis Hjartarsonar kennara á Akureyri er í styttra lagi, en kveðja þó: Ég býst að verði á bögum töf, og bregst þar öllum vonum. Mér hlotnaðist sú góða gjöf að gleyma alveg honum. (Afmælisdeginum held ég) Og síðastur til að fagna afmæli með Einari er Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit. Ellin grimm þér Einar minn ekkert virðist þoka, aðrir bera aldur sinn eins og tað í poka. Ekki hár er aldur þinn, af því máttu guma, að stutt er síðan strákurinn var státin sæðisfruma. Einar minn! Einlægar afmælis- óskir fylgja héðan úr Kotabyggð. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Á „Óveðurssmölun“ í Vatnsdal Gangnamenn á hestum að koma af Haukadalsheiði. Myndir/Hjörtur Leonard Jónsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.