Bændablaðið - 05.09.2013, Page 8

Bændablaðið - 05.09.2013, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 20138 Fréttir Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, gróður- setti 20. milljónustu trjáplöntuna í Landgræðsluskógaverkefninu í Smalaholti í Garðabæ laugar- daginn 24. ágúst. Fyrir valinu varð myndarlegur askur. Vigdís gróður setti einnig fyrstu plönt- una í átakinu sem hófst á sama stað vorið 1990 og er þar nú kom- inn myndarlegur skógur. Hefur verkefnið staðið óslitið allar götur síðan. Gróðursetningin var jafnframt liður í dagskrá aðal fundar Skógræktarfélags Íslands sem fram fór í Garðabæ um þarsíðustu helgi. Landgræðsluskógar eru umfangs mesta skógræktar- og uppgræðsluverkefni skógræktar- félaganna. Á vegum verkefnisins hafa skógræktar félögin séð um gróðursetningu á hátt í einni milljón trjáplantna árlega allt frá árinu 1990. Lætur nærri að gróðursett hafi verið í um 400-500 hektarar lands árlega. Ræktunarsvæði Landgræðsluskóga eru víðs vegar á landinu og eru nú um 120 samnings bundin svæði. Fjölbreytni svæðanna er mikil og eru sum þeirra þar sem skilyrði eru hvað best til skógræktar í land- inu, á meðan önnur eru þar sem skilyrði eru mjög erfið, til dæmis úti við ströndina. Öll svæðin eiga það þó sameiginlegt að þar er stefnt að því að græða land og auðga. Samstarfsaðilar skógræktar- félaganna í Landgræðsluskógum eru Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Atvinnuvega- og nýsköpunar ráðuneytið. Landgræðsluskógaverkefni Skógræktarfélags Íslands: Tuttugu milljónir trjáplanta hafa verið gróðursettar í átakinu Vigdís Finnbogadóttir gróður- setur 20. milljónustu trjáplöntuna í Landgræðsluskóga verkefni Skóg- ræktarfélags Íslands ásamt Barböru Stanzeit, gjaldkera Skógræktarfélags Garðabæjar. Trausti Þórisson á Hofsá í Svarfaðardal skimar hér eftir fé í Hofsárdal, sem er lítill dalur sem gengur inn um miðbik austanverðs Svarfaðardals. Um miðja síðustu viku var enn mjög mikill snjór á svæðinu frá síðasta vetri og meiri en menn hafa jafnan séð á þessum slóðum á þessum árstíma. Mynd / Jóhann Ólafur Halldórsson Kýrin Lýsa í Villingadal bar fjórum kálfum af öðrum burði – líklegast einsdæmi í sögu kúabúskapar hér á landi „Það þýðir lítið að gráta en vissu- lega er þetta svekkjandi,“ segir Árni Sigurlaugsson í Villingadal í Eyjafjarðarsveit. Þar á bæ bar kýrin Lýsa tveimur kálfum á fimmtudagskvöld og öðrum tveim- ur á föstudagsmorgun í liðinni viku. Þeir voru allir dauðir. Árni rekur kúabú í Villingadal ásamt konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur. Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir þetta alveg með ólíkindum, en á starfsferli hans sem spannar 40 ár hefur kýr aldrei áður borið fjórum kálfum. „Að jafnaði ber ein kýr á ári þremum kálfum en fjórir kálfar eru algjört einsdæmi,“ segir hann. Samtals 87 kíló Atburðarásin hófst laust fyrir miðnætti hinn 29. ágúst sl. þegar kýrin Lýsa 264 í Villingadal í Eyjafjarðarsveit bar tveimur kálfum af öðrum burði. Það er reyndar ekki í frásögur færandi þótt kýr sé tvíkelfd, en snemma morguninn eftir komu aðrir tveir kálfar úr kúnni. Því miður voru allir kálfarnir dauðir, en full- skapaðir. Kúna vantaði hálfan mánuð upp á tal. Um var að ræða eitt naut og þrjár kvígur. Nautið var nokkru þyngst, eða 27 kg, en kvígurnar 19, 20 og 21 kg. Samtals gekk því Lýsa með 87 kg, en meðal nýfæddur kálfur er um 35 kg. Guðmundur segir að í rannsókn sem gerð var í kringum síðustu alda- mót á gögnum úr skýrsluhaldi naut- griparæktarinnar yfir 8 ára tímabil hafi komið í ljós að þríburafæðingar í stofninum voru nálægt því að vera að meðaltali ein á ári og hlutfall tví- kelfinga nálægt 1%. Engar sögur fara fyrr en nú af fæðingu fjórkelfinga í íslenska kúastofninum að sögn Guðmundar. Ekki á allt kosið „Þetta er ekki skemmtilegt og mig langar ekki að lenda í þessu aftur,“ segir Árni. Burðurinn gekk þó vel að hans sögn, en gremjulegt að kálfarnir reyndust allir dauðir. Hann segir að menn viti ekki ástæður þess að kálfarnir voru dauðir, „það bara gerðist, svona er lífið, það er ekki alltaf á allt kosið,“ segir Árni. Ekki tókst áður en blaðið fór í prentun að finna neinar upplýsinga um að slík fjórkálfafæðing hefði átt sér stað. /MÞÞ „Þetta er svekkjandi en það þýðir lítið að gráta,“ segir Árni Sigurlaugsson í Villingadal, en fjórir kálfar Lýsu reyndust allir dauðir. Kýrin Lýsa 264 viku fyrir burð. Myndir / Guðmundur Steindórsson Beikonhátíðin Reykjavík Bacon Festival, matar hátíð fjöl- skyldunnar, verður haldin í þriðja sinn á laugar daginn kemur. Hátíðin er systur hátíð stærstu beikon- hátíðar í heimi, Blue Ribbon Bacon Festival í Des Moines í Iowa. Herlegheitin fara fram á Skólavörðustígnum og hefjast hátíðarhöldin klukkan 14.00. Hátíðin hefur vaxið mikið að burðum frá árinu 2011 þegar nokkrir félagar buðu, með þriggja tíma fyrirvara og í léttu gríni, upp á 40 kg af beikoni fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum. Það sem byrjaði sem grín hefur undið nokkuð upp á sig. Leikurinn var svo endurtekinn í fyrra með öllu meiri skipulagningu. Árni Georgsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að viðtökurnar í fyrra hafi orðið þeim hvatning til að bjóða upp á enn stærri og betri hátíð í ár, en á síðasta ári lögðu ríflega tíu þúsund manns leið sína á Skólavörðustíginn til að taka þátt í hátíðinni. Nú verður því öllu tjaldað til, með meira beikoni og enn meira fjöri. Svínaræktarfélagið bætist í hópinn Í ár hefur Svínaræktarfélag Íslands bæst í hóp þeirra sem koma að hátíðinni og segir Árni að mikill akkur sé í aðkomu félagsins að hátíðinni. Árni segist sannarlega vonast eftir frekara samstarfi í framtíðinni. Aðrir helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Ali, Vífilfell, Sæmark og Reykjavíkurborg. Allur ágóði af hátíðinni rennur til Hjartadeildar Landspítalans. Átta veitingastaðir verða með bása á hátíðinni og munu selja beikon- innblásna rétti. Veitingastaðirnir sem um ræðir eru Hótel Holt, Sakebarinn, Þrír frakkar, Snaps, Kolabrautin, Sjávargrillið, Roadhouse og Domino´s. Auk þess mun Ali bjóða upp á ókeypis beikonsmakk á nokkrum básum og drykkir frá Vífilfelli munu slökkva þorsta hátíðargesta. Tvö tonn af beikoni eru tiltæk auk 600 kg af þorskhnökkum frá Sæmarki. Helstu breytingar frá hátíðinni í fyrra eru þær að nú verður Skólavörðu- stígurinn þakinn veitingasölubásum svo að fólk mun ekki þurfa að bíða í löngum röðum eftir beikonréttum eins og í fyrra. Miðasölukerfi verður tekið í notkun og kostar skammturinn 300 krónur. Þremur miðasölubásum verður dreift um Skólavörðustíginn auk sölubáss fyrir boli, derhúfur og annan varning. Einnig verður sérstakur beikonbás fyrir börnin og leiktæki. Hljómsveitin Klaufar mun spila beikoninnblásna tónlist á hátíðarsviðinu og skemmti- kraftar munu koma fram. Beikon- fræðingurinn Marshall Porter heldur beikonfyrirlestra og einnig verður Þórir Gunnarsson með beikonmálverkasýningu í Ostabúðinni. Beikonhátíð á Skólavörðustíg – tvö tonn af beikoni munu seðja hungur gesta Frá beikonhátíðinni í fyrra. Málþing á Hvanneyri um hrossarækt: Hvernig náum við meiri árangri? Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðar háskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossa rækt á morgun, föstu daginn 6. september, kl. 13.00–18.00. Málþingið verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri. Dagskrá samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins þar á meðal dómkerfið, dómstörf og sýningar, dómara, kynbótamat og fleira en síðan taka við opnar umræður og markviss hópavinna með þátttöku málþingsgesta. Allt áhugafólk um kynbætur íslenska hestsins er hvatt til að mæta og taka þátt. Þátttökugjald er 1.000 krónur, greitt á staðnum. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir fram hjá Endurmenntun LbhÍ – www.lbhi.is/ namskeid eða í síma 433 5000 og netfangið endurmenntun@lbhi.is.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.