Bændablaðið - 05.09.2013, Side 10

Bændablaðið - 05.09.2013, Side 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 201310 Fréttir Sigurgeir Hreinsson, fram- kvæmda stjóri Búnaðar- sambands Eyjafjarðar segir varðandi heyfeng í Eyjafirði að nokkuð skiptist í tvö horn, víða sé uppskera mjög góð og yfir meðallagi en á öðrum svæðum sé hún lakari. Það eigi einkum við um þau svæði sem verst hafi orðið úti vegna kals á liðnu vori, meðal annars Hörgárdal og Öxnadal. „Það virðist sem endurrækt túna hafi því miður of víða misfarist,“ segir Sigurgeir. Veðurfar síðastliðið vor var með þeim hætti að bændur voru margir seint á ferð varðandi endurrækt og snjór eða svell voru yfir túnum langt fram eftir vori. „Það var því víða sem menn á verstu kalsvæðunum gátu ekki byrjað fyrr en um mánaðamót maí og júní og það er heldur seint. Júní var síðan mjög hlýr en þurr og yfirborð í flögum því mjög þurrt. Það hefur síðan áhrif á að spretta náði sér ekki á strik,“ segir Sigurgeir. Á öðrum svæðum, svo sem í Eyjafjarðarsveit, sé hins vegar langvíðast mjög góð uppskera eftir sumarið. /MÞÞ „Það er brjálað að gera í vatnssölunni enda er verslunin að selja útlendingum um 1 tonn af íslensku vatni í hverri viku. Ég hef aldrei vitað aðra eins sölu á vatni eins og í sumar,“ sagði Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri Kjarvals í Vík í Mýrdal. Hann segir um 80% viðskiptavina Kjarvals í Vík vera útlendinga yfir sumartímann, þeir versli mjög mikið. „Þeir virðast ekki treysta íslenska vatninu úr krönum eða lækjum þrátt fyrir að ég segi þeim að þetta sé fyrsta flokks vatn og ekkert að óttast, þeir velja frekar að kaupa vatnið í flöskum,“ bætti Pálmi við. Hægt er að kaupa íslenskt vatn undir merkjum Pure Icelandic, fram- leitt af Vífilfell, Iceland Spring frá Ölgerðinni og Icelandic Glacial frá Jóni Ólafssyni, vatnsbónda á Hlíðarenda í Ölfusi. /MHH Útlendingar treysta ekki íslensku kranavatni: Kaupa eitt tonn af í vatni í flöskum í Vík í hverri viku Pálmi hefur ástæðu til að brosa vegna góðrar vatnssölu í verslun Kjarvals í Vík í sumar. Ferðaþjónusta Bænda mun bjóða upp á sérstaka fagferð 24.–31. október sem er ekki hvað síst hugsuð fyrir ferðaþjónustubændur. Um er að ræða skemmtiferð í Ölpunum með áhugaverðri blöndu menningar, ferðaþjónusturýni og smökkun heimagerðra landbúnaðarafurða. Farið verður um hið einstæða hérað Allgäu í Bæjaralandi við rætur Alpafjalla í syðsta hluta Þýskalands. Þetta er eitt af vinsælustu ferðamannasvæðum landsins, en hér hefur ferðaþjónustan áralanga reynslu í fjölbreyttri afþreyingu og möguleikum fyrir ferðamenn til þess að njóta jafnt hvíldar og náttúrufegurðar. Heimsóttir verða skemmtilegir ferðamannastaði og notið lífsins í fallegu umhverfi. Auk þess verða ferðaþjónustubændur heimsóttir sem margir hverjir eru með heimaslátrun og vinna sjálfir úr afurðum sínum. Þar munu ferðalangar geta kynnt sér úrval vörumerkja þeirra. Þar hefur hópur bænda héraðsins tekið sig saman við kaupmenn á svæðinu og þróað vörumerki sín og markaðssett á einstaklega skemmtilegan hátt. Dvalið verður í Kempten, einni af elstu borgum Þýskalands, sem er höfuð borg Allgäu. Hótelið er í miðborginni, sérlega notalegt og í göngufæri við allt sem hugurinn girnist. Síðustu tvo dagana verður dvalið í menningarborginni München þar sem hjarta Bæjaralands slær. Fararstjóri verður Inga Ragnarsdóttir. Ferðaþjónusta bænda: Áhugaverð bændaferð til Bæjaralands Hótel í Nemendagörðum á Hvanneyri næsta sumar Nemendagarðar á Hvanneyri, sem eru sjálfseignarstofnun, hafa gert samning um leigu á hluta af húsnæði garðanna yfir sumartímann. Leigutaki er Kristján Karl Kristjánsson, sem rekur Ferstikluskálann í Hvalfirði. Hótelið verður með 24 herbergi og verður opnað síðari hluta maí næsta vor og verður opið fram í miðjan ágúst. Kristján Karl er byrjaður að skipuleggja reksturinn og leggur mikla áherslu á gott samstarf við heimaaðila, enda er ljóst að reksturinn mun skapa nokkur störf á Hvanneyri yfir sumarið. Kristján Karl hefur ákveðið að boða til fundar með áhugasömum heimamönnum í haust. Hótelið hefur ekki fengið nafn. Kristján Karl er með netfangið verkamenn@simnet.is og er opinn fyrir tillögum hvað það varðar. Frá undirritun samnings, talið frá vinstri: Þorvaldur T. Jónsson, stjórnarformaður Nemendagarða, Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, og Kristján Karl Kristjánsson framkvæmdastjóri. Mynd / ÁÞ Búnaðarsamband Eyjafjarðar: Skiptist í tvö horn með heyfeng Heyfengur er misjafn í Eyjafirði, víða mjög góður en endurrækt túna á kalsvæðum hefur sums staðar misfarist. Mynd / MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.