Bændablaðið - 05.09.2013, Síða 12

Bændablaðið - 05.09.2013, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 201312 Fréttir Öflug refaskytta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Eftir sumarið liggur 41 tófa í valnum Bergur Þór Björnsson frá Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, refaskytta sveitarfélagsins, hefur skotið 41 tófu í sumar. Mörgum þeirra hefur hann náð við sveitabæi enda er tófan farinn að færa sig nærri byggð í leit að æti. „Já, það er mjög mikið af tófu á svæðinu en ég reyni að halda henni í skefjum. Bændum er að sjálfsögðu mjög illa við dýrin, ekki síst sauðfjárbændum, og þá stendur fólki alls ekki á saman þegar hún er komin mjög nærri heimilunum. Ég finn um tvö greni í heimalöndum bænda á hverju ári,“ sagði Bergur þegar hann var spurður um stöðu tófunnar á svæðinu. Hann er augljóslega með refaskyttuna í genunum því langafi hans, Ólafur Bergsson frá Skriðufelli, var mögnuð refaskytta og ömmubróðir hans líka, Sigurgeir Runólfsson frá Skáldabúðum. „Lærifaðir minn í faginu var þó Sigurgeir Þorgeirsson heitinn frá Túnsbergi í Hrunamannahreppi, eða Tófu-Geiri eins og hann var alltaf kallaður. Við sáum um svæðið frá Þjórsá að Hvítá í þrjú ár og þar lærði ég mjög mikið af honum, maðurinn var snilldarskytta,“ sagði Bergur. /MHH Öll vitum við að þeir sem eru sjálfstætt starfandi, eins og til dæmis bændur og margir sem starfa í ýmiss konar verktöku eða hjá litlum einkafyrirtækjum, geta unnið endalaust. Það er að segja, vinnutímanum lýkur aldrei formlega, það er engin stimpilklukka til að stimpla sig út og þegar einu verki lýkur bíða nokkur önnur starfandi handa, já, það er alltaf alveg brjálað að gera. En í raun og veru getur auðvitað engin unnið endalaust. Meðal þeirra einkenna sem koma fram hjá þeim sem vinna mánuð eftir mánuð og ár eftir ár langa vinnudaga án reglubundinna hléa eru kulnun í starfi, leiði, depurð, auknar áhyggjur, verri samskipti, ánægjumissir, streita og hætta á slysum og sjúkdómum, til dæmis þunglyndi og kvíða. Jafnvel þótt við séum hörkufólk þolir geðheilsan ekki endalaust álag án hlés frekar en líkaminn, það endar með því að það klárast af batteríinu. Við höldum samt oft að það sé ekkert mál að halda sleitulaust áfram að vinna enda höfum við gert það áður en prófaðu að taka mjólkurfernu og halda á henni með beinan handlegg út frá líkamanum. Já, einmitt, það er ekkert mál, en hvernig væri að halda á fernunni samfellt án hvíldar í mánuði eða ár? Sífelld og endalaus vinna er slítandi á lúmskan hátt, við áttum okkur ekki á því hvernig líðan okkar og ástand versnar smátt og smátt. Það sem áður gladdi verður grátt og tilgangslaust og við hættum því smá saman. Við drögum okkur úr samskiptum, forðumst að koma inn og ræða við fólkið okkar eða hitta gesti. Ef makinn vil fara eitt- hvert forðumst við málið og leitum leiða til að þurfa ekki að fara. Við segjum svo sem allt fínt en fjörið, framtakið og félagsfærnin er ekki upp á marga fiska. Án þess að við gerum okkur það ljóst verðum við verkasmærri, afköstin minnka og við höfum okkur ekki í smáverk. Það þarf að gera við hliðið uppi á túni og ganga frá reikningum í möppu, ekkert stórmál en það dregst. Einbeiting, viðbragðsflýti og minni dalar, sjóndeildarhringurinn þrengist og okkur gengur verr að finna lausnir, heilinn er þeyttur. Hvaða vit er í þessu? Að vera alltaf að en afkasta sífellt minna dagsverki, missa tengsl við fólk og verða leiður, verkasmár og einbeitingarlaus? Þetta gengur ekki, alveg sama þótt það sé brjálað að gera, einhverju þarf að breyta. Lausnin er að ákveða að taka sér pásur og frí, til að halda andlegri og líkamlegri heilsu, vinnugetu og lífsgæðum. Vittu til, verkin munu samt vinnast. Þú skalt: 1. Taka pásu reglulega, hætta í verkinu, breyta um stöðu og stað og hvíla huga og líkama og bara vera í 5 mínútur. 2. Taka hlé í 20-60 mínútur á 2-3 klukkustunda fresti, til dæmis hádegis- og kaffihlé; ekki vinna frá sjö til eitt og taka þá fyrst hlé til hádegisverðar. 3. Frídagur. Jafnvel Guð almáttugur tók sér frí einn dag í viku þegar hann var að skapa heiminn, má þó ætla að hann hafi haft brjálað að gera ekki síður en bændur! Taktu einn frídag fast í viku. Ef þarf að gefa eða mjólka á að vera frí það sem eftir lifir dags, úr vinnufötunum takk! 4. Í sumarfrí, lengra frí að sumri á öðrum tíma er nauðsynlegt. Lengri frí hvíla hugann og gefa okkur möguleika á að koma til baka endurnærð og full af eldmóði, áhuga og gleði. Það er hægt að breyta um lífsstíl, listin er að vilja það og ákveða að gera það strax. Virtu sjálfa(n) þig og gefðu þér tækifæri til að hlaða batteríið og lífið verður árangursríkara, léttara og skemmtilegar. Heimild: Dr. Tal Ben-Shahar Listin að lifa – geðheilsa Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur Straumlaus? Forystufé er eitt af því einstaka sem við Íslendingar eigum, en forystukindur finnast hvergi annars staðar í heiminum. Um hæfileika þeirra eru til margar sögur sem sumar hverjar hafa verið skráðar, en aðrar lifa manna á meðal. Hinn 10. september 2012 skall á aftakaveður á Norður- og Norðausturlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir bændur og búfénað á svæðinu. Talið er að um tíu þúsund fjár hafi orðið úti. Ætla má að einhverjar kindur, jafnvel heilu hóparnir, hafi bjargast fyrir vit og dugnað forystufjár. Til að minnast þessa og varðveita sögur af forystufé, efnir verkefnisstjórn söfnunar- innar „Gengið til fjár“ til ritgerðasamkeppni í samvinnu við Bændablaðið og Landssamtök sauðfjárbænda. Skila má inn stuttum ritgerðum, sögum eða öðrum texta, að hámarki 1.000 orð að lengd. Þema keppninnar er forystufé og einstakir hæfileikar þess. Túlkun á viðfangsefninu er að öðru leyti í höndum þátttakenda. Dómnefnd mun meta innsenda texta og veitt verða þrenn verðlaun. 1. 100.000 kr. í peningum, haustlamb af forystukyni og gisting og máltíð fyrir tvo frá Ferðaþjónustu bænda. 2. Gistingu og máltíð fyrir tvo á Hótel Sögu. 3. Gisting og máltíð fyrir tvo á Hótel Geysi í Haukadal. 4. Verðlaunaafhending fer fram fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október 2013. Textum skal skilað til Lands- samtaka sauðfjárbænda (merkt „Forystufé“) Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík, fyrir 1. október 2013. Merkja ber hvern texta með dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer skal jafnframt fylgja í lokuðu umslagi auðkenndu dulnefninu. Öllum er heimil þátttaka. Áskilinn er réttur til að birta þau framlög sem hljóta verðlaun í Bændablaðinu. Ritgerðasamkeppni um forystufé Skinnin af tófunum sem Bergur Þór Björnsson frá Skriðufelli fellir fara ekki öll til spillis. Hér er hann með nokkur ansi myndarleg í þurrkun. Mynd / MHH Bergur með fjölda tófuskotta af dýrum sem hann hefur fellt. Kjötmatsmenn í sauðfjársláturhúsum á námskeiði: Frampartur fái aukið vægi í mati Samræmingarnámskeið fyrir kjöt- matsmenn í sauðfjár sláturhúsum var haldið á Hvamms tanga 26. ágúst síðastliðinn í slátur húsi SKVH og lauk með fræðslu- fundi og umræðum í kaffihúsinu Hlöðunni. Þátt takendur voru 22 og leiðbeinendur frá Matvælastofnun voru Stefán Vilhjálmsson og Páll Hjálmarsson. Samhugur var á námskeiðinu, sem var án efa gagnlegt. Flestir þátttakendur eru reyndir kjötmatsmenn en nokkrir eru nýliðar sem fá frekari leiðbeiningu hjá yfirkjötmatsmönnum í upphafi sláturtíðar og starfsþjálfun hjá kjötmatsmönnum viðkomandi sláturhúsa. Frampartur fái aukið vægi í mati Sú áherslubreyting var kynnt á námskeiðinu að frampartur fengi sama vægi í holdfyllingarmati og læri og hryggur, en undanfarið hefur minna tillit verið tekið til framparts við mat í holdfyllingarflokka. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar umræðu, meðal annars í nýstofnuðum samráðshópi Matvælastofnunar um kindakjötsmat, Kjötmatsráði kindakjöts. Þar eiga fulltrúa, ásamt Matvælastofnun, Bændasamtökin, Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamtök sláturleyfishafa og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Yfirkjötmatsmenn Matvæla- stofnunar sinna eftirliti með kjötmatinu í sláturtíðinni með tíðum heimsóknum í sláturhúsin. Þar er gerð úttekt á kjötmatinu og kjötmatsmönnum og leiðbeint til að tryggja sem best samræmi á landsvísu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.