Bændablaðið - 05.09.2013, Side 16

Bændablaðið - 05.09.2013, Side 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 Hlaupin eru lífsstíll – bóndasonur úr Bitru lengir lífið með langhlaupum og sigrum „Heima í Gröf var oft talað um þá sem voru léttir á fæti og þrekmiklir. Þeir voru hetjur og nutu mikillar virðingar í umræðunni við eldhúsborðið. Held þó að hlaup sem íþrótt hafi ekki verið mikið til umræðu,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og stofnandi og eigandi UMÍS ehf. Environice með meiru. Stefán segist hafa fengið hlaupaáhugann fyrst og fremst frá föður sínum, Gísla Gíslasyni bónda í Gröf. „Pabbi ólst upp áður en byrjað var að keppa í hlaupum að ein- hverju ráði, en sem krakki heyrði ég margar sögur af óvenjulegri getu hans á þessu sviði, bæði úr smalamennskum og af ótrúlegum ferðum hans þegar hann vann hvað mest við smíðar og fór á tveimur jafnfljótum á milli héraða með tól og tæki á bakinu. Hann hljóp líka meira og minna við fót þegar hann var að fara á milli staða og mér fannst hann rosalega fljótur! Ég held að ég hafi verið tólf ára þegar ég náði því fyrst að hlaupa hraðar en pabbi einhvern spotta. Þá var hann rúmlega sextugur. Einhvern tímann í seinni tíð heyrði ég það haft eftir pabba að það væri enginn vandi að hlaupa uppi rollur. Þær gæfust yfirleitt upp eftir einn eða tvo tíma. Eitthvað fannst mönnum fjarstæðukennt að hlaupa svo lengi samfellt en fyrir pabba var þetta bara hið sjálfsagðasta mál. Nákvæmni og mishæðótt braut Bræðurnir Stefán og Rögnvaldur, nú bóndi í Gröf, fóru ungir að halda sín eigin „frjálsíþróttamót“ heima. „Til að byrja með var aðallega keppt í langstökki og þrístökki. Við útbjuggum stökkgryfjur og sóttum sand í þær á dráttarvélinni, enda var Valdi orðinn flinkur vélamaður á þessum tíma. Svo útbjuggum við sérstaka mælistiku og mældum út mismunandi vegalengdir á vegunum gegnum túnin heima. Þá var hægt að fara að keppa í hlaupum. Reyndar minnir mig að ég hafi verið orðinn fjórtán ára þegar hlaupakeppnir voru farnar að tíðkast að ráði hjá okkur bræðrunum. Þá fékk ég líka úr með sekúnduvísi í fermingar- gjöf, sem gerði það mögulegt að taka tímann. Maður lagði bara af stað á heilu mínútunni og gat þá gert þetta nokkurn veginn með einnar sekúndu nákvæmni. Vorið 1972 þegar ég var 15 ára var ég farinn að hlaupa 800 m á um það bil 2:40 mín. 800 metra brautin var svolítið mishæðótt, en hún lá eftir veginum frá Grafargilinu út að Folaldslaut, nákvæmlega útmæld með mælistiku okkar bræðranna. Í tvídbuxum á hlaupabrautinni Stefán taldi sig vel undirbúinn eftir æfingarnar heima og mætti á sitt fyrsta héraðsmót þetta sumar 1972 og sigraði örugglega í 800 metra hlaupi á grasvellinum við Sævang. „Ég var íklæddur hlírabol sem mér hafði áskotnast á Reykjaskóla veturinn áður og tweedbuxum sem mamma hefur sjálfsagt verið nýbúin að kaupa á mig sem sparibuxur. Skótauinu er ég búinn að gleyma, en ég hafði ekki heyrt um ASICS þegar þetta var og gaddaskór komu ekki við sögu fyrr en ári síðar. Hins vegar átti ég örugglega ágæta strigaskó, því að svoleiðis skóbúnaður var ómissandi í sveitinni þegar unnið var í þurrheyi í góðu veðri eða hlaupið sér til skemmtunar.“ Stefán hóf nám í Mennta- skólanum við Hamrahlíð haustið 1973 og byrjaði þá að æfa frjálsar íþróttir með ÍR. „Ég entist að vísu ekki lengi í því og var aldrei meira en efnilegur. En hlaupin voru komin til að vera. Ég hef hlaupið eitthvað af og til síðan og aldrei misst heilt ár úr. Sumarið 1985 fór ég í mitt fyrsta almennings- hlaup og síðan hefur þeim fjölgað smátt og smátt og vegalengdirnar aukist.“ /AG Smaladagur í Gröf. Myndin er tekin í síðasta skipti sem Gísli Gíslason, faðir Stefáns, tók þátt í smalamennsku, en Mynd / Hallgrímur Gíslason. Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir Hönnunarsamkeppni til heiðurs íslensku sauðkindinni Verkefnastjórn söfnunarinnar „Gengið til fjár“ efnir nú til hönnunar samkeppni í samvinnu við Ístex og Landssamtök sauðfjár- bænda um gerð peysu úr íslenskri ull þar sem þema samkeppninnar er óblíð veðrátta. Þann 10. september 2012 skall á aftakaveður á Norður- og Norðausturlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir bændur og búfénað á svæðinu. Talið er að um tíu þúsund fjár hafi orðið úti. Eftir veðuráhlaupið sannaðist þó hið fornkveðna hversu íslenska ullin er einstök; hlý og einangrandi, því langt fram á haust fannst sauðfé á lífi sem grafist hafði í fönn. Í kjölfar óveðursins hrintu Landssamtök sauðfjárbænda af stað söfnunarátaki „Gengið til fjár“ vegna þess tjóns sem sauðfjárbændur á Norðurlandi urðu fyrir í óveðrinu. Fljótlega komu upp þær hugmyndir að efna til ritgerðasamkeppni um vitsmuni íslensku forystukindarinnar og hönnunarsamkeppni um peysu úr íslensku ullinni. Hönnun peysunnar skal endurspegla þema samkeppninnar um óblíða veðráttu og skilyrði er sett að að peysan sé úr íslenskri ull, sama hvort notað er band eða lopi, sauðalitir eða aðrir litir. Vegleg verðlaun í boði Fyrstu verðlaun eru 100 þús. kr., flugmiði fyrir tvo með Flugfélagi Íslands sem gildir á áfangastaði félagsins innanlands og gisting og kvöldverður á Icelandair hóteli. Önnur verðlaun eru 70 þús. kr og værðarvoð frá Ístex. Þriðju verðlaun eru 30 þús. kr og værðarvoð frá Ístex. Í dómnefnd sitja: Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, Hulda Hákonardóttir, Markaðs- og kynningarstjóri Ístex og Jóhanna E. Pálmadóttir, bóndi og framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands. Peysunum skal skilað til Ístex, Völuteigi 6, 270 Mosfellsbæ, fyrir 1. október 2013 merktum með dulnefni en nafn, heimilisfang og símanúmer látið fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Peysunum verður skilað að lokinni keppni. Verðlaunaafhending verður fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október 2013. Til stendur að efna til sýningar á öllum peysum sem sendar verða í keppnina. Markmiðið með þessari sam- keppni er að heiðra íslensku sauð- kindina og íslenska prjónahefð og stuðla að listiðnaði og hönnun. Uppskeruhátíð á Flúðum 7. september: Uppsveitahringurinn hlaupinn og hjólaður í annað sinn Uppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni er orðin árviss viðburður og verður að þessu sinni haldin laugardaginn 7. september. Sama dag er íþróttaviðburðurinn „Uppsveitahringurinn“ haldinn í annað sinn þar sem hlaupið og hjólað verður um uppsveitir Árnessýslu. Vegalengdirnar eru 10 km hlaup, 46 km hjólreiðar og 10 km hjólreiðar, sem eru ný grein í Uppsveitahringnum í ár, skráning á www.hlaup.is. Nánar um dagskrá uppskeruhátíðar á www. sveitir.is og Facebook. Lagt verður af stað frá Flúðum og hjólað í gegnum Skeiða- og Gnúpverjahrepp, þaðan yfir í Bláskógabyggð, í gegnum Laugarás og Reykholt, yfir brúna við Bræðratungu og inn á Flúðir í Hrunamannahreppi þar sem endamarkið verður staðsett. Hrunamannahreppur er mikil matarkista og á þessum degi kynna heima- menn og selja alls kyns framleiðslu og afurðir úr heimabyggð. Víða eru opin hús, margt að skoða og handverks- fólk og listamenn sýna verk og selja. Þakkargjörðarmessa er fastur liður í dagskránni enda mikilvægt að þakka fyrir það sem við erum svo heppin að fá að njóta. /MHH KAUPI BER Íslensk hollusta ehf islenskhollusta@islenskhollusta.is Sími 864-4755

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.