Bændablaðið - 05.09.2013, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013
Glóðafeykir er svipmikið fjall í
Skagafirði og eitt af kennileitum
fjarðarins. Fjallið er burstamyndað
séð úr vestri en mörgum þykir
það tilkomumest séð úr norðri
þar sem það rís eins og pýramídi
í Blönduhlíð. Hæð fjallsins er
nokkuð á reiki, enda er það í raun
tvítoppa, en samkvæmt Atlaskorti
Landmælinga Íslands telst fjallið
vera 853 metrar. Alltaf er talsvert
um að fólk gangi á fjallið og hefur
það smám saman aukist hin síðari
ár. Hins vegar hefur vantað upp á
að hægt sé að skrá komur sínar á
fjallið þegar upp er komið enda
engin verið gestabókin. Þar til fyrir
skemmstu.
Sindri Rögnvaldsson frá
Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð,
sem er næsti bær norður undan
fjallinu, réðst í það á dögunum að
koma fyrir aðstöðu fyrir gestabók
og smá brjóstbirtu á Glóðafeyki.
„Hugmyndin kviknaði fyrir um
fjórum árum, þegar ég gekk fyrst á
Feykinn. Mér fannst frekar leiðinlegt
að ekki skyldi vera nein gestabók eða
annað sem hægt væri að kvitta á fyrir
fólk sem færi þarna upp, því ég veit
að það er talsverð umferð á fjallið. Ég
fór að spyrjast fyrir og komst að því
að þegar reist var varða þarna uppi
var skilin eftir glerflaska í henni og
þar í nöfn þeirra sem hlóðu vörðuna.
Sú flaska er hins vegar glötuð. Þegar
ég kom þarna í fyrsta skipti varð ég
ekki var við neina slíka og ekki
heldur eftir það.“
Sindri fór í framhaldinu að velta
fyrir sér leiðum til að koma fyrir
varanlegri geymslu fyrir gestabók
á toppi fjallsins. „Ég spurðist fyrir
hjá Vélaverkstæði KS um hvort
hægt væri að smíða kassa undir
svona en við enduðum með að fá
rafmagnskassa sem notaður er úti
við, með þéttingum sem eiga að gera
hann alveg vatnsþéttan. Svo útbjuggu
þeir vélaverkstæðismenn festingar á
kassann ásamt aukahespum.“
Sindri fór síðan á stúfana
og fékk lánuð verkfæri hjá
byggingaverktökunum Friðriki
Jónssyni ehf. á Sauðárkróki, en
kraftmikla rafhlöðuborvél þurfti til að
bora festingar fyrir kassann í stein á
fjallinu. Tvær ferðir þurfti á fjallið til
að koma kassa og tækjum upp og fór
Sindri 10. ágúst síðastliðinn ásamt
föður sínum, Rögnvaldi Ólafssyni, til
að koma kassanum fyrir. Myndirnar
sem fylgja hér með eru úr þeirri ferð.
Nú er því hægt að kvitta fyrir komuna
á Glóðafeyki ásamt því að fá sér smá
hressingu á toppnum. /fr
Gestabók komið fyrir á
Glóðafeyki í Skagafirði
gestabókina á Glóðafeyki. Mynd / RÓ
Glóðafeykir séður úr norðri.
Í byrjun maímánuðar síðastliðins
opnaði Snæfell kjötvinnsla kjöt- og
fiskbúð á Egilsstöðum undir nafni
sínu. Voru það talsverð tíðindi og
aukin þjónusta við Héraðsbúa og
aðra Austfirðinga þar eð ekki hafði
verið starfsrækt kjöt- eða fiskbúð
á svæðinu um nokkurt skeið, frá
því að kjöt- og fiskborði var lokað
í versluninni Samkaupum fyrir um
þremur árum.
Viðtökur heimamanna hafa verið
afar góðar og ferðamenn hafa einnig
nýtt sér þjónustuna í sumar. Þá er
góður gangur í kjötvinnslunni sjálfri,
en auk þess að selja vörur sínar í
versluninni þjónustar Snæfell fjölda
veitingastaða, hótela og fyrirtækja á
Austurlandi.
Sláturfélag Austurlands er
eigandi kjötvinnslunnar Snæfells og
verslunarinnar einnig. Sláturfélagið er
samvinnu félag bænda á Austurlandi
og var það stofnað árið 2001. Upphaf-
lega voru hugmyndir um að félagið
endurvekti slátrun í slátur húsinu á
Breiðdalsvík og á félagið þá húseign.
Ekki hefur enn orðið af því að slík
starfsemi hefjist þar en árið 2010 var
tekin ákvörðun um að félagið hæfi
rekstur kjötvinnslu á Egilsstöðum
og varð það úr árið eftir.
Snæfell kjötvinnsla þjónustar
meðal annars Austurlamb, sem er
sölu kerfi þar sem neytendur geta
keypt lambakjöt beint af bændum á
Austurlandi. Hjá Snæfelli vinna þrír
starfsmenn yfir vetrartímann og eru
þá tveir í vinnslunni en einn í verslun.
Yfir sumartímann fjölgar þeim og eru
um 5-6 manns starfandi þá.
Á ferð blaðamanns um Austurland
á dögunum kom hann við í Snæfelli
kjötvinnslu og í versluninni. Ólafur
Kristinn Kristínarson framkvæmda-
stjóri tók á móti blaðamanni og ræddi
við hann um vinnsluna, verslunina og
þá skrýtnu stöðu að austfirsku kjöti sé
ekið fram og til baka um landið vegna
vöntunar á sláturhúsum fyrir austan.
Ekkert svínabú á Austurlandi
Ólafur segir að mikil áhersla sé
lögð á að nýta austfirskt hráefni
í vinnslunni og í versluninni hjá
Snæfelli kjötvinnslu.
„Nauta- og lambakjötið sem við
fáum er allt héðan að austan en þar
sem ekkert svínabú er rekið á Austur-
landi kemur svínakjöt annars staðar
frá. Fiskur í versluninni kemur ýmist
frá Borgarfirði eystri eða neðan af
Eskifirði. Þetta er því nokkuð sér-
austfirskt hjá okkur og við leggjum
áherslu á að sýna fram á sérstöðu
okkar enda er rekinn blómlegur
land búnaður á Austurlandi og mikil
útgerð á fjörðunum.“
Fleiri sláturhús vantar
Snæfell er eins og áður segir ekki
sláturhús heldur kjötvinnsla og því
þarf að fá kjöt úr sláturhúsum annars
staðar frá til vinnslu.
„Lambakjöt fáum við allt ofan af
Vopnafirði en þar er slátrað fé frá
Djúpavogi í suðri og að Vopnafirði
í norðri. Svo veltur þetta dálítið á
því hvort við kaupum nautakjötið
beint af bændum eða kaupum það
frá Vopnafirði. Þegar við höfum
keypt nautakjöt beint frá bændum
hefur því yfirleitt verið slátrað hjá
Norðlenska á Akureyri. Okkur vantar
augljóslega annað stórgripasláturhús
hér á Austurlandi og raunar væri til
mikilla bóta að hér væri sett á fót
annað sauðfjársláturhús. Næsta
slíkt fyrir utan Vopnafjörð er á Höfn
í Hornafirði. Það er hálf kjánalegt
að þurfa að flytja gripi til slátrunar
á Akureyri til þess eins að þurfa að
flytja þá aftur hingað austur,“ segir
Ólafur.
Gríðarlega góðar viðtökur
Kjötvinnslan Snæfell þjónustar meðal
annars fyrirtæki í ferðaþjónustu,
hótel og veitingastaði á Austurlandi
með kjötvöru, auk þess að selja
sínar vörur í versluninni. Verslunin
var opnuð 11. maí síðastliðinn og
Ólafur segir viðtökur heimamanna
hafa verið gríðarlega góðar.
„Þegar sem mest var af ferðafólki
hér í júlí fundum við líka mjög fyrir
því í versluninni en annars hefur nú
ekki verið mikil ásókn til okkar af
ferðamönnum, hún mætti að ósekju
vera meiri. Við gerðum ráð fyrir hærra
hlutfalli ferðafólks í versluninni, satt
að segja. Það er hins vegar töluvert
margt fólk neðan af Fjörðum sem
kemur og verslar við okkur.“
Aftur hægt að fá ferskan fisk og
kjöt
Ekki hefur verið rekin fisk- eða
kjötbúð á Egilsstöðum frá því að kjöt-
og fiskborði var lokað í versluninni
Samkaupum fyrir þremur árum.
„Á Austurlandi hefur hreinlega
ekki verið í boði að kaupa ferskan
fisk eða kjöt í verslunum þar til við
opnuðum hér í vor. Það var síðan
opnuð fiskbúð á Norðfirði í sumar í
kjölfarið á okkur þegar ljóst var orðið
að það væri grundvöllur fyrir svona
rekstri.“
Ólafur segir að rekstur Snæfells
gangi vel og ljóst sé að Austfirðingar
séu ánægðir með að geta keypt kjöt
og fisk úr heimabyggð, í heimabyggð.
„Ég á ekki von á öðru en að framtíðin
sé björt, viðtökurnar benda ekki til
annars.“ /fr
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari og skógarbóndi:
Afhenti ráðherra fyrsta eintakið af nýrri skógarbók
Á 16. aðalfundi Landssambands
skógareigenda sem fram fór
á Hótel Örk í Hveragerði um
síðustu helgi var formlega sett af
stað átaksverkefnið „Kraftmeiri
skógur“. Af því tilefni afhenti Lars
Lagerbäck, landsliðsþjálfari og
skógarbóndi í Svíþjóð, Sigurði Inga
Jóhannssyni landbúnaðarráðherra
fyrsta eintak af nýrri íslenskri
skógarbók, „Skógarauðlindin –
ræktun, umhirða og nýting“.
Verkefnið Kraftmeiri skógur er
fræðsluverkefni sem leggur áherslu á
að fjalla um skógrækt sem fjölskyldu-
fyrirtæki og nauðsyn þess að hlúa
vel að til að ná árangri. Þessu nýja
verkefni er ætlað að ná til sem flestra
skógareigenda á Íslandi með almennri
fræðslu, persónulegum heimsóknum,
útgáfu á kennsluefni, virkri heimasíðu
og ýmiskonar endurmenntun.
Grunnhugmynd að Kraftmeiri
skógi kemur frá verkefninu
Kraftsamling skog í Svíþjóð. Þar
hefur verkefnið verið í gangi í þrjú
ár og gengið vel. Lars Lagerbäck var
einn af þátttakendum í verkefninu þar
í landi sem skógareigandi, en hann
rækar skóg á 300 hekturum á sveitabæ
sínum í Svíþjóð. Nánari upplýsingar
um verkefnið er að finna á www.
skogarbondi.is.
/MHH
Kjötvinnslan Snæfell á Egilsstöðum:
Kjánalegt að þurfa að flytja
kjöt fram og til baka
– leggur áherslu á hráefni úr heimabyggð
Myndir / fr