Bændablaðið - 05.09.2013, Side 26

Bændablaðið - 05.09.2013, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 Elísabet Pétursdóttir, eða Bettý eins og hún er jafnan kölluð, er fjárbóndi á Sæbóli II á Ingjaldsandi. Þar er grösugur dalur með sendinni fjöru milli Barða og Hrafnaskálanúps yst við vestanverðan Önundarfjörð. Dalurinn er þó opinn fyrir norðanáttinni, sem oft getur verið ansi nöpur á þessum slóðum. Bettý hefur verið eini ábúandinn á Ingjaldssandi frá 2001 ásamt syni sínum Þór, sem verður 15 ára nú í haust. Fyrr á síðustu öld bjó hins vegar fjöldi fólks á nokkrum bæjum á Ingjaldssandi. Sem dæmi voru 502 íbúar í Mýrarhreppi sem Ingjaldssandur tilheyrði árið 1901, en aðeins 77 íbúar árið 1990. Það var ekki síst útræðið og hversu stutt var á góð fiskimið sem laðaði fólk að Ingjaldssandi, en breytingar á þjóðfélagsmynstrinu ollu að sama skapi hraðri fólksfækkun á seinni hluta síðustu aldar. Heiðin oft lokuð Vegur liggur til Ingjaldssands út með Dýrafirði hjá Núpi framhjá Gerðhamradal og um Sandheiði. Frá Núpi að bænum Sæbóli á Ingjaldssandi eru 23 km. Sú leið verður oft ófær vegna snjóa og þá verður Bettý að reiða sig á bát frá Flateyri ef mikið liggur við, eins og ef komast þarf á þorrablót. Þrátt fyrir að vera ein í dalnum þegar sonurinn er í skóla og innilokuð vegna snjóa langtímum saman og án tölvusambands segir hún einveruna ekki plaga sig. Hún reyni að njóta samvista eins og kostur er við fólk úr næstu fjörðum, Dýrafirði og Önundarfirði, og mikil samskipti séu þar á milli þó að um fjallveg þyrfti að fara og ófærð sé oft mikil. Helst segist hún óánægð með hvað póstþjónustan sé orðin döpur og snjómokstrinum og viðhaldi vega mætti líka vera betur sinnt. Póstþjónustan sé reyndar til háborinnar skammar og hún verði að sækja allan póst til dóttur sinnar á Flateyri ef hún fái ekki einhvern sem eigi leið til að grípa hann með sér. Vegna þessar skertu þjónustu ætti að greiða henni kílómetragjald en það dygði þó engan veginn fyrir eldsneyti til að sækja póstinn á Flateyri. Engin leið sé að fá gjaldið hækkað. Svo sé í þokkabót búið að leggja niður póstþjónustuna á Flateyri. Ábyrgðarpóstur með bréfdúfu? „Þeim tókst þó að senda mér ábyrgðarbréf hingað fyrir síðustu jól og sögðust verða að leggja þessa þjónustu niður þar sem hingað væri ómögulegt að komast þar sem óreglulega væri mokað á vetrum. Ég skrifaði þeim til baka og þakkaði þeim fyrir bréfdúfuna sem kom með ábyrgðarbréfið og sagði að það væri spurning hvort dúfan þeirra réði þá ekki við að kom með pakka til mín líka.“ Dapurt veðurfar í sumar Bændablaðið tók hús á Bettý í júlímánuði, en þá var dumbungsveður, um fjögurra stiga hiti og þoka niður fyrir miðjar hlíðar. Bettý lætur veðrið þó ekki svifta sig lífsgleðinni, en saknar þess að fá ekki meiri sól og þurrk fyrir heyskapinn. Sumarið hafi verið frekar dapurt hvað það varðar. „Það er búið að vera skítaveður. Það var nær ekkert hægt að láta fé út í sauðburði. Maður neyddist þó til þess á endanum að láta féð út þó að snjór væri yfir öllu. Sauðburður gekk svo sem ágætlega en ég er ansi smeyk um að tófan hafi tekið eitthvað af lömbum sem hurfu stuttu eftir að ég setti út.“ Mikil tófuplága – Er mikið af tófu hér í dalnum? „Já, alveg svakalega. Maður þarf ekki að vera lengi úti til að heyra í tófu. Þá var tófa með yrðlinga hér við girðingarnar um daginn og ég sendi strákinn til að athuga hvort hann fyndi einhver merki um lömb í urðinni þar fyrir ofan, því þá hafði heimalningur týnst. Það er orðið þannig að maður mætir tófu í annarri hverri ferð sem maður fer hér inn á heiði. Ef maður mætir þeim ekki þar, þá eru þær gargandi einhvers staðar í kringum mann þegar maður kemur út úr bílnum hér á hlaðinu. Ég var með gesti hér sem voru að mæta tófu á heiðinni og úti um allt. Í Önundarfirði lagðist tófan bara niður við vegkantinn þegar þeir óku hjá.“ Meira viðloðandi Ingjaldssand frá níu mánaða aldri Það lá beinast við að spyrja Bettý að því hvort hún væri búin að vera búsett lengi á Ingjaldssandi. „Ég var hér mikið á yngri árum og var að hluta alinn hér upp hjá ömmu minni á Sæbóli III. Ég var níu mánaða þegar ég kom hérna fyrst, en þá var mamma veik. Amma tók mig að sér og ég var hér mikið og var m..a í skóla hér í dalnum í tvo vetur. Svo fór ég inn á Flateyri í skóla, en þar búa mamma og pabbi. Ég er því búin að vera hér meira og minna með annan fótinn alla tíð. Maður fór að vísu í skóla og að vinna fyrir sér og bjó annars staðar um tíma. Ég kom þó alltaf heim í sauðburð, heyskap og göngur þegar ég gat því við komið. Í gamla daga var það útræðið sem var ein helsta ástæðan fyrir byggðinni hér. Ég þekki það vel, því bróðir hennar mömmu lagði t.d. mikið rauðmaganet á vorin. Eftir sauðburð var síðan stundaður sjórinn fram undir heyskap. Á haustin var svo veiddur meiri fiskur og saltaður. Eftir að rafmagnið kom hér um 1967 setti bóndinn á Hrauni upp frysti hjá sér þar sem allir gátu fengið að stinga inn einhverjum mat. Smám saman fór svo fólk að fá sér frystikistur og þá var aflað matar í þær.“ Áður nýttu bændur sér mikið fjörubeit Á bakkanum við fjöruna neðan við bæ Bettýar má sjá tóftir og eitt hús uppistandandi sem ætla mætti að hafi verið verbúð. Hún segir svo ekki vera heldur sé þetta hús sauðahús afa hennar sem nýtt hafi verið fyrir fjörubeit. Fleiri sauðahús hafi verið utar, sem sjórinn hafi á endanum skolað að mestu í burtu. Hún segir að í verbúðir hafi menn einkum farið úr Dýrafirði út á Fjallaskaga. Þar hafi verið betra að gera út og meira skjól fyrir norðanbriminu. Keypi jörðina á uppgangstíma í dalnum 1989 „Ég flutti hingað alkomin og keypti þetta árið 1989. Þá var allt að byggjast upp í dalnum, mikill hugur í bændum og verið að byggja upp refa- og minkarækt. Þá voru tveir bræður að byrja í loðdýraeldi uppi í Hrauni [Hraun fór í eyði 1995, insk. blm.] og ég reyndi að hefja loðdýrarækt hér en komst aldrei nema hálfa leið og varla það. Ég bjó þá með dönskum manni sem kom hingað sem loðdýraráðunautur. Síðan fór fljótlega að halla undan fæti í dalnum á ný og nú nota ég húsið fyrir vélageymslu og hænurnar mínar." Bettý segir að öll byggð hafi lagst af á Ingjaldssandi fyrir utan Sæból þegar móðurbræður hennar dóu sumarið 2001. Síðan hefur hún verið að mestu ein í dalnum ásamt syni sínum. Kvartar ekki undan einverunni – Er ekkert erfitt að vera hérna ein á veturna í dalnum? „Nei, en það er þó auðvitað mis- jafnt eftir vetrum. Hér er sólarlaust í tvo mánuði yfir veturinn og það koma hér tímabil sem ekkert er hægt að fara hér yfir heiðina vegna snjóa. Síðasti vetur var mjög erfiður á þann hátt að það voru aldrei stillur og erfitt að eiga við mokstur þar sem það skóf jafn óðum í slóðina. Það var því erfitt að fara á milli og ekkert hægt að stoppa þar sem það fyllti strax förin. Það snjóaði líka á frekar óvenjulegum stöðum. Það var t.d. gríðarlegur skafl í fyrstu beygjunni á Gerðhamradalnum áður en farið er á heiðina að vestanverðu, en síðan var auður vegur þar til komið var aftur í snjó ofar, sem samt var ekkert á við Elísabet Pétursdóttir hefur verið eini bóndinn á Ingjaldssandi síðan 2001: Kvartar ekki yfir einsemdinni en segist ekki ætla að verða ellidauð í dalnum Það var þoka niður í miðjar hlíðar á Ingjaldssandi og kaldur vindur blés úr norðri með 5 gráðu hita þó að hásumar væri samkvæmt almanakinu. Elísabet Pétursdóttir kallar ekki óþægilegt að vera ein í dalnum tímann. Meðan sonurinn er í skóla eru ekki aðrir til staðar á heimil inu með Bettý en hundarnir og heimilis kötturinn. Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.