Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013
Vinnslu kynbótamats í sauðfjárrækt
lauk nú í byrjun ágúst. Sú breyting
var gerð á vinnslunni frá fyrri
árum, að uppfæra kynbótamat
fyrir frjósemi byggt á gögnum
frá vorinu 2013. Tekin voru með
öll gögn frá bændum sem höfðu
skilað inn vorgögnum í byrjun
ágúst. Af þeim sökum var beðið
með að senda út haustbækur svo
nýjustu ætternisupplýsingar um
kynbótamat lambanna kæmu fram
í bókunum.
Vonandi eru flestir sauðfjár bændur
búnir að fá bækur í hendur núna en
vegna tafa í prentsmiðju dróst að
senda bækurnar út þar til í lok ágúst.
RML biðst velvirðingar á þeim töfum
sem urðu og mun kappkosta að slíkt
endurtaki sig ekki að ári.
Almennt um kynbótamat
Kynbótamatið er unnið annars vegar
fyrir afurðaeiginleika ánna (frjósemi
og mjólkurlagni) og kjötgæða-
eiginleika (fitu og gerð) hins vegar.
Á grunni þessa kynbótamats er reiknað
ætternismat fyrir öll lömb sem birtist í
haustbókunum. Við val ásetningslamba
geta þessar upplýsingar komið að
góðum notum. Í hverri fjárbók er
reiknað meðal ætternismat hvers
eiginleika hjá hjörðinni og prentað
neðst á hverja blaðsíðu. Gripir sem
hafa hærra ætternismat en meðaltal
bókarinnar eru þannig vænlegri til
kynbóta en þeir sem hafa ætternismat
lægra en meðaltalið. Það er svo hvers
og eins bónda að meta hvaða áherslur
hann vill leggja á einstaka eiginleika
á sínu búi.
Kynbótamat sæðingastöðvahrúta
Í meðfylgjandi töflu er að finna
kynbótamat þeirra sæðingastöðva-
hrúta sem voru í notkun síðasta vetur
og eiga lömb í tuga og hundraða tali
um allt land nú í haust. Heildar einkunn
er reiknuð með sama hætti hér og í
hrútaskrá síðasta árs, þ.e. jafnt vægi
á kynbótamat fyrir kjötgæði, frjósemi
og mjólkurlagni.
Almennt tekur kynbótamat
sæðingastöðvahrúta talsverðum
breytingum eftir eitt ár í notkun á
sæðingastöð enda yfirleitt gríðarlega
mikið magn nýrra upplýsinga sem
bætist við eftir fyrsta ár í notkun. Á
heimasíðu RML má finna ítarlega
samantekt um kynbótamatið þar sem
gefin er lýsing á hverjum hrút fyrir
sig og það því ekki rakið nánar hér í
þessari grein. Bændur eru hvattir til
að kynna sér þessar upplýsingar og
þá sérstaklega hvort miklar breytingar
hafi orðið á kynbótamati þeirra hrúta
sem þeir notuðu síðasta vetur.
Vinnsla kynbótamats
á komandi hausti
Á aðalfundi LS fyrr á þessu ári
var samþykkt ályktun þess efnis
að bændur ættu möguleika á að fá
uppreiknað kynbótamat fyrir fengitíð
ef haustgögnum yrði skilað tímanlega.
RML ætlar að framkvæma aukakeyrslu
á kynbótamati um mánaðamótin
nóvember/desember til að koma
til móts við þessa beiðni. Þeir sem
skila bókum inn til skráningar verða
þá að skila þeim fyrir 15. nóvember.
Líkt og með vorbækur verður veittur
25% afsláttur af skráningargjöldum
á bókum sem koma fyrir þennan
tíma en þeir sem eru í netskilum hafa
frest til 30. nóvember svo að tryggt
sé að gögnin nái inn í útreikning
kynbótamats. Rétt er að ítreka að
dagsetningar þessar hafa ekkert með
þátttöku í gæðastýringu að gera en
einhvers misskilnings gætti með það
hjá skýrsluhöldurum fyrr í sumar
varðandi skil vorgagna.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Kynbótamat í
sauðfjárrækt
Hyrndir hrútar:
Nafn Númer Fita Gerð Kjötgæði Mjólkurlagni Frjósemi Heild
Púki 06-807 121 106 115 106 113 111
Stáli 06-831 136 115 128 108 103 113
Grábotni 06-833 123 125 124 110 113 116
Prófastur 06-864 119 107 114 107 105 109
Jökull 07-844 120 129 124 98 102 108
Blakkur 07-865 119 114 117 110 109 112
Kvistur 07-866 117 117 117 102 106 108
Snær 07-867 137 111 127 108 99 111
Knapi 07-868 147 116 135 105 114 118
Borði 08-838 115 134 123 105 92 107
Kjarkur 08-840 121 110 117 116 112 115
Guffi 08-869 124 120 122 103 110 112
Hergill 08-870 110 132 119 101 101 107
Þróttur 08-871 121 130 125 100 103 109
Þristur 08-872 118 104 112 105 116 111
Tenór 08-873 140 109 128 103 116 116
Seiður 09-874 131 110 123 101 99 108
Ás 09-877 119 129 123 107 96 109
Bassi 09-878 120 128 123 95 113 110
Gaur 09-879 130 120 126 118 107 117
Gumi 09-880 117 100 110 118 118 115
Rafall 09-881 115 117 116 105 108 110
Snævar 10-875 115 113 114 105 100 106
Stakkur 10-883 144 115 132 111 107 117
Grámann 10-884 121 121 121 111 104 112
Soffi 10-885 117 112 115 105 94 105
Birkir 10-893 124 134 128 110 93 110
Drífandi 11-895 105 125 113 103 115 110
Prúður 11-896 110 135 120 103 112 112
Kollóttir hrútar:
Nafn Númer Fita Gerð Kjötgæði Mjólkurlagni Frjósemi Heild
Steri 07-855 103 125 112 114 100 109
Brjánn 08-856 119 111 116 96 108 107
Forði 08-858 130 100 118 105 114 112
Ljúfur 08-859 130 100 118 110 107 112
Sigurfari 09-860 116 114 115 101 106 107
Dalur 09-861 142 95 123 110 106 113
Höttur 09-887 110 127 117 101 111 110
Glæsir 09-888 126 121 124 111 104 113
Strengur 09-891 121 114 118 117 101 112
Dolli 09-892 138 99 122 113 135 123
Svali 10-862 121 122 121 104 114 113
Baugur 10-889 137 114 128 105 98 110
Kroppur 10-890 111 136 121 104 100 108
Kynbótamat sæðingastöðvahrúta 2013
Út er kominn geisladiskurinn
Fögur er jörðin, þar sem
Óskar Guðnason hefur tekist
það verk á hendur að semja
lög við ljóð skáldkonunnar
Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð
í Lóni.
Seinni hluta árs 2009 gaf
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
út ljóðabókina Bréf til næturinnar,
sem var fyrsta heildarútgáfa með
ljóðum Kristínar. Sú bók hefur
notið óvenjumikilla vinsælda af
ljóðabók að vera og hlaut hún
einnig lofsamlega gagnrýni.
Lagahöfundurinn Óskar er frá
Höfn í Hornafirði og dvaldi ungur
í sveit í Lóninu.
Eftir að hafa lesið um útgáfu
bókar Kristínar og síðar bókina
sjálfa hóf hann
að semja lög við ljóðin og er
afraksturinn fimmtán
laga platan Fögur
er jörðin. Mikið
einvalalið kemur að
gerð plötunnar ásamt
Óskari og má þar nefna
að stórsöngkonan
Ragnheiður Gröndal
syngur á plötunni,
sem og leik- og
söngkonan þekkta
Arnbjörg Hlíf
Valsdóttir.
Diskinn má fá í
ýmsum plötubúðum
en einnig má kaupa
hann beint hjá
Óskari á netfanginu
oskargold@hotmail.com eða í síma
663 8603.
Fögur er jörðin
Styrkir til rannsókna
og þróunarverkefna
í nautgriparækt
Bændasamtök Íslands auglýsa hér með eftir umsóknum
um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt
samkvæmt verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um
ráðstöfun fjár til rannsókna og þróunarverkefna í naut-
griparækt, sbr. augl. nr. 316/2012.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
Tímaáætlun verkefnisins
Fjárhagsáætlun verkefnisins.
Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni.
Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar
Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga Björnsdóttir, for-
maður fagráðs í nautgriparækt. bessast@simnet.is
Umsóknum skal skilað fyrir 1. október nk. til Bændasam-
taka Íslands, Bændahöllinni v/ Hagatorg, 107 Reykjavík,
merktum: Umsókn um þróunarfé)
Bændasamtök Íslands,
Bændahöllinni við Hagatorg,
107 Reykjavík