Bændablaðið - 05.09.2013, Side 42

Bændablaðið - 05.09.2013, Side 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Nú hallar sumri og uppskeran er komin í hús. Við framlengjum sumarið með léttu tómatsalati en bjóðum haustið velkomið með ylvolgri tómatsúpu. Tómatsalat með íslenskri hráskinku Gott salat með parmesanosti, hráskinku og radísum Innihald: › Nokkur salatblöð eða salatblanda › 2 stk. radísur › 2 stk. tómatur › 3 sneiðar hráskinka › 30 g parmesanostur › ½ skalottlaukur › 2 msk. hunang › 2 msk. ólífuolía › 2 msk. límónusafi › salt og pipar Aðferð: Tómaturinn er skorinn í netta bita, radísurnar í sneiðar og hráskinkan rifin niður. Þetta er allt sett ofan á salatbeð. Hunangi, ólífuolíu og límónusafa hrært saman og svo smátt söxuðum skalottlauk bætt út í. Saltið og piprið. Tómatbætt kjúklinga- og grænmetissúpa Innihald: › 1 stk. rauðlaukur › 1 stk. gulrót, meðalstór › ½ stk. seljurót › 8 stk. hvítlauksrif › 2 stk. paprika › ½ dl ólífuolía til steikingar › 4 msk. tómatmauk (puré) › 400 g tómatar, niðursoðnir › 4 msk. fennikkufræ › 1 msk. timjan (garðablóðberg) › 1 dl klettasalatpestó (klettasalat, olía og hvítlaukur, má setja hnetur og allt unnið saman í matvinnsluvél). › 1 l vatn › 400 g kjúklingabringur › 4 msk. ólífuolía til steikingar á kjúklingi Aðferð: Skerið grænmetið í teninga, léttbrúnið á pönnu eða í potti (í skömmtum ef þarf), bragð- b æ t i ð með salti og pipar. Snöggs t e ik ið kjúklingakjötið og bragðbætið með salti og pipar. Skerið það svo í teninga og bætið út í súpuna ásamt öðrum efnum. Sjóðið við hæga suðu í 30 mínútur. Fleytið ofan af súpunni meðan á suðunni stendur og látið hana svo standa í 5-10 mín. áður en hún er borin fram. Berið gjarnan fram með grófu brauði eða stökkum brauðstöngum og klettasalatpestói. Kraftmikið íslenskt grænmeti í bland við úrvalskjöt MATARKRÓKURINN BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Árið 2003 kom Bjarni Másson inn í búreksturinn í Háholti með foreldrum sínum, Má Haraldssyni og Margréti Steinþórsdóttur. Árið 2007 tók Bjarni alfarið við búrekstrinum ásamt Bryndísi Evu Óskarsdóttur. Síðan þá hafa þau fjölgað fénu um helming. Þau reka einnig verktakafyrirtækið Búið & gert ehf. samhliða búrekstrinum. Býli? Háholt. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ábúendur? Bjarni Másson og Bryndís Eva Óskarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Eigum einn son, Má Óskar 2 ára. Þrír smalahundar, Askur, Neró og Milos – og veiðikötturinn Branda. Stærð jarðar? Um 160 ha og leigjum einnig 15 ha af túnum á nágrannajörð. Gerð bús? Sauðfjár- og hrossa- ræktarbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 450 vetrarfóðraðar kindur, 40 hross og 10 hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru mjög mismunandi milli árstíða. Yfir vetrartímann er byrjað og endað á gegningum, þess á milli eru almenn bústörf. Á sumrin eru dagarnir marg- breytilegir en fara mikið eftir verkefnastöðunni hjá Búið & gert. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður, heyskapur og smala- mennskur. Leiðinlegast er að glíma við njólann. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum fyrir okkur að rækta meira, fjölga búfé og bæta húsakost. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Við teljum að þau mál séu á góðu róli þó að alltaf megi gera betur. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Við teljum að hann eigi bjarta framtíð fyrir sér ef menn standa vörð um að ganga ekki í ESB og að það verði auðveldara fyrir ungt fólk að hefja búskap. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru víða, við teljum að það sé hægt að flytja meira út af bæði kjöti og mjólkurvörum. Og nýta okkur hreinleika afurðanna í markaðssetningunni. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Súrmjólk, mjólk, smjör, ostur og kæfa. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Folaldakjöt og íslensk kjötsúpa. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fjallferðin haustið 2007 rennur seint úr minni, en hún var mjög erfið vegna mikilla rigninga og vatnavaxta. Það var einnig eftirminnilegt þegar við keyptum 40 ær frá Sandlæk og settum þær inn í nýbreytt fjárhús. Háholt Már Óskar.Bryndís og Bjarni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.