Bændablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 2

Bændablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 2
2 Fréttir Á árlegri ráðstefnu bænda í Englandi og Wales í síðustu viku, sem er þeirra búnaðarþing, var upplýst að verslanakeðjan risa- vaxna Tesco hefði lofað að snúa sér alfarið til breskra bænda varðandi innkaup á kjúklingum. Kemur þetta fram í breska bændablaðinu Farmers Weekly. Forstjóri Tesco, Philip Clarke, hélt ræðu á ráðstefnunni og upp- lýsti að fyrirtækið væri nú að fara í naflaskoðun á innkaupakeðju sinni í kjölfar hrossakjötshneykslisins sem skekið hefur matvörumarkaðinn í Evrópu. Mun eingöngu versla við breska kjúklingabændur „Þetta mun fela í sér gerð lengri samninga, meira gegnsæi og skipun stjórnenda á landbúnaðarsviði. Fyrsta skrefið sem ég kynni er að frá júlí munu öll okkar innkaup á kjúk- lingum koma frá breskum bændum. Á því verða engar undantekningar,“ segir Clarke. „Við munum líka með tímanum reyna að tryggja að allur kjúklingur í okkar verslunum, hvort sem hann er frosinn eða ferskur, komi frá Bretlandseyjum. Þessi yfirlýsing felur í sér meiriháttar breytingu á því hvernig Tesco leitar að vörum sem við seljum,“ sagði forstjórinn. Hann kallar einnig eftir því að úrvinnslufyrirtækin vinni betur með bændum og verslunum. „Þau eiga ekki að hindra það að Tesco og bændur tali saman milliliðalaust.“ Segir innflutta kjúklinga ekki alltaf uppfylla kröfur Tesco gerir ráð fyrir að viðskipta- samningar við birgja verði að lág- marki til tveggja ára til að tryggja framleiðendum aukið öryggi. „Innfluttir kjúklingar uppfylla ekki alltaf breskar kröfur um dýra- velferð og umhverfissjónarmið. Nú geta viðskiptavinir okkar verið full- vissir um að þegar þeir velja Tesco- kjúkling eru þeir að styðja innlenda framleiðslu og kröfuharðan gæða- staðal í þeirri framleiðslu.“ Duncan Priestner, formaður kjúklingaráðs NFU, landssamtaka breskra bænda, spurði forstjórann hvort Tesco myndi þá borga sann- gjarnt verð fyrir kjúklingana. Clarke svaraði því til að miklir afslættir til neytenda hefðu verið nauðsynlegir til að koma til móts við neytendur sem hefðu minni ráðstöfunartekjur en áður. Hann viðurkenndi þó að þau viðskipti stæðu ekki undir sér til lengri tíma litið, en bætti við að verslun snerist ekki bara um verð. /HKr. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, fór fór yfir söluþróun á dilkakjöti á liðnum áratug á aðalfundi Félags sauðfjár bænda í Eyjafirði á dög- unum. Sagði hann út flutning hafa rokið upp frá árinu 2009. Hann hefði hins vegar minnkað heldur á ný frá því sem var í fyrra. Noregur er sem fyrr dýrmætasti markaðurinn og gefur hæsta verð fyrir afurðina en Bretland kemur þar á eftir. Þórarinn sagði Evrópumarkað mjög dapran um þessar mundir vegna efnahags lægðar. Bandaríkjamarkaður væri líka verðmætur og myndi eflaust stækka til fram tíðar litið, á þann markað fór 5% útflutningsmagns í fyrra og skilaði í heild 14% af verð mæti alls útflutnings. Heildar- verðmæti úflutnings á liðnu ár nam 3,1 milljarði. Óveðursbætur Fram kom í máli Þórarins að Bjargráðasjóður hefði greitt út bætur fyrir um 9.000 gripi í kjölfar óveðurs- ins síðastliðið haust, en búast má við að tjón nái til um 10 þúsund gripa í sex sýslum. Söfnun samtakanna fór yfir 38 milljónir króna og er búið að greiða þær út, 35 milljónir af söfnun- arfénu fóru til bænda en afgangur til björgunarsveita. Bjarni E. Guðleifsson sem var í þriggja manna starfshópi um beitar- stjórnun og sjálfbæra nýtingu hélt erindi um efnið á aðalfundinum, en gæðastýring sem stefnt er að á að stefna sauðfjárrækt í átt að vistvænni ræktun. Fór hann á fundinum yfir helstu tillögur nefndarinnar. Starfsemi BSE Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli ræddi um breytingar á ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og starfi Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, sem hann hefur verið í forsvari fyrir. Bað hann menn að velta fyrir sér hvernig þeir sæju framtíðarstarfsemi búnaðarsambands- ins fyrir sér, en m.a. stendur jafnvel til að sæðingar verði fluttar frá sam- bandinu og því spurning hvað eftir stendur af starfseminni. Aðalfundur BSE verður haldinn í næsta mánuði. Þá voru á fundinum samþykktar tillögur, m.a. var stjórn LS hvött til að hefja vinnu við endurskoðun á opin- berum stuðningi greinarinnar með það markmið að auðvelda nýliðun. Eins var stjórnin hvött til að hefja umræðu um breytingar á ásetnings- hlutfalli úr 0,6 í allt að 1,0. – Sjá meira frá fundinum á bls. 4. /MÞÞ Þórarinn Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, á aðalfundi Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði: Útflutningur rauk upp eftir 2009 en er heldur að dragast saman Afleiðing hrossakjötshneykslisins á ráðstefnu bænda í Englandi og Wales – NFU Conference 2013: Verslanakeðjan Tesco lofar að kaupa eingöngu kjúklinga framleidda af breskum bændum – Hættir innflutningi kjúklinga til að tryggja gæði og vill með því endurreisa traust viðskiptavina Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Fær heimild til gjaldtöku Atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur staðfest að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins ehf. hefur heimild til þess að innheimta að hámarki kr. 5.000 auk virðisaukaskatts pr. klst. fyrir vinnu að sérfræðistörfum sem falla undir búnaðarlög (skv. 7. gr. búnaðarlagasamnings, dags. 28. sept. 2012, sbr. 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998, með síðari breytingum). Ný gjaldskrá kemur í stað gild- andi gjaldskrár fyrir þjónustu sem Bændasamtök Íslands hafa veitt samkvæmt búnaðarlagasamningi (gjaldskrá nr. 1079/2008) auk sam- bærilegra gjaldskráa búnaðarsam- bandanna vegna þjónustu sem fellur undir búnaðarlög. Að sögn forsvarsmanna RML verður ný gjaldskrá kynnt áður en langt um líður en hún er í vinnslu. Búnaðarþing 2013: Skapa þarf ný tækifæri Nauðsynlegt er að kann- aðar verði leiðir til að skapa nýja möguleika í lánamálum í landbúnaði. Mikil þörf er á því til að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun innan greinarinnar. Þetta er inntak ályktunar sem Búnaðar- þing 2013 samþykkti um fjármögnun í landbúnaði. Talsverðar umræður spunnust um málið enda þótt þingfulltrúar lýstu sig sammála ályktuninni. Meðal annars var því velt upp af fleiri en einum þingfulltrúa sem í pontu kom hvort þarft og mögulegt væri að breyta því fyrirkomulagi sem tíðkast varðandi það að bændur þyrftu að kaupa sig inn í kerfi ríkisstuðnings, í þeim greinum þar sem það ætti við. Það væri þungur baggi sem hamlaði eignamyndun bænda sem væru í rekstri og aðkomu nýrra aðila inn í greinarnar. Þá var bent á að aðgengi að lánsfé væri ærið misjafnt eftir búgreinum og jafnvel landshlutum. Í ályktuninni eru nefndar leiðir til að vinna að markmiðunum. Því er beint til stjórnar Bændasamtakanna að láta gera faglega greinargerð um möguleika á fjármögnunarkostum, þar á meðal kosti skuldabréfaútgáfu. Einnig þurfi að kanna möguleika Lífeyrissjóðs bænda til aukinnar þátttöku í fjármögnun, t.a.m. með stofnun rekstrarlánadeildar. /fr Philip Clarke, forstjóri Tesco. Mynd / Birna Hólmgeirsdóttir Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.