Bændablaðið - 07.03.2013, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 20134
Fréttir
„Öfgar í veðurfari hellast yfir
okkur með látum allt árið um kring,
misjafnlega þó eftir því hvar við búum,“
sagði Birgir Arason, bóndi í Gullbrekku
í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags
sauðfjárbænda við Eyjafjörð, en hann
gerði náttúruöflin að umtalsefni þegar
hann setti aðalfund félagsins nýverið.
„Liðið ár var bæði gjöfult og gott,
en sýndi jafnframt sínar verstu hliðar,“
sagði Birgir og nefndi að aðstæður
manna væru misjafnar, t.d. bara
innan Eyjafjarðar. „Þegar snjór huldi
jörð sums staðar á miðjum sauðburði
kom varla dropi úr lofti annars staðar.
Þurrkar léku marga bændur grátt og
virtist sem úrkoman fyndi sér enga leið
til jarðar þótt hún svifi yfir vötnum og
þar af leiðandi varð heyfengur minni
en gengur og gerist.“
Fetuðu sig gegnum skafla
veðurguðanna af æðruleysi
Fannfergið sem kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti í byrjun september setti
líf manna og dýra úr skorðum, óslegin
tún sem bændur höfðu beðið með að
slá vegna þurrka lentu undir snjó og allt
gangnaskipulag fór úr skorðum þar sem
fyrstu göngum var víða ólokið þegar
veðrið skall á. Bændur gátu lítið aðhafst
en voru ekki í rónni. Þeir hafi tekist á
við aðstæðurnar og fetað sig gegnum
skafla veðurguðanna af æðruleysi.
Birgir nefndi að fjárskaðar hafi orðið
ótrúlega litlir í Eyjafirði miðað við
snjómagn. Búfé var tekið á hús mun fyrr
en undangengin ár allt vegna aðstæðna.
Tíð ólík eftir svæðum
„Gest bar að garði sem hafði orð á því
að ólíkt hefðust bændur að. Í Eyjafirði
væru bændur á fullu í heyskap meðan
Þingeyingar mokuðu fé upp úr snjó.
Það þarf ekki um langan veg að fara
til þess að verða vitni að því hversu
ólík tíðin getur verið. Í innstu dölum
Eyjafjarðarsveitar þessa dagana er til
að mynda nánast alauð jörð á láglendi
og grænn litur komin á tún, á meðan
snjór og klaki liggur yfir neðri hluta
sveitarinnar og út með firðinum og
dölunum þar inn af. Þar sem klaki
hylur jörð hafa menn áhyggjur af
kalskemmdum en á snjóléttari svæðum
hafa menn áhyggjur af ofþornun á
jörðum sínum,“ sagði Birgir og vænti
betri tíðar með blóm í haga. /MÞÞ
Ráðstefnan Landsýn – Vísindaþing landbúnaðarins verður haldin á
Hvanneyri þann 8. mars. Ráðstefnan hefst klukkan 10.00 og verða
fjórar samhliða málstofur. Málstofurnar eru:
Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur
gerst og hvað getur gerst
Fóður og fé
Ástand og nýting afrétta
Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla
Klukkan 15.30 hefst veggspjaldakynning.
Nánari upplýsingar um dagskrá, um skráningu á ráðstefnuna og fleira
er að finna á síðunni http://www.skrina.is/landsyn
Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00 og frá
Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti kl. 8.20. Farið verður til
baka frá Hvanneyri milli kl. 16.30 og 17.00.
Búnaðarþing 2013 ítrekar
andstöðu sína við aðild að
Evrópu sambandinu og telur að
hagsmunum Íslands sé betur
borgið utan sambandsins. Jafn-
framt geldur þingið varhug við
áhrifum af innstreymi fjármagns
frá sambandinu sem ætlað sé að
hafa áhrif á viðhorf til aðildar.
Þetta kemur fram í ályktun sem
samþykkt var samhljóma á þinginu.
Í ályktuninni eru varnarlínur
þær sem Bændasamtökin hafa
dregið upp áréttaðar og fari svo
að umsóknarferlinu verði haldið
áfram sé mikilvægt að þær verði
áfram grundvallarsjónarmið í gerð
samningsafstöðu Íslands.
Ljóst er að Ísland verður að
undirgangast sáttmála Evrópu-
sambandsins, verði af aðild, og
engar varanlegar undanþágur eru í
boði. Því eru svokallaðar samninga-
viðræður eingöngu aðlögun að
regluverki Evrópusambandsins, segir
í ályktuninni.
/fr
Andstaða við ESB-aðild ítrekuð
á búnaðarþingi
Íbúafundur var haldinn í Ýdölum
vegna draga að nýrri búfjár-
samþykkt fyrir Þingeyjarsveit,
sem hafa verið til meðferðar hjá
sveitar stjórn í vetur. Fundurinn
var haldinn til þess að fá fram
skoðanir íbúa í Þingeyjar sveit
vegna draganna, en lagt er til að
lausagöng ubann í gamla Aðaldæla-
hreppi verði aflagt. Einnig er lagt
til að lausagöngubann verði í þétt-
býliskjörnum sveitar félagsins.
Frummælendur á fundinum
voru Ólafur Dýrmundsson, ráðu-
nautur hjá Bændasamtökum
Íslands, Daði Lange Friðriksson
frá Land græðslunni og Anna Lilja
Ragnarsdóttir, lögfræðingur hjá VÍS.
Einnig voru viðstaddir fulltrúar frá
Vegagerðinni og lögreglunni. Allir
sveitarstjórnarfulltrúar Þingeyjar-
sveitar voru viðstaddir fundinn
auk sveitarstjóra Þingeyjarsveitar,
Dagbjartar Jónsdóttur, sem stjórn-
aði fundinum. Tæplega 100 manns
mættu til fundarins í Ýdölum. Þetta
kemur fram á vefsíðunni 641.is.
Í núverandi búfjársamþykkt
fyrir Þingeyjarsveit er ekki í gildi
lausagöngubann. Hins vegar er í
gildi bann við lausagöngu stór-
gripa (kýr/hestar) í Aðaldælahreppi
hinum forna, sem sameinaðist
Þingeyjarsveit fyrir nokkrum árum.
Í drögum að nýrri búfjársamþykkt
fyrir Þingeyjarsveit er lagt til að
bann við lausagöngu stórgripa í
Aðaldælahreppi hinum forna verði
aflagt, en lausagöngubanni stór-
gripa komið á í þéttbýliskjörnunum
á Laugum, við Hafralækjarskóla og
við Stórutjarnaskóla.
Búfjársamþykktir sniðnar að
aðstæðum
Í máli Ólafs Dýrmundssonar ráðu-
nautar kom fram að sveitarstjórnir
gætu sniðið sínar búfjársamþykktir
að aðstæðum í viðkomandi sveitar-
félagi og til dæmis sett bann við
lausagöngu stórgripa, eða allri
lausagöngu, á afmörkuðu svæði, en
leyft lausagöngu á öðrum. Í þéttbýlis-
sveitarfélögum er lausaganga alls
búfjár yfirleitt bönnuð og í nokkrum
sveitarfélögum er lausaganga stór-
gripa bönnuð í þéttbýliskjörnum og
við ákveðna vegarkafla. Í máli Ólafs
kom fram að lausaganga alls búfjár
væri yfirleitt ekki bönnuð í dreif-
býlissveitarfélögum á landinu. Slíkt
bann væri óraunhæft, vegna þess
hversu misjafnar aðstæður væru á
milli sveitarfélaga. Mjög víða sé ekki
hægt að koma upp gripheldum girð-
ingum, m.a. til fjalla, og eins væri
gríðarlega kostnaðarsamt að koma
upp girðingum þar sem sveitarfélög
væru mörg hver gríðarlega landmikil.
Búfjáreigandi ábyrgur ef
lausaganga er bönnuð
Anna Lilja Ragnarsdóttir, lög-
fræðingur hjá VÍS, útskýrði í stuttu
máli muninn á tjónum sem kunna
að hljótast af því þegar ekið er á
búfénað í sveitarfélagi þar sem
lausaganga er bönnuð og þar sem
hún er ekki bönnuð. Í sveitarfélagi
þar sem lausa ganga er ekki bönnuð er
öku maður ökutækis yfirleitt ábyrgur
fyrir tjóninu. Ef lausaganga er hins
vegar bönnuð er búfjáreigandinn
ábyrgur, nema því aðeins ef hann
sé með sérstaka bænda tryggingu
sem VÍS býður bændum upp á. Þá
er tjóninu oftast deilt á báða aðila
að frádreginni eigin áhættu búfjár-
eigandans, nema ásetningur sé sann-
aður á annan hvorn aðilann. Þetta er
þó ekki algilt.
Lausaganga stórgripa verði
bönnuð
Daði Lange Friðriksson frá Land-
græðslunni flutti einnig stutt fram-
söguerindi og minnti á athugas emdir
sem hann sendi inn við vinnslu drag-
anna, en hann gerði m.a. athugasemd
við að fyrri samþykkt um lausagöngu
stórgripa í Aðaldal yrði felld úr gildi
og lagði til að lausaganga stórgripa
yrði bönnuð í Þingeyjarsveit.
Að framsöguerindum loknum var
opnað á fyrirspurnir úr sal. Fram kom
að við vinnslu draganna síðastliðið
sumar hefði verið leitað umsagnar
búnaðarfélaga í Þingeyjarsveit um
drögin. Í þeim umsögnum voru
lagðar til orðalagsbreytngar en að
öðru leyti voru ekki lagðar til stórar
breytingar á drögunum. Ljóst er að
veggirðingum eru sums staðar illa
sinnt og dæmi eru um göt á þeim
á sumum jörðum. Nefndu menn
veginn yfir Víkurskarð sem dæmi.
Lagt var til við sveitarstjórn
á fundinum að hafa samráð við
Vegagerðina og Landgræðslunna
við frekari vinnslu draganna. Íbúar
í Þingeyjarsveit geta sent inn til
sveitarstjórnar tillögur/breytingar á
fyrirliggjandi drögum að búfjársam-
þykkt. /MÞÞ
Íbúafundur í Þingeyjarsveit um nýja búfjársamþykkt:
Lausagöngubann verði aflagt
í gamla Aðaldælahreppi
– Einnig lagt til að lausagöngubann verði í þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu
Framleiðsluverðmæti landbúnaðar
51,8 milljarðar árið 2011
Framleiðsluverðmæti landbún-
aðarins árið 2011 er áætlað 51,8
milljarðar króna og jókst um
10,2% að nafnverði frá fyrra ári.
Aukning framleiðsluverðmætis
nytjaplantna var 2,2%, en fram-
leiðsluverðmæti afurða búfjárræktar
jókst um 13,2%. Aðfanganotkun
jókst á sama tíma um 7,8% að
nafnverði, var 34,6 milljarðar árið
2011, og vergt vinnsluvirði jókst um
15,3%, í 17,1 milljarð.
Hagstofa Íslands gefur nú í
fyrsta sinn út hagreikninga fyrir
atvinnugreinina landbúnað í sam-
ræmi við alþjóðlega aðferðafræði.
Reikningarnir gefa yfirsýn yfir
tekjur, gjöld og afkomu greinarinnar
í heild sinni á tímabilinu 2007 til
2011.
Landsýn – Vísindaþing
landbúnaðarins
Í drögum að nýrri búfjársamþykkt fyrir Þingeyjarsveit er lagt til að bann við lausagöngu stórgripa í Aðaldælahreppi
við Hafralækjarskóla og við Stórutjarnaskóla. Mynd / MÞÞ
Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði:
Liðið ár var bæði
gjöfult og gott
– en sýndi jafnframt sínar verstu hliðar