Bændablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 201314
RAG Import & Export ehf. í Hafnarfirði með umboð fyrir Fliegl Group á Íslandi:
Býður fjölþættan tækjabúnað
fyrir verktaka og landbúnað
– Fliegl hefur opnað nýja verksmiðju í Mühldorf am Inn í Þýskalandi
RAG Import & Export ehf. í
Hafnarfirði er nýtt nafn á bak við
umboð fyrir þýska fyrirtækið Fliegl
Group. Fyrirtækið framleiðir bæði
margvísleg landbúnaðartæki
eins og mykjudreifara sem og
ýmiss konar flutningavagna fyrir
bændur og verktaka.
Fliegl opnaði nýlega nýjar
höfuðstöðvar og verksmiðju fyrir
landbúnaðartækjaframleiðslu sína,
Fliegl Agrartechnik, á 30 hektara
svæði í bænum Mühldorf am Inn sem
er í um 80 kílómetra fjarlægð austur af
München. Bærinn stendur á bökkum
árinnar Inn og á sér sögulegar rætur
allt aftur til ársins 935. Með vorinu
verða allir flutningavagnar Fliegl
til landbúnaðarnota framleiddir í
verksmiðjunni í Mühldorf.
Stærsta fjárfestingin á 30 ára ferli
Josep Fliegl er þýskur bóndi sem
stofnaði fyrirtækið fyrir um 30 árum og
hóf smíði á ýmsum jarðvegstækjum,
en nú eru synir hans teknir við. Fliegl
Agrartechnik-verksmiðjan er stærsta
fjárfesting félagsins frá upphafi.
Verksmiðja fyrirtækisins er búin allri
nýjustu tækni og er gólfflötur hennar
samtals 75.000 fermetrar, en rúmtak
byggingarinnar er um 1 milljón
rúmmetrar. Í verksmiðju og á lager
munu starfa um 250 manns. Mikilli
sjálfvirkni er beitt bæði í verksmiðju
og í vöruafgreiðslu, sem er með 27
metra lofthæð.
Push-Off - „ýtuvagnarnir"
vekja athygli
Fliegl-landbúnaðartækin hafa ekki
verið fyrirferðarmikil á markaðnum
hér þótt malar- og flutningavagnarnir
séu vel þekktir. Rafn Arnar
Guðjónsson, aðaleigandi RAG
Import & Export ehf., segir að meðal
þeirra tækja sem hafi vakið einna
mesta athygli að undanförnu sé Push-
Off Trailer Gigant ASW 271. Þessir
vagnar ýta af sér hlassinu í stað þess
að vera með sturtu og mætti því allt
eins kalla þá „ýtuvagna“.
Þessi tækni gerir það að verkum
að auðveldara er að athafna sig við
misjafnar aðstæður á stórum tækjum
með mikið hlass og affermingin
veldur ekki hættu á að tækið
velti. Hafa verktakar því verið að
gefa þessu meiri gaum varðandi
stórvirka malarflutningabíla, enda er
búnaðurinn afar öflugur og hreinsar
vel af pallinum. Fyrir bændur hafa
slíkir vagnar m.a. komið sér vel við
losun í flatgryfjur og þegar koma
þarf t.d. korni eða heyi í hús með
takmarkaðri lofthæð. Meðal annars
hefur Túnfang fengið tvö eintök af
Gigant ASW 270 Push-Off Trailer,
sem hafa reynst vel.
Þá getur Fliegl einnig boðið
upp á mykjudreifara, allar gerðir af
sturtuvögnum, skóflum, baggaklóm,
steypuhrærivélum, herfum og fleira,
og nánast hvað sem sjá má nánar á
www.rag.is svo og www.fliegl.com
Með framleiðslu víða um lönd
Auk fyrrnefndrar verksmiðju er
fyrirtækið með framleiðsluein-
ingar í Kastl, Tripis og Mühldorf í
Þýskalandi, Abda í Ungverjalandi
og Vilafranca nærri Barcelona á
Spáni. Yfir 800 manns starfa við
framleiðsluna á þessum stöðum.
Þá eru söluskrifstofur í Kastl og
Mühldorf í Þýskalandi, Abda í
Ungverjalandi, Bosca í Rúmeníu,
Komarno í Slóvakíu, Krnov í
Tékklandi, Vilafranca á Spáni og
að sjálfsögðu er RAG Import &
Export svo umboðsaðili á Íslandi.
Í Agro Center sem Fliegl Group
rekur í Kastl er um 25.000 fermetra
varahlutalager fyrir tæki og búnað
sem framleiddur er fyrir heimili
og hefðbundinn landbúnað, þ.m.t.
hrossarækt og garðyrkja.
Allir vagnar sem framleiddir eru
af Fliegl eru afhentir samkvæmt
íslenskum óskum, þ.e. tveggja öxla á
tvöföldum hjólum undir Stonemaster
grjótflutningapallana sem og með
lyftihásingu.
Gámagrindur er hægt að fá ýmist
með einföldum og tvöföldum hjólum
og með einni eða fleiri lyfti hásing-
um. /HKr.
Lífland með breitt úrval af sáðvöru:
Nýir tegundahópar
bætast í flóruna
Nú á útmánuðum hefur mikil
um ræða verið um kalhættu
á Norður landi og leiða menn
þá óneitan lega hugann að sáð-
vörunni. Að því er fram kemur
í frétta tilkynningu frá Líf landi
verður fyrirtækið með mikið
úrval af sáðvöru fyrir bændur
og jarðræktar fólk en einnig
sumarbústaða eigendur og garð-
eigendur. Sem fyrr verður
úrvalið breitt, en það hefur aukist
undanfarin ár og nýir tegunda-
hópar bæst í flóruna.
Öflugur ráðgjafahópur
Nýr starfsmaður, Jóhannes Baldvin
Jónsson, hefur hafið störf hjá
fyrirtækinu og mun hann leggja
áherslu á ráðgjöf í sáðvöru. Jóhannes
er menntaður garðyrkjufræðingur
frá Garðyrkjuskóla ríkisins og með
B.Sc.-próf í landnýtingarfræðum
frá Landbúnaðarháskóla Íslands
(LBHÍ). Hann hefur víðtæka
ræktunarþekkingu og verður án efa
góð viðbót við öflugt ráðgjafateymi
fyrirtækisins.
Starfsfólk Líflands hefur í gegnum
tíðina sótt sérfræðiþekkingu frá
jarðræktarsérfræðingum LBHÍ. Í
upphafi árs fóru ráðgjafar Líflands á
mjög fræðandi námskeið um sáðvöru
hjá LBHÍ þar sem jarðræktar-
sérfræðingarnir Guðni Þorvaldsson,
Jónatan Hermannsson og Ríkharð
Brynjólfsson fræddu þá um helstu
tegundir nytjajurta á Íslandi, útkomu
þeirra úr tilraunum og val á byggi
fyrir mis munandi landshluta.
Hávingull, nýjung í túnræktinni
Við val á innfluttri sáðvöru er stuðst
við niður stöður úr tilraunum á vegum
LBHÍ og reynslu bænda víða um land.
Nokkur yrki hávinguls hafa verið
prófuð í tilraunum undanfarin ár og
hafa þau flest reynst vel. Breytingar
á hitafari og betri yrki hafa einkum
hjálpað til við þessa góðu útkomu
á hávingli og með þessar niður-
stöður í huga er talið vænlegt að sá
hávingli með vallar foxgrasi í stað
vallar sveifgrass, einkum fyrir sauðfé.
Þess ber þó að geta að hávingull
hefur ekki verið reyndur í tilraunum
á mestu kalsvæðum landsins. Boðið
verður upp á hávingulsyrkið Minto
hjá Líflandi í vor en það er finnskt og
hefur reynst vel á norðlægum slóðum.
Bygg, olíurepja og nepja
Byggyrki verða að mestu þau sömu
og voru í boði í fyrra. Af sex raða
yrkjunum kemur ekki meira af
Kunnari sem hefur þó reynst vel á
undan förnum árum en í stað þess
fáum við yrki sem hafa svipaða
eiginleika og nefnast Elmeri og
Wolmari.
Hveitirækt hefur gengið bærilega,
einkum ef tekist hefur að sá um
sumarmál, því það þarf allt að mánuði
lengri vaxtartíma en fljótþroska
bygg. Ný tegund vorhveitis, Wappu,
bætist við sáðvöruflóruna í vor. Er
það finnskt yrki sem ætti að henta
vel á okkar norðlægu slóðum. Þá
hefur ræktun á olíurepju verið að
aukast allra síðustu ár. Nú verða
vetraryrkin Vision og Galileo á
boðstólunum auk vorrepjuyrkjanna
Marie og Tamarin sem kemur nýtt
inn. Ræktun olíunepju hefur verið að
færast í aukana en þar verður boðið
upp á yrkin Cordelia og Juliet sem
voru einnig í boði síðastliðið vor.
Í startholunum vegna kalhættu
norðanlands
Í ljósi kalhættu norðan heiða mun
Lífland ekki bregðast bændum með
útvegun sáðvöru frekar en endranær.
Það stefnir allt í að margir þurfi að
vinna og endurrækta kalin tún til að
tryggja heyfeng, og er þá einkum
horft til sáningar á sumar- og
vetrarrýgresi en einnig sumarhafra
og byggs. Ræktun heilsæðis, blöndu
t.d. byggs og repju, hefur einnig verið
að sækja í sig veðrið. Hálmmikið sex
raða bygg hentar best í slíka ræktun
og þar koma finnsku yrkin sterk inn,
t.d. Elmeri, Wolmari og Pilvi. Á
boðstólum verður sumarrýgresisyrkið
Swale og vetrarrýgresið Meroa.
Af sumarhöfrum verður til yrkið
Belinda. Einnig verður til fjölbreytt
úrval túngrasa í endurræktina.
Ráðgjafar Líflands eru boðnir
og búnir að veita aðstoð við val á
sáðvörunni og hvetjum við bændur
og aðra til þess að hafa samband
snemma, þar sem líkur eru á meiri
eftirspurn nú en oft áður.
Ný 7.500 fermetra verksmiðja landbúnaðartæknideildar Fliegl sem er við bæinn Mühldorf við ána Inn í Þýskalandi.
Í heimsókn í verksmiðju Fliegl, talið frá vinstri: Rafn Arnar Guðjónsson,
Josep Fliegl yngri, Mikkel Gasbjerg og Valdimar Guðmundsson.
Dráttarvél með tveggja öxla Fliegl-mykjudreifara í drætti. Mynd / RAG
Nýjar verksmiðjubyggingar Fliegl.
Bærinn Mühldorf am Inn.