Bændablaðið - 07.03.2013, Side 20

Bændablaðið - 07.03.2013, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 „Er kominn tími til að tengja“ var yfirskrift málþing í Silfurbergssal Hörpu á þriðjudag í síðustu viku um lagningu rafstrengs til Evrópu. Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahóps sem skipaður var sumarið 2012, sagði ljóst að í umræðu um sæstreng væri verið að horfa til þess að fá sem hæst verð fyrir afurðir þeirra auðlinda sem verið væri að nýta. „Hæsta verð er þó ekki endilega forsenda mestu hagsældar, þar koma til fleiri áhrifaþættir, svo sem atvinnusköpun, náttúrugæði og margt fleira,“ sagði Gunnar, en nefndin á að skila af sér 15. maí. Hópurinn samanstendur af fulltrúum úr öllum þingflokkum Alþingis, frá Samtökum atvinnu- lífsins, Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Sambandi íslenskra sveitar- félaga, Neytendasamtakanna, lands samtökum lífeyrissjóða, Landsneti, Landsvirkjun, Samorku og Náttúruverndarsamtökum Íslands. Vinna hópsins hófst í haust og er áfangaskýrslu að vænta í vor. Í erindisbréfi hópsins er tekið fram að breið samfélagsleg sátt sé nauðsynleg eigi verkefnið að verða að veruleika. Eins og Helga Jónsdóttir fundarstjóri gat um í upphafi fundar var þetta málþing fyrst og fremst sett upp til að opna umræðu um málið sem er m.a. hlutverk ráðgjafahópsins. Niðurstaða málþingsins var því helst sú að þar var varpað upp fleiri spurningum um fundarefnið en hægt var að svara. Málið er vissulega afar áhugavert fyrir margra hluta sakir en fram kom í máli fyrirlesara að mikil óvissa væri uppi um nær alla þætti er að þessu lytu. Einnig kom fram á fundinum að mikil óvissa ríkti t.d. um hvernig regluverki í kringum raforkutengingar í Evrópu yrði háttað í komandi framtíð. Þá virðast þær meginforsendur sem Norðmenn segjast hafa fyrir lagningu sæstrengs vart eiga við hér á landi. Það varðar m.a. nauðsyn þess að jafna framleiðslusveiflur á rafmagni innanlands og nauðsyn þess að hafa aðgengi að erlendu rafmagni til að tryggja afhendingaröryggi. Kallar á virkjanir sem eru 1,25 sinnum stærri en Kárahnjúkavirkjun Hugmyndir Landsvirkjunar miða við 800-1200 megavatta (MW) jafnstraumsraforku (Direct Current - DC) sæstreng sem geti skilað 5-6.000 gígavattstundum (GWst) á ári. Það er svipuð orka og þarf fyrir eitt til tvö álver. Til samanburðar er allt uppsett afl Landsvirkjunar í dag 1.860 MW og seld raforka 12.778 GWst á ári. Þar af er Kárahnjúkavirkjun eða Fljótsdalsstöð með 690 MW uppsett afl og skilar 4.800 GWst á ári. Það er því verið að tala um afl frá allt að 1,25 Kárahnjúkavirkjunum á ári til að sinna orkuframleiðslu fyrir einn sæstreng til Bretlands. Ljóst er að umframafl í raforku- kerfinu á Íslandi í dag er hverfandi í þessu samhengi og getur alls ekki skapað nauðsynlegt afhendingar- öryggi sem þarf fyrir orkusölu um slíkan streng. Því þyrfti að reisa fjölda virkjana og hafa verið nefndar allt að fimm vatnsaflsvirkjanir í því sambandi. Þá hefur verið nefnt að heildarkostnaður geti hlaupið á tölum upp á 1.000 til 1.400 milljarða króna við sæstreng, nauðsynlegar virkjanir og línulagnir. Raforkuvinnslan á Íslandi árið 2011 nam um 17 teravattstundum og um 80% þeirrar orku fóru til orkufreks iðnaðar, þar af ríflega 70% til áliðnaðar. Hafa stjórnendur Landsvirkjunar því bent á þá áhættu sem felst í slíkri einhæfni í viðskiptavinahópnum. Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, sagði að sömu menn hefðu líka sagt að ólíklegt væri að til þess kæmi fljótlega að við fyndum aðra nýtingu sem drægi verulega úr þessari einsleitni. Þess vegna hefðu stjórnendur Landsvirkjunar viðrað hugmyndir um að tengja raforkukerfi Íslands við það evrópska um sæstreng. Sagði Gunnar að sæstrengsumræðan væri þó alls ekki ný af nálinni og nefnt hefði verið að hún hefði staðið í um 60 ár. Margt hefur breyst frá síðustu skýrslu árið 1993 Síðasta skýrsla iðnaðarráðuneytisins um lagningu sæstrengs var gefin út árið 1993. Niðurstaða hennar var sú að tæknilega væri þetta mögulegt en áhættan líklega of mikil fyrir meintan ávinning fyrir þjóðina. Sagði Gunnar að á þessum 20 árum sem liðin eru síðan hafi tæknileg áhætta minnað. Þá hafi hækkun raforkuverðs í Evrópu leitt til þess að meintur ávinningur geti verið meiri. Sérstaklega fyrir vistvæna orku. Þess vegna hafi stjórn Landsvirkjunar farið fram á það við íslensk stjórnvöld síðastliðið vor að þau stuðluðu að þverpólitískri umræðu um málið og undirbyggju stjórnkerfið til að taka ákvörðun um það. Stýrihópur á vegum iðnaðar- ráðherra ályktaði árið 2011 að einangrun Íslands yrði rofin með lagn ingu sæstrengs, ef og þegar það teldist þjóðhagslega hagkvæmt. Þá undirrituðu iðnaðar- ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í fyrra tvær viljayfirlýsingar við Breta og Færeyinga um könnun á tengingu raforkukerfa landanna. Fjölmargar spurningar vakna Til að mögulegt sé að svara spurn- ingu fundarins um hvort tími sé kominn til að tengja þarf greinilega að svara fjölmörgum spurningum. Í fyrsta lagi þarf að liggja fyrir hvort vilji er til að fara í þessa framkvæmt hér á land. Hvort hún er æskileg út frá þjóðhagslegum sjónarmiðum, bæði fjárhagslegum, atvinnulegum, umhverfislegum og ekki síst félags- legum forsendum. Þá getur líka skipt verulegu máli hvort um er að ræða einstreymisstreng sem eingöngu er ætlaður að flytja orku úr landi, eða hvort um gagnvirka flutningsgetu verður að ræða. Því hefur t.d. ekki verið svarað hvaða áhrif hvor kostur um sig hefur á skuldbindingar Íslendinga til að taka upp sama orkuverð og í Evrópu í kjölfar tengingar. Það eina sem liggur fyrir, og kom fram í máli norskra fyrirlesara á fundinum, er að raforkuverð hérlendis mun hækka strax við tengingu á gagnvirkum orkuflutningsstreng. Þörfin að ráðast í slíka fram- kvæmd er heldur ekki augljós. Í fyrra var Landsvirkjun að skila um 13 milljörðum í hagnað fyrir óinnleysta fjármagnsliði þrátt fyrir 6,5% samdrátt vegna áhrifa af lækkandi álverði. Eignarhaldið á strengnum getur skiptir miklu máli Það skiptir greinilega miklu máli hver fer með eignarhald á strengnum sem gæti orðið með allt að 1.200 megavatta flutningsgetu. Norðmenn eiga strenginn til Hollands til helminga á móti Hollendingum en nær engar líkur eru á að Íslendingar gætu sjálfir fjármagnað 1.170 km streng frá Austurlandi til Skotlands sem áætlað hefur verið að kosti 2,3 til 2,6 milljónir evra. Hvað þá 1.900 km streng til Hollands sem yrði lengsti raf- sæstrengur í heimi. Sem dæmi um stærðarmuninn er NorNed- sæstrengurinn frá Noregi til Hollands tæplega 700 megavött og 450 kílóvolt og um helmingi styttri en hugsanlegur strengur frá Íslandi til Bretlands, eða 580 km. Byrjað var að selja orku um NorNed-strenginn 6. maí 2008. Þar sem eignarhaldið yrði nær örugglega í höndum útlendinga yrðu þeir í lykilstöðu til að ákvarða afskriftarhraða og verðleggja leigu á kaplinum til raforkuflutninga. Þannig verður eigandi strengsins í stöðu til að skammta Landsvirkjun þann hlut sem honum hentar af því verði sem fæst fyrir orkusöluna erlendis. Það er lykilstaða og í raun ekki ósvipuð samningsstaða og álverin á Íslandi hafa í dag gagnvart Landsvirkjun. Miðað við þetta yrði rekstaröryggi Landsvirkjunar líklega ekkert meira en nú er við tilkomu slíks strengs, hvað varðar raforkusölu, en fjárhagsleg áhætta af virkjunum gæti orðið gríðarleg. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að strengurinn einn og sér kostaði álíka og tvö álver í fullri stærð. Þar fyrir utan væru virkjanir og línulagnir. Taldi hann þetta því fela í sér verulega áhættu fyrir þjóðarbúið og ekki vera álitlegan kost fyrir Íslendinga. Vissulega verður þó að hafa í huga að hans fyrirtæki á þarna hagsmuna að gæta. Stefna Landsvirkjunar um Evróputengingu er skýr Landsvirkjun hefur á liðnum miss- erum viðrað stíft hugmyndir um lagningu sæstrengs til Evrópu. Athyglisvert er að þrátt fyrir yfirlýs- ingar Landsvirkjunar um að tenging íslenska raforkukerfisins um sæstreng til Evrópu komi ekki til greina nema nema í fullri sátt allra aðila í þjóð- félaginu er fyrirtækið þegar búið að setja sér stefnuna. Var þessi stefna kynnt í fyrra sem ein af þrem megin- stoðunum í rekstri Landsvirkjunar til framtíðar. Kom það m.a. fram í kynningu Harðar Arnarssonar for- stjóra Landsvirkjunar á sl. hausti Úttekt - Orkumál Er kominn tími til að tengja? – Málþing um lagningu sæstrengs frá Íslandi til Evrópu: Framkvæmd sem kallar á ríflega eina Kárahnjúkavirkjun í orkuöflun – Hugmyndin vekur upp ótal spurningar en upplýst er þó að slíkt muni hækka raforkuverð til bænda og annarra neytenda Þessi mynd sýnir nokkrar hugmyndir varðandi lagningu rafmagnssæstrengs

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.