Bændablaðið - 07.03.2013, Page 21

Bændablaðið - 07.03.2013, Page 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 að stefna Landsvirkjunar væri falin í þrem skilgreindum meginstoðum fyrirtækisins. Ein stoðin er skilvirk orkuvinnsla og framþróun. Önnur er fjölbreyttur hópur viðskiptavina og þriðja stoðin er tenging við evrópskan orkumarkað. Þessi þriðja stoð er einmitt sú stefna sem forstjórinn hefur á síðustu miss- erum unnið af fullum krafti við að hrinda í framkvæmd eins og honum ber samkvæmt lögum um fyrirtækið. Hafa ber í huga að Landsvirkjun er samkvæmt lögum að 99,9% hlut í eigu ríkissjóðs, en 0,1% er í eigu Eignarhluta ehf. Stjórn fyrirtækisins er pólitískt skipuð og því hlýtur stefna fyrirtækisins að vera stjórnvöldum vel kunn og væntanlega þóknanleg, ekki síst þeim ráðherrum sem skipuðu nefndina sem að ráðstefnunni stóð. Samkvæmt lögum um fyrirtækið annast forstjóri daglegan rekstur fyrirtækisins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórnin hefur gefið. Stefnan sem forstjórinn hefur lýst getur vart verið skýrari. Glæsileg sviðsmynd en ekki endilega allur sannleikurinn Með framsetningu Landsvirkjunar virðist dæmið fljótt á litið vera borð- leggjandi fyrir Íslendinga sem orku- framleiðsluríkis þó forstjórinn hafi ítrekað að skoða beri vandlega alla þætti málsins. Talað hefur verið um að Íslendingar fái þar tækifæri til að safna peningum í gríðarlega sjóði og hefur olíusjóður Norðmanna verið nefndur sem dæmi í því sambandi. Eigi að síður er kannski ekki allt sem sýnist í þeim efnum eins og garð- yrkjubændur og fleiri hafa bent á. Á fundinum í Hörpu var aðeins lauslega talað um áhrif sæstrengs til hækkunar á raforkuverði hér innan- lands og var það sem þar kom fram alls ekki í samræmi við reynslusögur frá Noregi sem birtar hafa verið m.a. í Bændablaðinu. Einnig samanburði á orkuverði á Íslandi og í Evrópu sem leiðir líkum að allt að fjórföldun á orkuverði til almennings verði af þessu verkefni. Gríðarlegar áætlanir í orkufjárfestingum í Evrópu Justin Wilkes frá European Wind Association, sem samanstendur af um 700 fyrirtækjum, ræddi á málþinginu um Ísland og tengingu við orkunet Evrópu. Sagði hann að á næstu 10 árum væri gert ráð fyrir að fjárfesta í raforkufyrirtækjum sem nemur um 140 milljörðum evra. Það er bæði í virkjunum á landi og vindorkuverum á sjó sem og nettengingum. Auk þess er áætlað að verja 70 milljörðum evra í uppbyggingu á gasorkuverum. Þessi gríðarlegu fjárfestingaráform eru vegna þeirrar stefnu ESB að afla um 20% af orkuþörfinni með endur- nýjanlegum orkugjöfum í kringum árið 2020. Rangur samanburður Sagði Wilkes að í tilviki Íslands væru menn að bera saman verð sem fengist fyrir raforku um streng og það verð sem fengist fyrir orku frá vindorkuverum á sjó. Þetta væri rangur samanburður, þar sem orkan frá Íslandi yrði ekki notuð til að leysa af vindorkuver, heldur orkuver sem framleiddu orku með kolum eða gasi og kjarnorku. Þar þyrftu menn þá líka að taka með í reikninginn þær miklu áætlanir sem nú væru í gangi varðandi orkuframleiðslu með kjarnorku. Sagði hann líka að áhugavert gæti verið fyrir Íslendinga að tengjast rafstreng sem lagður yrði milli Noregs og Bretlands. Eric Skjelbred hjá Statnett í Noregi ræddi um reynslu Norðmanna af raforkutengingum við Evrópu. Hann tók reyndar af skarið með það að vart kæmi til greina að strengur frá Íslandi yrði tengdur við streng frá Noregi. Norðmenn vildu einfald- lega ráða sínum strengjum sjálfir. Í dag er eignarhaldið á kaplinum til Hollands á hendi Statnett og TenneT í Hollandi. Lítið gert úr verðhækkunum Marius Holm Rennesund hjá Thema Consulting ræddi um áhrifin af sæstrengstengingu Norðmanna. Norðmennirnir vildu lítið gera úr verðhækkunum á raforku til almenn- ings í Noregi. Þeir staðfestu þó að orkan hefði hækkað við tilkomu sæstrengs til Hollands en töldu það vart vera nema um 7%. Sagði hann að meginforsenda Norðmanna fyrir tengingu væri að jafna framleiðslu- sveiflur. Þeir seldu orku til Hollands yfir daginn þegar verðið væri hvað hæst og keyptu síðan orku til baka á nóttunni þegar verðið væri lægra á markaði og hvíldu þá sínar vatnsafls- stöðvar á meðan. Emmanouela Angelidaki frá Ofgem (Office of the Gas and Electricity Markets) ræddi síðan um þróun regluverks í Bretlandi varðandi fjárfestingar í gagnvirkum raforkutengingum. National Grid með mikla reynslu Eftir hlé á fundinum flutti Pétur Stefánsson fyrir hönd National Grid erindi um tengingu Bretlands við evrópskan orkumarkað. Hann vildi ekki að talað væri um sæstreng í þessu sambandi heldur lagði til að rætt yrði um „markaðstengingu“ sem væri mun meira upplýsandi og jákvæðara hugtak. „Við erum að ræða um hvernig við getum tengt þessar tvær þjóðir saman báðum þjóðum til hagsbóta.“ Sagði hann að National Grid, sem er einkafyrirtæki, hefði yfir 30 ára reynslu af lagningu slíkra strengja. Fyrirtækið væri með tengingu til Frakklands, Hollands, Manar og Írlands. Það væri með í þróun lagn- ingu á 700 km streng til Noregs sem áætlað hefur verið að taka í notkun 2021. Þá væri búið að bjóða út stóran hluta verkefnis vegna teng- ingar yfir til Belgíu sem ráðgert er að taka í notkun 2018. Þá væri verið að hanna nýjan streng til Frakklands, Frakkland II, sem verður 1.000 megavött sem á að komast í gagnið upp úr 2020. Einnig væru umræður hafnar um mögulega tengingu við vindorkuver í Danmörku og við vatnsorkuver á Íslandi. Fyrirtækið hefur einnig komið að sæstrengnum Basslink yfir Bass-sundið á milli borgarinnar Victoria í Ástralíu og George Town í Tasmaníu. Taldi Pétur það dæmi um margt áhugavert í samanburði við streng frá Íslandi enda Tasmanía í svipaðri stöðu og Ísland. Tengingar til Íslands og Grænlands vekja áhuga í Evrópu Sagði Pétur að líklega yrði viðskiptamódelið fyrir BritNed, HVDC-strenginn til Hollands með sínu evrópska regluverki, það sem lagt yrði upp með ef Bretland yrði tengt við Ísland. Sagði hann Ísland einkum áhugavert út af þeirri vistvænu orkuframleiðslu sem hér væri. „Okkar útreikningar sýna að þetta yrði álitlegur fjárfestingarkostur.“ Möguleg ákvarðanataka 2015 og sæstrengur í notkun 2022 Sagði hann áhugann ekki síður vera vegna möguleikanna sem gætu skapast í framtíðinni með tengingu við orkuver á Grænlandi í gegnum Ísland. Evrópa væri örugglega til- búin að greiða góðan pening fyrir aðgang að slíkri tengingu. Sagði hann að ef ákvörðun yrði tekin í dag um að fara í að kanna þetta af alvöru væru menn í fyrsta lagi að tala um ákvörðunartöku um sæstrengs- lagningu árið 2015. Kapall gæti þá í fyrsta lagi verið kominn í notkun árið 2022. Hagfræðistofnun reynir að kasta tölu á hugmyndina Til að reyna að setja einhverja mælistiku á þetta verkefni vinnur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að því að reyna að meta kosti og galla sæstrengslagningar fyrir þjóð- félagið. Mun stofnunin skila nefnd ráðherra skýrslu um málið í lok apríl. Gunnar Haraldsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar, ræddi um nokkur atriði á fundinum varðandi þjóðhagsleg áhrif sæstrengs. Þar sem ekki væri búið að klára rann- sóknina sagðist hann þó ekki getað svarað þeirri spurningu sem var yfirskrift fundarins. Gat þess þó að hann myndi ekki treysta sér til að taka pólitíska ákvörðun eingöngu út frá þeim niðurstöðum sem þar munu fást. Mun viðameiri rann- sóknir og umræðu þurfi til að meta hvort leggja eigi upp í þá vegferð sem miði að lagningu sæstrengs. Að síðustu flutti Stefán Gíslason erindi sem nefndist „Sæstrengur og sjálfbær þróun“. Lýsti hann ótal þáttum sem taka þyrfti til út frá umhverfissjónarmiðum. Ráðast yrði í fjölþættar rannsóknir á mögulegu legusvæði strengsins, landtökustað og við dreifilínur áður en verk af þessum toga gæti orðið að veruleika. Segulsvið í kringum strenginn gæti til dæmis mögulega skipt máli fyrir ratvísi fiska eins og laxa. Í kjölfar erindanna voru pallborðsumræður þar sem flestum spurningum var beint til forstjóra Landsvirkjunar. Meta þyrfti ruðningsáhrif og þjóðfélagslegan hag Ljóst er því að það tekur mjög langan tíma að greiða niður kostnaðinn af sæstreng og virkjunum. Sú orka sem um strenginn færi yrði á sama tíma ekki notuð til að byggja upp virðisaukandi framleiðsluiðnað hér á landi. Því þyrfti að meta hverjar nettótekjurnar yrðu af 6.000 GWst raforkuframleiðslu á ári sem seld yrði um sæstreng að teknu tilliti til orkutaps. Meta þyrfti hvort sá nettóhagnaður, ef einhver yrði, geti skilað meiri gjaldeyri en virðis- aukandi útflutnings framleiðsla hér innanlands gæti gefið Íslendingum af jafn mikilli orku- framleiðslu. Þá þarf líka að meta þá atvinnusköpun og samfélagsleg áhrif sem hvor kosturinn um sig getur gefið. Ekki þarf síður að meta ruðningsáhrif orkusölu um sæstreng vegna hækkunar orkuverðs á innanlandsmarkaði. Þar hafa garðyrkjubændur, sem þegar þykir orkuverð of hátt lýst miklum áhyggjum. Sama má segja um þá íbúa landsbyggðarinnar sem búa við raforkukyndingu, iðnað, fiskvinnslu og landbúnað. Þetta gæti allt orðið í uppnámi við raforkutengingu við Evrópu. Óvíst er þá líka hvort styrkjakerfi sem nauðsynlegt yrði til að halda þessum þáttum gangandi, ef strengurinn yrði að veruleika, stæðist EES samninga og samninga við ESB og einnig mögulega viðskiptasamninga við Bandaríkin sem nú eru komnir á umræðustig. /HKr. Sæstrengstengingar sem nú eru á hugmyndastigi í Bretlandi eru hér sýndar sem appelsínugular.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.