Bændablaðið - 07.03.2013, Side 24

Bændablaðið - 07.03.2013, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 Lífeyrissjóður bænda er meðalstór lífeyrissjóður og var hrein eign til greiðslu lífeyris í lok árs 2012 25,6 milljarðar króna, hækkaði um 1,7 milljarða króna milli ára eða 7,2%. Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur farið vaxandi frá árinu 2008, ekki aðeins miðað við verðlag hvers árs heldur hefur orðið nokkur aukning umfram hækkun verðlags. Sjóðurinn er í hópi þeirra lífeyrissjóða sem töp- uðu hlutfallslega minnst í banka- hruninu. 5,5% hrein raunávöxtun Afkoma ársins 2012 var með ágæt- um og skilaði sjóðurinn 5,5% hreinni raunávöxtun og hefur ávöxtun reynst vera 4,2% að meðaltali síðustu þrjú árin, sem er talsvert umfram það við- mið sem stuðst er við í trygginga- fræðilegri athugun lífeyrissjóðanna. Nafnávöxtun hjá sjóðnum á árinu 2012 var 10,4% og raunávöxtun var 5,7%. Hrein raunávöxtun nam 5,5% eins og áður hefur verið nefnt, á móti 2,9% árið 2011. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu fimm ára nemur -1,4% og síðustu 10 ára 2,7%. Vöxtur í iðgjalda- og lífeyrisgreiðslum Fjöldi greiðandi sjóðfélaga var 2.657 og fjöldi þeirra sem fá lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum var 3.554. Iðgjöld sjóðfélaga námu 168 milljónum króna, sem er 11,5% aukning frá fyrra ári, og heildariðgjaldatekjur námu 522 milljónum, sem er 7,1% hækkun frá fyrra ári. Heildarlífeyrisgreiðslur námu 1.197 milljónum, hækka um 7,2% milli ára. Rekstrarkostnaður 0,1% af eignum Rekstrarkostnaður var 0,1% af eignum sjóðsins á árinu 2012, var 36 milljónir, óbreyttur frá fyrra ári. Fjárfestingargjöld voru 75 m.kr., jukust um 12 milljónir milli ára, sem stafaði meðal annars af auknum umsvifum í fjárfestingarstarfsemi, auknum kostnaði við lánaumsýslu og hærri eftirlitsgjöldum opinberra aðila. Verðtryggð og óverðtryggð lán í boði Sjóðfélagar eiga rétt á lánum úr sjóðnum, bæði verðtryggðum og óverðtryggðum. Sjóðurinn stefnir að aukningu sjóðfélagalána og hefur í því skyni lækkað vexti í upphafi árs 2013 og afnumið þak á láns- fjárhæðir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tryggingafræðileg staða batnar Tryggingafræðileg athugun fyrir LSB 2012 sýndi að afkoma sjóðsins hefur batnað frá árinu 2011. Í lok árs 2012 voru áfallnar skuldbindingar 2,4% hærri en eignir sjóðsins, á móti 9,9% í lok árs 2011, og heildarskuldbindingar voru 4,6% umfram heildareignir, á móti 12,3% 2011. Á árinu voru teknar í gildi nýjar dánar- og eftirlifendatöflur og hafði það áhrif til hækkunar skuldbindinga sem nemur um 1,3%. Sjóðurinn er innan þeirra marka sem lög kveða á um tryggingafræðilega stöðu. Breytingar samþykkta Á aukaársfundi sjóðsins 8. júní 2012 var kynnt tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum sjóðsins og 10% lækkun réttinda. Þau hafa ekki áður verið skert hjá sjóðnum, öndvert því sem gerst hefur hjá nær öllum öðrum lífeyrissjóðum. Þeirri lækkun lífeyrisgreiðslna sem leiðir af skerðingunni er í flestum tilfellum mætt með minni skerðingu bóta frá almannatryggingakerfinu þannig að hún hefur ekki mikil áhrif á heildarlífeyrisgreiðslur sjóðfélaga. Mikilvægi fjárfestingarstefnu Áhersla hefur verið á aukin gæði fjárfestinga og gagnsæi í viðskiptum. Mikilvægt er að áfram verði unnt að ávaxta fjármuni með viðunandi ávöxtun og lágmarksáhættu. Þannig verða hagsmunir sjóðfélaga sem best tryggðir. Sjóðurinn byggir á varfærinni en metnaðarfullri fjárfestingarstefnu og hefur hann komið vel út úr öllum skoðunum, einnig að því er varðar rekstur. Sjóðurinn veitir sambærileg réttindi og aðrir sjóðir, en hjá honum er mikil sérþekking á högum bænda. Ársfundur 14. mars Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður í Norðursal á 3. hæð Bændahallarinnar 14. mars næstkomandi og hefst klukkan 13.00. Ársreikningur Lífeyrissjóðs bænda 2012: Skilaði 5,5% hreinni raunávöxtun Stjórn og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda 2013. Talið frá vinstri: Halldóra Friðjónsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Skúli Bjarnason, formaður, Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri, Örn Bergsson og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir. Mynd / Halldóra Ólafs. -20% -15% -10% -5% 0% 5% 10% 15% 20% 25% 0 5.000 10.000 15.000 20.000 25.000 30.000 35.000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Heildareignir (mkr.) vinstri ásSkuldbindingar (mkr.) vinstri ásHeildarstaða (%) - hægri ásÁfallin staða (%) - hægri ás Stöðugur vöxtur hreinnar eignar til greiðslu lífeyris frá árinu 2008 og raun- ávöxtun á uppleið. Þróun heildareigna, skuldbindinga og tryggingafræðilegrar stöðu. Jóhanna Sjöfn við golfskálann í Nesi í Reykholtsdal þar sem hún og systkini hennar munu innan tíðar hefja veitingasölu með áherslu á svæðisbundin matvæli. Mynd / ehg Hönnubúð í N1-skálanum í Reykholti: Þar upplifir fólk náttúru og matarkistu Borgarfjarðar Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, rekur Hönnubúð í N1-skálanum í Reykholti. Hún og systkini hennar, sem uppalin eru á Grímsstöðum í Reykholtsdal, hafa tekið golfskálann í Nesi, steinsnar frá heimaslóðum sínum, á leigu til að setja á stofn veitingastað þar sem svæðisbundin matvæli verða í hávegum höfð. Einnig eru fleiri hugmyndir í farvatninu. Systkinin Jóhanna, Kristbjörg, Gréta og Kristinn Hannes hafa tekið Byrgishól á leigu, en það er golfskáli við bæinn Nes í Reykholtsdal. „Það er mikil umferð á sumrin en fáir stoppa við. Margir spyrja hins vegar út í veitingastaði á svæðinu, sem er heldur lítið af. Hér er mikil saga og það sem vantar er að ná fjölskyldufólki og almennu ferðafólki til okkar. Hér koma margir upp að Hraunfossum og upp á hálendið en flestir rúlla í gegnum dalinn án þess að staldra við,“ útskýrir Jóhanna. Svæðisbundin hráefni Jóhanna og maður hennar, Hörður Guðmundsson, fluttu í Reykholtsdalinn frá Noregi árið 2010 og tóku við rekstri hjá N1 í Hönnubúð. „Það hefur lengi blundað í mér að hér sé hægt að gera meira fyrir ferðamenn og því var það ánægulegt þegar Kristbjörg systir kom með þessa hugmynd en ég neitaði að gera þetta ein og því er þetta orðið okkar allra systkinanna. Við munum nota það hráefni sem við náum í hér á svæðinu og má þar nefna lamb, silung og allt það grænmeti sem ræktað er í gróðurhúsum hér allt í kring. Kryddið vex síðan úti í móa og inni í skógi,“ útskýrir Jóhanna og segir jafnframt: „Við vonum einnig að til okkar eigi eftir að koma hópar sem vildu eyða deginum með okkur og höfum við ákveðið að kalla það Dagstund í sveitinni. Þá ætlum við að byrja daginn á að baka hverabrauð, svo förum við og öflum matar fyrir kvöldmatinn, við tínum jurtir, sveppi, og ber og förum jafnvel með hópa upp á Arnarvatnsheiði og veiðum silung, allt eftir því hvað árstíðin býður upp á. Við munum kenna fólki hvernig það getur nýtt þær jurtir sem vaxa hér í kring í krydd, te eða jurtasmyrsl. Við höfum einnig hugsað okkur Dagstundina þegar fer að hausta og vetra og vonumst við eftir því að fá til okkar innlenda og erlenda hópa til sláturgerðar og í laufabrauðsgerð og hvað annað sem okkur dettur í hug hverju sinni. Við viljum að fleiri fái að upplifa fallegu náttúruna hér og kynnast matarkistu Borgarfjarðar.“ Komið til að vera Á laugardögum er síðan fyrirhugað að hafa bændamarkað í gömlu hlöðunni í Nesi. „Það er einnig hugmynd með þessu að nota söguna úr Reykholti. Hér eru sæti fyrir 60 manns og ef við notum ímyndunaraflið getum við tekið á móti stærri hópum. Það er ekki nóg að tala um hugmyndirnar, maður verður að prófa til að sannreyna að þær gangi. Við höfum trú á að við getum fengið fólk til að stoppa hér meira og að þetta sé komið til að vera. Með þessu framlagi viljum við gera meira úr upp- sveitunum, sem hafa upp á svo margt að bjóða.“ /ehg Gjaldskrá fyrir útgáfu hestavegabréfa Gjaldskrá fyrir útgáfu hestavegabréfa samkvæmt reglugerð nr. 449 frá 25. júní 2002. Gjaldskráin tekur gildi þann 1. maí 2013 í samræmi við ákvörðun atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytisins. Gjald BÍ vegna útgáfu vegabréfs ef hross er A-vottað kr. 5.170 Gjald BÍ vegna útgáfu vegabréfs ef hross er ekki A-vottað kr. 5.940 Gjald BÍ vegna flýtimeðferðar kr. 10.450 Sama gjald er tekið fyrir endurútgáfu vegabréfa og við 1. útgáfu. Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.