Bændablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 33

Bændablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 Ragnheiður Jóhannsdóttir, handavinnukennari og sér- kennari við Lágafellsskóla í Mosfells bæ, fékk prjóna- bakteríuna fyrir 20 árum og hefur síðan lagt sitt af mörkum til að halda íslenskri prjónahefð á lofti. Hún á sér þann draum að kenna útlendingum að prjóna eftir íslenskri aðferð og er nú í útrás með hugmynd sína ásamt því að skipuleggja ferðir á vegum fyrirtækis síns Culture & Craft á handverkshátíðir erlendis fyrir Íslendinga. Fyrir tæpum tveimur árum var Ragga að vinna við skólaskrifstofu Mosfellsbæjar þegar starf hennar var lagt niður. Í framhaldinu fór hún að hugsa nýjar leiðir til atvinnu- sköpunar. „Árið 1993 fékk ég bakteríuna fyrir prjóninu og þá var ekki aftur snúið. Ég tók mig saman með nokkrum konum í Borgarnesi og við opnuðum handverksverslun. Þá sá ég og lærði hvað það er mikið atriði að vera með vand- aða vöru og þjónustu fyrir ferða- menn. Á þessum tíma prjónaði ég Borgarfjarðarpeysur í nokkur ár sem fóru víða. Þegar ég missti síðan vinnuna hjá skólaskrifstofunni sló ég í borðið og hugsaði með mér að ég ætlaði að láta gamlan draum hjá mér rætast að kenna enskumælandi fólki að prjóna með meginlandsaðferðinni eða þeirri íslensku eins og ég kýs að kalla það. Þessi aðferð þar sem prjónað er í hring og vísifingur snýr út í loft. Það er mjög merkilegt að við hér á Íslandi getum tekið nánast hvaða prjónauppskrift sem er og farið eftir henni,“ segir Ragnheiður. Merk ullarsaga Íslendinga Ragnheiður hefur haldið fjölmörg prjónanámskeið og eins hefur hún farið með hópa söguhringinn út frá Hótel Laxnesi þar sem hún kynnir ullarsögu Íslendinga fyrir þátttakendum. „Við eigum mjög merka ullarsögu. Hvert land hefur sínar vinnsluhugmyndir út frá ákveðnum bakgrunni. Ég dáist að þeim sem spinna, vefa og hanna og breyta og laga að tískunni. Það er of lítið gert til að koma þessu á framfæri. Ég sé fyrir mér grundvöll til að halda sterka hönnunarkeppni hér heima þar sem fólk fengi frjálsar hendur og ekki væri eingöngu einblínt á lopapeysur. Það er mikill handverksáhugi og því er forsenda fyrir því að bjóða upp á ýmislegt í þessum efnum. Mér finnst líka hugrekki fólks gagnvart hönnun alltaf vera að aukast, það er meira gert úr hönnunarkennslu í dag og nemendur eru sjálfstæðari þegar þeir koma úr skóla. Það er skemmtilegt að sjá samstarf ólíkra hópa geta gengið þegar kemur að handverki og gaman að ná ólíkum hópum að borðinu.“ Þúsundir tækifæra Ragnheiður komst að á brautar- gengisnámskeiði hjá Impru árið 2011 þar sem hún lærði hvernig hún gæti komið hugmynd sinni í framkvæmd. „Í framhaldinu stofnaði ég fyrir- tækið mitt utan um hannyrðaferðir og íslenska prjónahefð. Sumarið 2011 hitti ég síðan Juliu Jones, leiðsögumann, heima á Íslandi sem var með hóp á sínum vegum. Við ræddum saman og höfðum að mörgu leyti sömu hugmyndafræðina varðandi ferðir. Í febrúar í fyrra bauð hún mér svo að koma og kynna mig og fyrirtækið mitt á prjónahátíðinni Unravel í Farnham rétt fyrir utan London og í framhaldinu ákvað ég að fara hingað út með hóp. Núna er fyrsti 15 manna hópurinn búinn að rúlla í gegn og ég var mjög heppin með viðskiptavini en það eru ýmsir agnúar sem þarf að slípa,“ útskýrir Ragnheiður og segir jafnframt; „Þegar ég kem heim ætla ég að hefjast handa og skipuleggja nýja ferð í október, sem er annars konar handverkshátíð sem haldin er í London. Einnig eru fleiri möguleikar í pokahorninu. Írsk prjónahefð er okkur til dæmis mjög nærri, þar er mikið fallegt prjón með einlitu bandi og það er spennandi tilhugsun að fara til Írlands. Það er einnig góður möguleiki á að skipuleggja ferð til Skandinavíu þar sem handverkið er líkt því sem gert er hér heima. Núna sé ég bara þúsundir tækifæra en það er alveg öruggt að ég fer að ári með hóp á Unravel og þá verður stór kynning á íslensku handverki og prjónahefð.“ /ehg Ragnheiður með bæjarstjóra Farnham, Stephen Hill, og frú hans Helen Hill fyrir utan sýningarsvæðið. Mynd / ehg Heldur íslenskri prjónahefð á lofti Hvarvetna mátti líta konur iðnar við hand- verkið sitt þar sem ýmsar aðferðir voru notaðar til að skapa úr ullinni. Engin takmörk virðast fyrir því hvað hægt er að gera við ullina. Listakonan Shauna Richardson hefur getið sér gott orð í Bretlandi við að búa til skúlptúra af dýrum í fullri stærð úr garni þar sem hún notar sérstaka aðferð með heklunál til verksins. Þessi ameríski sléttuúlfur er sannkölluð prjónasmíð. Ríta Freyja Bach frá Grenigerði í dóttir, skipu leggjandi ferðar innar, með rjúpumynstrinu. Ingrid Wagner notar prjóna í yf i r stærðum og mjóa efnis- stranga sem hún prjónar púða, teppi og mottur úr. Þær voru sælar og ánægðar með sig, íslensku konurnar, eftir vel heppnaðan dag á prjónasýningunni í Farnham.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.