Bændablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 34

Bændablaðið - 07.03.2013, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 Nýlega greindist garnaveiki í fé í Mývatnssveit. Garnaveiki hefur ekki greinst í Mývatns sveit í ein 60 ár og ekki í þessu sauðfjárveikivarna- hólfi, Skjálfanda hólfi, síðan 1988. Hætt var að bólu setja við veikinni í hólfinu fyrir 10-15 árum. Þetta sýnir hversu lúmskur þessi sjúk- dómur getur verið. Er því full ástæða til þess að rifja upp eðli garnaveiki og sögu þessa sjúkdóms hér á landi. Hvað er garnaveiki? Garnaveiki er ólæknandi, langvinnur smitsjúkdómur í jórturdýrum sem leggst fyrst og fremst á sauðfé hér á landi en líka geitur og nautgripi. Orsök veikinnar er baktería af berkla- flokki, Mycobacterium avium subsp. paratuberculosis, og veldur hún bólgum í meltingarvegi. Bakterían fjölgar sér eingöngu í görnum og garnahengiseitlum, en hún er mjög þolin og getur því lifað í marga mán- uði í umhverfinu eftir að hún berst út með saur. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími sýkingar er almennt 2-5 ár eða lengur, en ef smitálag í hjörð er mikið styttist sá tími. Sjúkdómurinn hefur m.a. fund- ist í sex mánaða gömlum lömbum. Garnaveiki bakterían hefur verið einangruð úr mörgum öðrum dýra- tegundum en jórturdýrum, en bólgu- viðbrögð og sjúkdómseinkenni koma að öllu jöfnu ekki fram í þessum dýrum. Sagan Garnaveiki var fyrst lýst í nautgrip- um árið 1895 og sýkillinn einangr- aður 1910. Veikin barst til Íslands frá Þýskalandi árið 1933 við innflutning á 20 kindum af Karakúlkyni. Ætlunin var að kynbæta íslenska féð en áhrifin urðu þveröfug. Með fénu bárust skæðar sauðfjár- pestir, votamæði, þurramæði,visna og garnaveiki sem ollu gríðarlegu fjárhagslegu tjóni. Kindunum var dreift til 14 bæja um allt land eftir aðeins tveggja mánaða einangrun. Garnaveiki kom up á 5 bæjum. Á næstu áratugum barst sjúk- dómurinn víða um land. Árleg dánar- tíðni náði að meðaltali 8-9 % á bæ en gat farið upp í 40 % á einstaka bæjum. Er talið að upp undir 100.000 fjár hafi drepist úr garnaveiki á þeim árum sem hún var í hámarki. Tilkoma þessara nýju sjúkdóma, Karakúlpestanna, og baráttan gegn þeim áttu sinn þátt í stofnun Tilraunastöðvarinnar að Keldum. Með markvissum niðurskurði og fjárskiptum tókst að útrýma mæði- veiki og visnu en garnaveiki hélt velli. Rannsóknir á garnaveiki voru meðal fyrstu verkefna sem unnið var að á Tilraunastöðinni undir ötulli forystu Björns Sigurðssonar forstöðumanns. Leiddu þær m.a. til framleiðslu sér- staks bóluefnis til varnar veikinni og hefur með því tekist að halda tjóni af hennar völdum í lágmarki. Einkenni Einkenni garnaveiki eru hægfara van- þrif eða uppdráttur þrátt fyrir sæmi- lega lyst, og skituköst. Dýr smitast yfirleitt fyrstu mánuði ævinnar, en ekki er vitað hvað veldur því að bólguviðbrögð þróast yfirleitt ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir smit og sjúkdómseinkenni jafnvel ekki fyrr en mörgum árum eftir smit. Í fyrstu er sýkingin falin en þróast yfir í forklínískt stig þar sem dýrin byrja að skilja út bakteríuna með saur í litlu magni. Dýrin eru að öðru leyti án einkenna og yfirleitt án mælanlegra mótefna gegn bakteríunni, en þau geta verið móttækilegri fyrir öðrum sjúkdómum. Sýkingin fer svo yfir í klínískan fasa þar sem dýrin vanþrífast og fá skitu annað slagið. Á þessu stigi er hægt að greina bæði bakteríur í saur og mótefni í blóði. Á lokastigi horast dýrin upp og geta fengið pípandi skitu og drepist. Skita er algeng í nautgrip- um en er ekki eins áberandi í sauðfé og geitum, sem aðallega dragast upp. Bakterían Þó að allir stofnar bakteríunnar geti sýkt jórturdýr er talsverður stofnam- unur á garnaveikisýklum. Þannig eru til stofnar sem sýkja einkum nautgripi, aðrir sem sýkja sauðfé og enn aðrir sem herja einkum á geitur. Garnaveikibakterían hér á landi er af svokölluðum sauðfjárstofni, sem er sérstakur að því leyti að vera nær óræktanlegur. Stofninn getur smitað geitur og nautgripi eins og dæmi sýna hér á landi, en nautgripir virðast hafa mun meiri mótstöðu gegn sýkingum með þessum sauðfjárstofni en naut- gripastofnum. Krufningarmynd og greining Bakterían veldur bólgum í görnum og í garnahengiseitlum. Bólgan byrjar yfirleitt í ristilloku og breiðist síðan fram á við í mjógörn og aftur í botn- langa (langa) og ristil. Bólgan veldur oftast þykknun í görnum með fell- ingum í slímhúð. Í stökum tilfellum er þessi breyting ekki áberandi og því mikilvægt að skoða vefjasýni. Garnahengiseitlar, einkum við langa, stækka og oft sjást ljós, hnúðótt svæði þegar eitlar eru skornir í tvennt. Greining fer fram við vefjaskoðun á görnum í smásjá og sérlitunum fyrir bakteríuna. Hægt er að nota sérlitun fyrir bakteríunni á stroksýni úr görn- um og á saursýni. Sú aðferð er ekki eins nákvæm, þar sem fáar bakteríur geta verið til staðar í bólginni görn og bakterían skilst ekki út jafnt og þétt. Ekki er hægt að greina sýkingu með bakteríuræktun. Nýjar sameindalíf- fræðilegar aðferðir hafa verið þróaðar til að greina bakteríuna í saur og í vefjasýnum, en þau geta gefið fölsk neikvæð svör. Útskilnaður bakterí- unnar í saur er mjög sveiflukenndur og oft getur lítill fjöldi baktería verið til staðar, jafnvel í vefjasýnum. Blóðpróf sem mæla mótefni gegn bakteríunni er hægt að nota sem hjarð- próf en ekki sem einstaklingspróf. Mótefnaframleiðsla er engin eða lítil fyrstu mánuðina eftir sýkingu og getur verið stopul á síðustu stigum veikinnar. Þau hafa því mjög tak- markað gildi til þess að greina sýkta einstaklinga í hjörðinni í því skyni að minnka smitálag. Á fyrstu árum baráttunar gegn garnaveiki var reynt að draga úr tjóni af hennar völdum og hefta útbreiðslu með því að beita ýmsum greiningarprófum, m.a. mótefnamælingum, og slátra öllum sýktum og grunsamlegum gripum. Menn höfðu yfirleitt ekki erindi sem erfiði. Í sumum tilvikum drógu þær úr tjóni og hægðu á útbreiðslu en voru engan veginn fullnægjandi. Þetta voru kostnaðarsamar og tímafrekar aðgerð- ir og ávinningurinn í engu samræmi við tilkostnað. Jafnvel slátrun á öllu fé á tveimur garnaveikisvæðum, samtals 100 þúsund fjár, skilaði ekki árangri. Varð því ljóst að eina árangursríka aðferðin væri bólusetning. Varnir / bólusetning Björn Sigurðsson þróaði og gerði ásamt samstarfsmönnum tilraunir með bóluefni sem dró mjög úr tjóni af völdum garnaveiki. Að Birni látnum gerði samstarfsmaður hans, Páll A. Pálsson, upp efnivið viðamikillar tilraunar og var lokaniðurstaðan sú að með bólusetningu mætti draga úr dánartíði af völdum garnaveiki um 91%. Árið 1966 var því gert skylt að bólusetja öll ásetningslömb á garna- veikisvæðum. Bjartsýnustu menn gerðu sér í upp- hafi vonir um að með bólusetningu mætti útrýma garnaveiki í sauðfé hér á landi. Reynslan hér og erlendis hefur hins vegar sýnt að það er mjög erfitt ef ekki ómögulegt. Bakterían er afar lífseig og getur lifað lengi í umhverf- inu. Bólusetning kemur ekki í veg fyrir smit en hún heldur sjúkdómnum niðri og minnkar til muna smitálagið í umhverfinu. Um leið og farið er að bólusetja gegn sjúkdómnum verða menn að venjast því að lifa með honum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp á nýjum svæðum er mikilvægt að bólusetja allt fé undir tveggja vetra aldri. Bólusetning eldri árganga skilar hins vegar litlu miðað við tilkostnað og fyrirhöfn. Fé smitast yfirleitt á unga aldri og ef það er þegar sýkt við bólusetningu breytir hún litlu um gang sjúkdómsins. Hugsanlega hafa skepnur aldurstengt viðnám gegn sýkingu og eldri dýr því ekki eins móttækileg fyrir smiti. Ólöf G. Sigurðardóttir, dýralæknir og meinafræðingur Eggert Gunnarsson, dýralæknir og sýklafræðingur Höfundar stunduðu um árabil rannsóknir á garnaveiki og garna- veikisýklinum og skrifuðu m.a. doktorsritgerðir um rannsóknir sínar. Greinin byggir á þessum rannsóknum og rannsóknum og skrifum Björn Sigurðssonar, fyrsta forstöðumanns Keldna, Páls A. Pálssonar, fv. yfirdýralæknis og Sigurðar Sigurðarsonar fv. for- stöðumanns Rannsóknardeildar dýrasjúkdóma á Keldum. Garnaveiki Greinist garnaveiki í fé í varna- hólfinu verður ekki undan því vikist að bólusetja öll ásetnings- lömb innan hólfsins. Með bólu- setningu má halda veikinni í algjöru lágmarki og koma að mestu í veg fyrir fjárhagslegt tjón. Mikilvægt er að bólusetja ásetningslömb snemma að hausti því smit verður aðallega eftir að fé hefur verið hýst. Til þess að minnka smitálag er sjálfsagt að lóga strax kindum með sjúkdómseinkenni. Það svarar hins vegar ekki kostnaði að fara út í viðamiklar mótefna- mælingar þó að vissulega geti þær gefið vísbendingar um útbreiðslu. Þær hafa hins vegar ekkert gildi til þess að meta hvort ástæða sé til þess að sleppa bólusetningu á einstaka bæjum innan varnahólfs- ins. Til þess að fylgjast með gangi sjúkdómsins og útbreiðslu innan varnahólfsins er síðan sjálfsagt að taka garnasýni úr fullorðnu fé við slátrun á haustin. Garnaveiki í kind sem var að dragast upp. Bakteríusýkingin hefur valdið þykknun í aftari hluti mjógarnar og garnahengiseitils sýnir ljósa hnúða á svæðum með bólgur (b). Garnaveiki í kind: Þykknun í garnaslímhúð vegna mikillar bólgufrumu íferðar. Bólgufrumurnar eru fullar af bakteríum sem með sérlitun litast rauðar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.