Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 Í fyrri grein var farið yfir þau líkindi og hliðstæður sem eru með húsfélögum í fjölbýlishúsum og veiði- félögum. Færð voru rök að því að um sambærileg hlut verk væru að ræða og þessi félög væru mynduð til þess að enginn gengi á rétt annars en allir tækju þátt í sameiginlegum rekstri og kæmu að yfirstjórn með lýðræðislegum hætti. Frumvarp um lax- og silungsveiði Rakið var hversu misráðið það er að leyfa starfsemi sérstakra veiðideilda innan veiðifélags og hver nauðsyn er á að veiðifélag allra sinni stjórnun allra veiðistarfsemi á sínu félagssvæði. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi er varðar breytingu á lax- og silungsveiði. Það liggur nú inni hjá atvinnuveganefnd og varðar breytingu á stöðu deilda í veiðifélögum. Þetta frumvarp lætur mjög lítið yfir sér. En það er ekki allt sem sýnist og þetta frumvarp hefur þegar vakið upp fleiri deilur en því var ætlað að leysa. Það hefur verið að vanda keyrt áfram af miklum yfirgangi af völdum áhrifamanna í pólitík í heimabyggðum sínum eins og er við Tungufljót. Það virðist einfaldlega eiga að breyta lögum til þess að veiðideild eins og svokölluð Tungufljótsdeild og Stóru-Laxárdeild verði löglegar og geti rakað saman fé fyrir forystumenn sína en beitt aðra því ofríki sem þeim hentar. Vissulega snýr frumvarpið ekki að þessum deildum einum en upprunin virðast þau þar greinilega vera og eiga að yfirfærast á landið allt. Með lagabreytingunni verður leyft að stofna veiðideildir um ár og læki innan hvers heildarvatnasviðs. Næst er svo hugsanlegt að með veikingu starfsemi Veiðifélagsins og peningavaldi einstakra deilda að menn fari að sleppa seiðum að eigin vild og vali. Slíkt verklag myndi auðvitað hafa mikil áhrif á lífríki og fiskgengd. Slík breyting þessi myndi hafa það í för með sér að vatnakerfi og vatnasvið veiðiáa verða endanlega gerð að leiksvæðum manna sem hafa það eitt fyrir augum að auka eigin hag þó þeir skreyti sig með yfirskini alls kyns ræktunaráætlana. En ræktun sjálfbærra fiskistofna er auðvitað allt annað en hafbeit þar sem sleppt er gríðarlegu magni af seiðum sem koma til baka og veiðast. Má benda á Rangárnar sem vel lukkað þess háttar verkefni. En þar er sköpuð veiði með hafbeit sem engin var fyrir og hallar þess vegna síður á stofna sem fyrir eru eða rýri haga annarra, án þess að höfundur þekki það gjörla. Það er alveg ljóst að athuguðu máli að allar vangaveltur um sjálfbæra nýtingu veiði á hafbeitarfiski eru blekkingar og allt tal um líffræðilega fjölbreytni í sambandi við hafbeit er ómarktækt. Mest allt vatnasvið helstu veiðiáa Íslands nær yfir mikil landsvæði þannig að hafbeit í einum læk eða árhluta mun auðvitað hafa víðtæk áhrif allt til sjávar. Þetta sanna raunveruleg dæmi eins og gerst hefur í Tungufljóti þar sem upprunalegum bleikju- stofni hefur verið algerlega útrýmt vegna hafbeitar á vegum svokallaðrar Tungufljótsdeildar. Þetta hefur verið gert með laxasleppingum efst í vatnasvið Hvítár/Ölfusár sem er auðvitað vatnasvið Veiðifélags Árnesinga og algerlega í lögsögu þess. Til þess að heildarhagsmunir og náttúrulegur viðgangur vatna sé tryggður verður að standa vörð um hlutverk aðalstjórnar veiðifélags sem tekur til heils vatnasviðs. Það þarf að efla heimildir þeirra til ákvarðanna og setja veiðifélagi ákveðnar heimildir og reglur til þess að tryggja heildarhag allra sem eiga aðild að veiðfélaginu. Stórt og lifandi veiðifélag er eini rétti aðilinn til að samræma aðgerðir og auka haga allra en ekki bara örfárra. Frumvarpið og sú framkvæmd þess sem boðuð er skapar því aðeins meiri óvissu og ómarkvissa stjórn veiðimála. Mér er ekki kunnugt um hvort þetta frumvarp hefur verið kynnt fyrir veiðifélögum annars staðar á landinu. Eina veiðifélagið sem ég hef heyrt að hafi gefið umsögn er Veiðifélag Árnesinga. Það mun hafa lagst eindregið gegn því og telur að það muni skaða starfsemi veiðifélaga og fiskistofna til mikillar óvissu. Vilji er allt sem þarf Að mínum dómi skortir til mun meiri heildaryfirsýn veiðimála. Það þarf að nást sátt um að veiðifélög séu hinn rétti vettvangur sameiginlegra hagsmuna íbúa á einu vatnasvæði fremur en að sérgæska fárra fái að ráða för. Vatnasvæði er sameign og á ábyrgð allra sem þar búa. Ég sé fyrir mér að Veiðifélag Árnesinga ætti að vera öflugt félag sem stundaði fiskirækt í stórum stíl. Það myndi sleppa seiðum um allt veiðisvæðið samkvæmt vísindalegum áætlunum. Það myndi stjórna öllum veiðum, selja öll veiðileyfi og gera arðskrár. Veiði yrði þá stjórnað um allt vatnasvæðið öllum til hagsbóta af öflugu veiðifélagi, sem seldi öll leyfi, ræki aðstöðu veiðimanna um alla á og annaðist allt veiðieftirlit og skipti öllum arði. Öflugt félag sem ræki klakstöðvar og væri burðarás starfsemi á vatnasvæðinu öllu. Náttúrlegir laxastofnar yrðu efldir þar sem skilyrði leyfðu. Á öðrum stöðum myndi félagið beita tiltækum ráðstöfunum til eflingar veiði. Í dag er Veiðifélag Árnesinga aðeins lítils megnugt fyrirtæki með þröngan fjárhag meðan einstöku aðilar á vatnasvæðinu græða án þess að leggja neitt í hlutfalli til félagsins. Slíkt fyrirkomulag gengi ekki í húsfélagi í fjölbýli. Það gengur heldur ekki í veiðifélagi á víðfeðmu vatnasvæði eins og á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Öflug samræmd starfsemi Veiðifélags Árnesinga þarf að spanna allt vatnasvæðið frá ósum til upptaka í þeirri náttúruperlu Íslands sem vatnasvæðin í Árnessýslu eru. Þarna getur orðið að veruleika sú paradís veiðimanna sem menn órar ekki fyrir í dag. Tækifærin blasa við. - Vilji er allt sem þarf. Halldór Jónsson höfundur er bloggari: www. halldorjonsson.blog.is Af húsfélögum og veiði- félögum – seinni hlutiFólkið í landinu fagnar niðurstöðu Icesave-dómsins og misvitrir stjórnmálamenn reyna að nudda sér upp við sigurvegarana til að komast í kastljós þessarar frábæru niðurstöðu. Það var ömurlegt að sjá svipinn á sumum þegar niðurstaðan lá fyrir og fékk maður á tilfinninguna að þessir sömu hefðu vonað að niðurstaðan væri öðruvísi og beint lýðræði ætti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum þegar sérfræðingar stjórnvalda væru tilstaðar. Viðbrögð stjórnvalda og annarra flokka sem studdu síðasta Icesave- samninginn voru: „Það hefði getað farið verr, hvað ef við hefðum tapað!“ Já, hvað ef við hefðum tapað? Lítið hefði gerst, Íslendingar hefðu allavega ekki verið dæmdir í fjársektir, en eitt er víst að stjórnmálamenn, nú á útleið, hefðu áminnt þjóðina og þ.a.l. alla þá sem tóku þátt í að kveða þennan draug niður um langa tíð um vanhæfni almennings im að taka „réttar“ ákvarðanir. Gríðarleg tækifæri Gríðarleg tækifæri liggja í niðurstöðu Icesave-dómsins, en hún gerir m.a. Íslendingum kleift að gera upp þrotabú Landsbankans í íslenskum krónum og þvinga alla aðra erlenda kröfuhafa til að taka við krónum sem er okkar lögeyrir. Bretar og Hollendingar sem aðrir, verða að sætta sig við að fá restina af kröfum sínum vegna Icesave greiddar í krónum vegna gjaldeyrishaftanna. Þeir eru í kjölfar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í sömu stöðu og aðrir kröfuhafar bankanna. Þetta leiðir allt til þess að hér verður hvalreki af erlendum gjaldeyri sem við þurfum ekki að greiða strax úr landi. Gjaldeyrishöftin Gjaldeyrishöftin valda því meðal annars að aflandskrónur og innistæður erlendra aðila eru og verða fastar í krónum sem vaxa dag frá degi á fullum vöxtum í bankakerfinu og köllum við þetta allt saman snjóhengju. Vextir á þessar innistæður eru að lágmarki um 60 milljarðar á ári og fer hækkandi. Við þetta bætist svo innheimtur þrotabúa föllnu bankanna og uppsöfnun á reiðufé sem þarf að borga vexti af. Snjóhengjan er í dag talin vera um 1.200 milljarðar, en með tíð og tíma verður hún að lágmarki 2.500 milljarðar. Það þarf nú vart að taka það fram að kostnaðinn af þessu þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að bera. Ríkisdalur er lausnin Ef landsmenn vilja koma á efnahagslegum stöðugleika og losna við gjaldeyrishöftin og snjóhengjuna, er ein aðferðin, að gera nýjan ríkisdal að lögeyri og festa gengi hans við bandaríkjadal. Bandaríkjadalur er aðalviðskiptamynt Íslands og mest notaði gjaldmiðill veraldar. Öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, o.s.frv. yrði skipt út fyrir ríkisdal. Gengi ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gamla krónan yrði áfram í gildi, en eignir þrotabúanna og allar aflandskrónur þ.e. snjóhengjan sætu eftir í gömlu krónunni og gætum við þá samið sérstaklega við hrægammasjóðina, þrotabúin og aðra eigendur gömlu krónunnar um að losna úr prísundinni. Innlánsvextir á gömlu aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0% og hagkerfið leyst úr gíslingu. Lausnargjaldið Þrotabúum föllnu bankanna, eigendum aflandskrónanna, erlendu hrægammasjóðunum yrðu boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna: a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföllum, eða b) skipta á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, útgefnu í Bandaríkjadölum á mjög lágum vöxtum. Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verða þeir rukkaðir um vexti á innistæðum sínum eftir fyrsta árið fyrir allt umstangið, en við þetta má bæta að bankar í Sviss rukka geymslugjald fyrir fé sem þeir varðveita. Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað. Peningarnir sem koma í ríkissjóð með útgáfu nýja skuldabréfsins má nota til þess að borga upp það sem hægt er og skuldbreyta erlendum skuldum ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar hér á landi. Líta verður á aflandskrónurnar og niðurstöðu Icesave-dómsins sem sérstakt tækifæri, snúa verður taflinu við og veita erlendum hrægammasjóðum makleg málagjöld. Þessi leið tæki 6 til 9 mánuði að koma í verk. Guðmundur Franklín Jónsson Formaður XG – Hægri grænna, flokks fólksins Hvalreki af gjaldeyri Guðmundur Franklín Jónsson Nýlega kom saman hópur sem hefur það sameiginlega markmið að byggja Suðurland upp sem eftirsóknaverðan áfangastað fyrir ferðamenn, að því er fram kemur í frétt frá Eiríki V. Sigurðssyni, forstöðumanni Kötluseturs. Þetta voru matar-, ferða- og menningarfulltrúar á Suðurlandi. Frumkvæði að fundinum áttu Markaðsstofa Suðurlands og Kötlusetur í Vík í Mýrdal. Mæting var mjög góð og mættu um 20 manns. Nokkur erindi voru flutt á fundinum en Þórður Sigurðsson hjá SASS sagði frá sóknaráætlun 2020, Vigfús Ásbjörnsson frá Matís flutti erindi um uppbygg- ingu matarferðamennsku á Suðurlandi, Björg Erlingsdóttir frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar um „ímynd eða ímyndun“ og Davíð Samúelsson frá Markaðsstofu Suðurlands kynnti verkefnið Winterwonderland.is. Þessi hópur mun hittast 3-4 sinnum á ári hér eftir, næst á Kirkjubæjarklaustri í lok apríl. /MHH Matar-, ferða- og menningarfulltrúar á Suðurlandi funduðu í Vík í Mýrdal: Vilja byggja Suðurland upp sem eftirsóknar- verðan áfangastað fyrir ferðamenn Á hópmyndinni eru fremst, Björg Erlingsdóttir frá Menningarmiðstöð Horna- fjarðar, Ingunn Jónsdóttir frá Matís, Kristín J. frá Vestmannaeyjum, Vigfús Ásbjörnsson frá Matís, Sigríður Dögg Karlsdóttir frá Í ríki Vatnajökuls, Ásborg Arnþórsdóttir úr Uppsveitunum, Ólafía Jakobsdóttir frá Kirkjubæjarstofu og Barbara H. Guðnadóttir frá menningarfulltrúa Ölfuss. Fyrir aftan Sigrún Kapitóla úr Hjólreiðaferðamennsku, Rannveig Ólafsdóttir og Steingerður Hreinsdóttir frá Kötlu Jarðvangi, Þórður Sigurðsson og Fanney Björg Sveinsdóttir frá SASS, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir frá Markaðsstofu Suðurlands, Hrafnkell Guðnason frá Háskólafélagi Suðurlands, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson frá Kötlusetri, Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir frá Upplýs- ingamiðstöð Suðurlands, Jóhann Margrét Hjartardóttir úr Hveragerði og Davíð Samúelsson frá Markaðsstofu Suðurlands. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Með yfirburði í lestri prentmiðla á landsbyggðinni Dreift í 28 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.