Bændablaðið - 07.03.2013, Side 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013
Sundlaugin í Borgarnesi stendur
við Þorsteinsgötu 1 í Borgarnesi.
Elsti hluti sundlaugarinnar er
innisundlaug sem er 6,5 x 12,5
metrar, en hún var byggð árið
1976.
Árið 1997 var Landsmót
Ungmennafélags Íslands síðan
haldið í Borgarnesi og í tilefni af
því var útisvæði tekið í notkun.
Það samanstendur af sundlaug sem
er 12,5 x 25 metrar, tveimur heitum
nuddpottum, þriðja heita pottinum
og vaðlaug. Auk þess er eimbað
við sundlaugina, en gufan í það
kemur beint úr Deildartunguhver,
og þrjár misstórar rennibrautir sem
börn jafnt sem fullorðnir geta
skemmt sér í. Einnig er gufubað í
byggingunni sem hægt er að panta
tíma í fyrir hópa.
Á föstudögum er innilaugin
hituð upp í 34 gráður fyrir
ungbarnasund, en sú upphitun er
jafnframt mjög vinsæl hjá öðrum
sem illa þola kulda. Um 135.000
gestir sækja laugina heim árlega.
Sundlaug Borgarness er opin
alla virka daga frá 6.30 til 22.00
en frá 9.00 til 18.00 um helgar.
Frekari upplýsingar má fá í síma
437-1444 eða með því að senda
tölvupóst á netfangið sundlaug@
borgarbyggd.is
Sundlaugin í Borgarnesi
Laugar landsins
Vélabásinn
Suzuki Jimny:
Alvöru smájeppi með meira innanrými en ætla mætti
Fyrir nokkru þegar ég kom út
úr „Bændahöllinni“ sá ég erlend
hjón vera að hlaða í bílaleigubíl
af gerðinni Suzuki Jimny. Hjónin
voru frekar vel í holdum og
grunaði mig að þessi bíll væri
full lítill fyrir þau. Töluvert er af
þessum bílum í umferðinni, en
oftast eru þetta bílaleigubílar sem
eru vinsælir meðal útlendinga. Þó
þekki ég nokkra eigendur Suzuki
Jimny sem láta vel af þeim. Oft
hefur mig hins vegar langað að vita
hvort það sé ekki vont að keyra
svona stutta en samt tiltölulega
háa bíla á íslenskum vegum, eins
vondir og þeir oft eru.
Ég fór í Suzuki Bíla í Skeifunni og
fékk lánaðan glænýjan sjálfskiptan
85 hestafla Jimny til að reyna við
dæmigerðar aðstæður á vondu
vegakerfi Íslands. Ég hef alltaf verið
á þeirri skoðun að munurinn á jeppa
og jepplingi sé að jeppi þurfi að vera
byggður á grind, með hátt og lágt drif
og helst með heilar hásingar. Suzuki
Jimny er byggður á grind, með heilar
hásingar að framan og aftan og með
hátt og lágt drif. Að þessum sökum
vil ég meina að Suzuki Jimny teljist
til jeppa og sé ekki jepplingur.
Vinsæll meðal bænda
í útlöndum
Víða erlendis er Jimny vinsæll meðal
bænda til að fara á um landareignina
og oftar en ekki er þá þessum bílum
breytt aðeins með tilliti til öryggis
með öflugu veltibúri sem er utan
á bílnum. Flestir kaupendur Jimny
á Íslandi eru bílaleigur, sem hafa
verið að kaupa um 100 svona bíla
árlega. Þegar ég settist inn í bílinn
var rýmið inni í honum mun meira
en ég hafði haldið bæði fyrir axlir og
fótapláss, útsýnið gott til allra átta
úr ökumannssætinu, hliðarspeglar
góðir, en baksýnisspegillinn inni í
bílnum mætti alveg vera örlítið stærri
á alla kanta.
Lítið vélarhljóð
Hljóð frá vélinni er nánast ekki
neitt inn í bílinn og greinilega er
góð hljóðeinangrun á milli vélar og
farþegarýmis. Persónulega hef ég
aldrei verið hrifinn af sjálfskiptum
bílum (vil sjálfur keyra mína bíla) en
sjálfskiptingin í þessum bíl er mjúk
og finnur maður nánast ekkert þegar
bíllinn skiptir sér upp og niður.
Stíf fjöðrun og slök einangrun
að aftan
Á mjög vondum og holóttum vegi
fann ég vel að bíllinn var stífur
og nánast hjó í verstu holunum,
en gripið var gott þó að ég hafi í
fyrstu verið bara í afturhjóladrifinu.
Ekki versnaði gripið þegar ég setti í
fjórhjóladrifið, því þá var hreinlega
eins og bíllinn væri límdur við
mölina og mun betra að keyra hann.
Óvönum útlendingum í akstri á möl
ætti síðan að benda á að betra sé að
keyra bílinn í fjórhjóladrifinu til að
minnka líkur á að hjólin snúi upp í
miðri Íslandsför. Það eina fyrir utan
stífleikann í fjöðruninni sem ég fann
að bílnum á mölinni var að töluvert
steinahljóð var upp undir bílinn aftan
til (frá innri brettunum að aftan var
smá steinahljóð), en ekkert veghljóð
kom frá fremri hlutanum.
Ágætur fyrir tvo til þrjá
auk farangurs
Áttatíu og fimm hestöflin eru allt
í lagi fyrir venjulegan akstur þar
sem einn eða tveir eru í bílnum,
en ef bíllinn er fullhlaðinn mættu
alveg vera 20 aukahross og ef maður
breytir jeppanum í „túttujeppa“,
svona eins og Ólafur Ragnar ætlaði
að gera við Læðuna í Dagvaktinni,
þá veitir ekki af nokkrum hrossum í
viðbót undir húddið.
Þó að Suzuki Jimny sé skráður
fyrir fjóra finnst mér plássið það lítið
í aftursætunum að þessi bíll sé bestur
til ferðalaga fyrir tvo til þrjá, enda
er farangursrýmið svo lítið að það
veitir ekkert af því að fórna fjórða
sætinu fyrir farangur. Hins vegar
hef ég heyrt sögu af fólki sem hefur
sparað sér gistingu með því að sofa
í Jimny-bílaleigubíl.
Vélaprófanir
hlj@bondi.is
Hjörtur L. Jónsson
Verð: (Sjálfskiptur) 3.790.000
Lengd: 3.695 mm
Breidd: 1.600 mm
Hæð undir lægsta punkt: 190 mm
Hestöfl: (1,3 L, 16v) 85
Þyngd: 1.060 kg.
Helstu mál Mercedes Benz B-Class:
Það eru 19 sentímetrar undir lægsta punkt, sem er ekki það mesta sem þek- Bændur í Evrópu nota Jimny talsvert sem vinnubíl og þá er hann oft útbúinn