Bændablaðið - 14.11.2013, Page 44

Bændablaðið - 14.11.2013, Page 44
45Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Guðmundur Jóhannesson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt S: 480-1808 mundi@rml.isHuppa til móts við kjötframleiðendur Í síðustu grein fór ég yfir nýtt frjósemis yfirlit sem bætt var í nautgriparæktarkerfið Huppu í sumar. Það yfirlit kemur að nokkrum notum fyrir þá bændur sem eru með holdakýr til fram- leiðslu á nautakjöti. Til þess að koma enn frekar til móts við framleiðendur nauta kjöts var bætt inn yfir liti yfir slátur gögn í sumar. Yfirlitið nýtist að sjálfsögðu ekki bara fram leiðendum nauta- kjöts heldur einnig mjólkur- framleiðendum því skýrslan nær einnig yfir innlagðar mjólkur kýr og kvígur. Þetta er skýrsla sem er að finna undir „Skýrslur“ í valröndinni vinstra megin og heitir „Yfirlit sláturgagna“. Skýrslan gefur yfirlit yfir kjötframleiðslu búsins á tímabili sem notandinn velur sjálfur. Rétt er að taka fram að skilyrði er að sláturgögn frá sláturhúsi hafi verið staðfest áður, þ.e. að fallþunga- og kjötmatsupplýsingar hafi verið staðfestar á réttan grip, því skýrslan vinnur eingöngu með staðfest sláturgögn. Skýrslunni má skipta í tvennt. Annars vegar er um að ræða lista með þeim gripum sem fargað hefur verið á því tímabili sem valið er og hins vegar yfirlit um meðaltöl og magn á sama tímabili. Hægt er að flokka gögnin eftir öllum gripum, kúm, kvígum eða nautum. Þarna má sjá raunupplýsingar um hvern og einn grip eins og fallþunga, flokkun og aldur í dögum við slátrun. Kerfið reiknar svo út áætlaðan lífþunga miðað við fyrirframgefna kjötprósentu sem er 44% fyrir kýr, 46% fyrir kvígur og 48% fyrir naut. Ef um er að ræða vigtun á fæti 14 dögum eða skemur fyrir slátrun reiknar kerfið út raunverulega kjötprósentu. Út frá þessum upplýsingum og áætluðum fæðingarþunga er svo reiknaður áætlaður vaxtarhraði í g/dag. Það sama á við um fæðingarþungann að sé gripur veginn skömmu eftir fæðingu er raunþunginn notaður í stað áætlaðs fæðingarþunga. Kerfið miðar við að fæðingarþungi sé 34 kg nema Limousine-blendingar 39 kg. Í yfirlitnu um meðaltöl og magn er að finna yfirlit eftir flokkun í sláturhúsi. Á meðfylgjandi mynd er að finna dæmi frá búi þar sem öll naut sem fargað hefur verið á árinu 2013 hafa farið í UNI*A og UNIA. Þarna fá menn yfirlit um fjölda gripa sem farið hafa í hvern flokk, meðalfallþunga, meðalaldur í dögum og heildarmagn innvegins kjöts eftir flokkum. Kerfið sýnir svo áætlaða kjötprósentu eða raunverulega kjötprósentu ef gripirnir hafa verið vigtaðir á fæti fyrir slátrun og þungi skráður í Huppu. Út frá þessum upplýsingum er svo reiknaður vaxtarhraði í g/dag. Að lokum er svo hlutfallsleg skipting gripa og kjöts eftir sláturflokkum sýnd á myndrænan hátt á kökuriti. Það er okkar von að þessi skýrsla eða yfirlit nýtist mönnum til þess að bæta framleiðslu nautakjöts og gera hana hagkvæmari. Við skoðun á þessum gögnum hefur maður fljótt séð mikinn mun í vaxtarhraða og að þeir gripir sem eru að flokkast í lak- ari flokka eins UNI M eru þeir gripir sem vaxa hægar. Oft á tíðum eru það gripir sem maður hefur grun um að hafi fengið slakt eldi í byrjun, til dæmis kálfar sem hafa verið keyptir á mjólkurfóðrunarskeiðinu og orðið of mikið um flutninginn. Með því að rýna aðeins í gögnin má oft finna skýringu á því hvers vegna við- komandi gripur óx ekki eins og til var ætlast. Þegar skýringin er fundin er hægt að bæta úr. Þá er hægt að snúa dæminu við og sjá hvers vegna ákveðinn gripur eða gripir náðu miklu betri vexti en aðrir gripir og beita þeim fóðrunaraðferðum sem beitt var á þá framvegis. Auðvitað er hér um ákveðna nálgun að ræða þar sem í langflestum tilfellum liggja ekki fyrir ákveðnar stærðir eins og fæðingarþungi og þungi á fæti fyrir slátrun. Hins vegar gerir kerfið ráð fyrir að menn geti skráð þessi gögn og fengið þannig út raunverulegt kjöthlutfall og vaxtarhraða. Þrátt fyrir að þetta sé nálgun er um að ræða ágætis yfirlit sem á að geta hjálpað til við að bæta framleiðslu nautakjöts í landinu. Verslun FB Selfossi – 27. nóvember frá kl. 18 - 21 Verslun FB Hvolsvelli – 28. nóvember frá kl. 18 - 21 Verslun FB Egilsstöðum – 29. nóvember frá kl. 15 - 19 Chris King og Jens Rassmussen halda kynningar. Frábær tilboð – nýjungar kynntar. Léttar veitingar og spjall. – í héraði hjá þér – N Ý PR EN T eh f. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.