Bændablaðið - 14.11.2013, Síða 51

Bændablaðið - 14.11.2013, Síða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013 Hildur Arney er 8 ára gamall nemandi í Vesturbæjarskóla og hefur mest gaman af sérgrein- um og áætlun í skólanum. Hún er einnig mikil körfuboltakona og æfir íþróttina með KR. Nafn: Hildur Arney. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Öldugata í Reykjavík. Skóli: Vesturbæjarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Sérgreinar og áætlun. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kettir, hundar og hamstrar. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur og sushi. Uppáhaldshljómsveit: Fjallabræður og Retro Stefson. Uppáhaldskvikmynd: Það er mynd um hund og tvær systur sem ég man ekki hvað heitir. Fyrsta minningin þín? Mamma, pabbi og Lilli, bangsinn sem ég fékk á fæðingardaginn minn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi körfu með KR. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Körfuboltakona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég fæddist tveimur og hálfum mánuði fyrir tímann. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Þegar mamma og pabbi fara til útlanda en það er gaman þegar þau koma til baka. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Við fórum í Fjallabræðra- útilegu, ættingjaútilegu og á Bifröst og í Borgarnes og ég fór einnig til Ísafjarðar. /ehg PRJÓNAHORNIÐ Stærð: Ein stærð. Efni: Frapan frá garn.is, 1 dokka af hverjum lit Ljósgrænt nr 91249 Gyllt nr 91252 Vínrautt nr 70903 Blátt nr 91255 Dökkgrænt nr 91247 Ljósasería með 10 ljósum Lítil frauðbjalla Heklunál: Heklunál nr 3 (hægt er að nota nr 3,5 ef heklað er fast). Aðferð: Bjöllurnar eru heklaðar í hring. Síðan eru þær stífaðar með sykurstífelsi, látnar þorna á frauðbjöllu og settar á seríu. Heklaðar eru jafn margar bjöllur og ljósin eru á seríunni. Hægt er að nota stærri seríu og fjölga bjöllunum og litunum. Bjalla: Heklið 8ll og tengið í hring með kl. 1. umf: heklið 10fp utan um hring- inn. 2. umf: Heklið 2ll, heklið 1 st á sama stað,* heklið 2ll, heklið 2st í þarnæsta fp*, ent frá *-* út umf og endið með kl efst í ll úr byrjun umf. Þá eiga að vera 5 stuðlaklasar. 3. umf: Heklið 2ll, heklið 1 st á milli st úr síðustu umf,* heklið 2ll, heklið 2st á milli næstu st úr síðustu umf*, ent frá *-* út umf og endið með kl efst í ll úr byrjun umf. Endurtakið svo 3. umf 4 sinnum í viðbót. Síðasta umferðin er svo þannig: Heklið 2ll, heklið 1 st á milli st úr síðustu umf, heklið 2ll, heklið 2st á milli sömu st,* 3ll, 2 st á milli næstu st, 2ll, 2 st á sama stað *, ent frá *-*, ljúkið með kl, slítið bandið og dragið í gegn. Frágangur: Gangið frá endum. Sjóðið saman vatn og sykur, helming á mót helm- ingi, og bleytið bjöllurnar. Setjið þær síðan á frauðbjöllur og látið þorna. Dýrfinna Guðmundsdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Elskar grjónagraut og sushi Bjöllur á seríu Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Létt ÞungMiðlungs 2 5 9 6 3 7 6 1 1 4 5 4 3 6 7 7 6 9 5 9 1 6 5 2 4 4 7 6 1 2 7 9 8 9 4 4 3 8 1 3 2 7 3 7 4 9 8 2 1 7 6 2 9 8 4 8 5 1 5 6 6 2 5 7 2 1 3 9 2 8 3 6 7 5 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.