Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1958, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.05.1958, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 37 og er því hvorki tekið tillit til makalífeyris né barnalífeyris. Síðan lief ég reiknað verð- mæti væntanlegra tekna við 16 ára aldur, og er þá átt við tekj- ur að frádregnum hinum til- tekna kostnaði og sköttum. Reiknað er með 60% ellilifevri, þar eð gert er ráð fyrir að 40% greiði starfsmaður sjálfur með iðgjöldum sínum. Reiknað er með dánarlíkum íslenzkra karla 1921—1930 og 4% vöxtum. Raunar væri rétt að reikna með aktíftöflum og gera ráð fvrir örorkulífeyri, en íslenzkar aktíf- töflur eru ekki til og auk þess liafa dánarlikur breytzt mjög á síðustu áratugum og aðferð- irnar mundu sýna því sem næst sömu mynd, þegar litið er á hlutfall milli stéttanna. Reiknað á ofangreindan hátt telst mér verðmæti væntanlegra tekna við 16 ára aldur vera sem hér segir: Læknir......... kr. 591.050,00 Lögregluþjónn . — 787.625,00 Rarnakennari . . — 855.217,00 Sé talan fyrir lækni sett 100, er lögregluþjónn með 133,3 og barnakennari með 144,7. Eðlilegt er, að tölur þessar séu bornar saman við saman- lögð laun manns, sem nær 65 ára aldri, 16—64 ára, en þau eru sem hér segir: Læknir......... kr. 2.797.849,00 Lögregluþjónn — 2.559.357,00 Barnakennari — 3.022.223,00 Hin mismunandi hlutföll stafa af því, að dreifing tekna á ævina er mismunandi. Vextir og dánarlikur valda því, að verðmæti tekna síðari hluta æv- innar er minna en þeirra tekna, sem aflað er fyrr á ævinni. Skattar eru þvngri á þeim, sem vinna sér inn ævitekjurn- ar á skömmum tíma. Loks veld- ur kostnaður nokkrum mismun. Eins og áður er nefnt, er ekk- ert tillit tekið lil framfærslu- kostnaðar, og er því ekki reikn- að með spöruðum framfærslu- kostnaði þeirra, sem deyja ung- ir. Jöfnun hlutfalla með lilut- fallslegri hækkun launa mundi því þýða, að þeir læknar, sem ná háum aldri, mundu fá bætt upp það, sem liinir hafa misst miðað við aðrar stéttir. Um forsendur þær, sem út- reikningur þessi hvílir á, má deila. Gert er ráð fyrir föstu kauplagi og verðlagi. Og þótt gert væri ráð fyrir, að tölur þessar táknuðu verðgildi án til- lits til verðlags, mætti telja slíkt óeðlilegt. Sé gert ráð fyrir nokk- urri hækkun á verðgildi kaups árlega, breytist ldutfallið nokk- uð læknum í vil. Hér á móti mætti e.t.v. telja 4% vexti full lága. Ekki er vitað um dánar- líkur einstakra stétta. Virðingarfyllst, Guðjón Hansen (sign.) Til Læknafélags Reykjavíkur, Reykjavík.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.