Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1958, Page 27

Læknablaðið - 15.07.1958, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 81 t Itjarni Signrðsson ^firlæknir, Kcflavík F. 30. sept. 1904. D. 1. júlí 1958. Hann var sonur hjónanna cand. phil. Sigurðar Pálssonar, bónda að Auðshaugi, og konu hans Vilborgar Þorvaldsdóttur, en ólst upp hjá ömmu sinni, Kristínu Jónsdóttur og siðari manni liennar séra Bjarna Sí- monarsyni að Brjánslæk. Naut hann hinnar beztu umönnunar og ástríkis hjá þessum merkis- hjónum, og er tími var til, settu þau hann til mennta. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Beykjavík 1924. Var hann fyrst að hugsa um að nema guðfræði, en sneri sér þó strax að læknisfræði, og lauk prófi í henni frá Háskóla Is- lands vorið 1931. Ég kynntist Bjarna fyrst í Menntaskólanum, og þó aðal- lega í Háskólanum. Ég man enn, hvað hann gat verið innilega kátur og glaður i hópi fárra vina og kunningja. Þá var eins og strokin af honum öll feimni, og hann, sem daglega var hlé- drægur, dulur og fáskiptinn, gat þá leikið á als oddi. — Að loknu prófi var hann 15. júlí ’31 settur héraðslæknir við Isafjarðardjúp, sem þá hét Nauteyrarhérað, til 31. des. ’31. Þá var skipt um nafn á hérað- inu, og liét það næst Ögurhér- að, en Bjarni gegndi þar störf- um áfram til 30. okt. ’34. Hon- um féll mjög vel í Ögri, og varð brátt mjög vinsæll af Djúp- mönnum. Hann sá því eftir að fara þaðan, en öðrum lækni hafði verið veitt liéraðið. Hann fór þá utan til fram- haldsnáms i Hamborg og Kaup- mannahöfn. Héraðslæknir á Flateyri var liann settur 1. jan. ’36 og gegndi þvi til 30. sept. ’36. Þá var hann skipaður héraðslæknir i Beyk- dælahéraði (1. okt. ’36) og sat að Breiðumýri. Hann lét vel yf- ir sér þar, hafði nóg að starfa, þvi að auk læknisstarfsins i Beykdælahéraði, vann hann oft á sjúkrahúsinu á Húsavik með héraðslækninum þar. Ilinn 15.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.