Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1960, Side 54

Læknablaðið - 01.09.1960, Side 54
122 LÆKNABL A ÐIÐ alaldur finnskra karlmanna yf- ir þrítugt. Síðan 1940 hefur nieðalaldur finnskra lækna hækkað töluvert, eins og VI. tafla sýnir, en var þó enn 1950 tveimur árum lægri. Á þessu timabili fjölgaði læknum í Finnlandi, og 1952 voru þeir sex sinnum fleiri en um aldamótin, og voru þó þá aðeins 5.1 á hverja 10.000 íbúa, lil samanburðar við 17.7 hér á landi, enda er þar enn mikill læknaliörgull. Dánartíðni lækna í Banda- ríkjunum var rannsökuð 1926 (2) og aftur 1949—1951 (3). í bæði skiptin reyndist dánar- tala þeirra heldur lægri en karl- manna almennt í sömu aldurs- flokkum af livíta kynþættinum. Dauðsföllin voru 1949—1952 heldur fleiri í einungis 3 af 11 sjúkdómsflokkum. Þessir flokk- ar voru hjartasjúkdómar, syk- ursýki og sjálfsmorð. í öllum 5 ára aldursflokkunum var dán- artalan lægri, nema tveimur, 60—64 og 65—69, en þó var munurinn þar svo lítill, að nær engu nam. Samkvæmt þessari ítarlegu rannsókn á 10.738 læknum virt- ist meðaldánaraldur lækna í Bandaríkjunum vera yfirleitt heldúr liærri en annarra manna af livíta kynþættinum þar í landi, og liann liafi farið hlut- fallslega liækkandi, þar eð mun- urinn var meiri 1949—1952 en 1926. Ekki var áfengisnevzlu né annarrar nautnalyfjanotkunar getið þar sem dánarorsakar. Stafar það sennilega af því, að ekki var unnt að kanna þar dán- arvottorð svo margra lækna vegna persónulegra ókunnug- leika varðandi þessar dánaror- sakir, sem menn hneigðust eðli- lega mjög til að fara leynt með og dylja. Niðurstaða. Meðaldánaraldur íslenzkra lækna virtist vera mjög svipað- ur og annarra karlmanna al- mennt í sömu aldursflokkum hér á landi. Virtist hann þó sízt hafa aukizt ldutfallslega síðustu árin. Tiltölulega fáar sambæri- legar rannsóknir liafa verið gerðar. Er að sjá sem læknar á Islandi hafi verið betur á vegi staddir að þessu leyti en t. d. í Finnlandi, en heldur verr en læknar í Bandaríkjunum. Ekki er unnt að draga ákveðnar á- lyktanir varðandi þetta, vegna þess hve lágar tölur okkar eru. Dauðsföll af völdum drykkju- sýki og annarrar nautnalvfja- notkunar voru alltið. — Eng- inn samanburður við önnur lönd um þetta virðist vera tiltækilegur, þar sem þess er ekki getið i niðurstöðum þeirra rannsókna, sem fram hafa farið á dánarorsökum lækna. Fyrsta skilyrði þess, að unnt sé að bæta slæmt ástand, er það, að menn geri sér ástand- ið Ijóst. Aðrar dánarorsakir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.