Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1960, Side 60

Læknablaðið - 01.09.1960, Side 60
128 LÆKNABLAÐIÐ læknar, sem mesta reynslu hafa og mesta aliið liafa lagt við með- ferðina, séu á einu máli um gildi hennar til að lækka dánartölu af völdum kransæðastiflu. Má þar til nefna læknana Nichol, Wright, Owren, Holten, Gil- christ og Conrad. Lætur nærri, að í höndum þessara manna hafi dánartalan lækkað um % til % hluta. Er þetta árangur, sem óhyggilegt væri að loka augun- um fyrir, enda ráðleggja þessir læknar segavarnir við alla l>ráða infarkta. Meðalveg fara svo aðrir, svo sem t. d. Russel, sem telur sega- varnir aðeins nauðsyn fyrir þá sjúklinga, sem þyngst eru haldn- ir. Skipting hans í „good and liad risk“-sjúklinga í uppliafi meðferðar hefur þó reynzt hald- lítil öðrum, og er okkar litla reynsla á Landspítalanum i sam- ræmi við það. Loks er að telja þá lækna, sem enn fordæma þessa lækn- ingaaðferð, að því er virðist af nokkru ofstæki, svo sem dr. Ewans i London, sem lét svo ummælt fyrir nokkrum árum: „That anticoagúlation treatment in coronary occlusion will go the way of other discarded re- medies is certain. Let it go soon, let it go now, hefore remorse weighs too lieavily of those, who may continue for a little time longer to advocate its use.“ Svo mörg voru þau orð. Reynsla margra lækna hin síðari ár af segavörnum til að hindra infarkt-myndun við kransæðaþrengsli (hj arta- kveisu) er sambærileg við það, sem fyrr er sagt um árangur, þegar um hráða hjartainfarkta er að ræða. Birtar hafa verið skýrslur um vandlega unnar rannsóknir á þessu efni á und- anförnum árum (Owren, Bjer- kelund, Waaler, Med. Research Council i Englandi, Nichol, Too- hey o. fl.). Niðurstöður þessara manna eru mjög áþekkar, þ. e. dánartala sjúklinganna lækkar um j/2 til % hluta, eða jafnvel enn meira, á fyrsta ári meðferð- ar. Waaler hefur fært sönnur á, að enn betri árangri megi ná, ef lækningin er liafin inn- an eins árs frá því, að fyrstu einkenni koma í Ijós. Ég mun ekki ræða hér frekar þessa lilið málsins, en Ólafur Geirsson mun hér á eftir gera grein fyrir henni, um leið og hann skýrir frá tæknilegri hlið málsins og þeim hættum, sem lækningaaðferðinni fvlgja. Mér liefur þó þótt ástæða til að drepa á þetta liér, þar sem mikill fjöldi sjúklinga liér á landi kæmi til greina, ef til slíkrar meðferðar kæmi. Til glöggvunar á því hef ég tekið saman úr sjúkraskrám lyflæknisdeildar Landspítalans þá sjúldinga, sem þar hafa leit- að sér lækningar vegna lijarta- kveisu á árunum 1947 1959, og er niðurstaðan þessi:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.