Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1960, Qupperneq 75

Læknablaðið - 01.09.1960, Qupperneq 75
LÆKNABLAÐIÐ 143 ingu brjósks eru athuganir höf. á næringu brjóskkjarnans, áður en nokkur beinmyndun er liaf- in, mjög athyglisverðar. í þriðja þætti bókarinnar ger- ir liöf. loks á skilmerkilegan hátt grein fyrir 27 sjúklingum með osteochondrosis juvenilis í capitulum humeri, sem hann hefur leitað uppi um gjörvalla Svíþjóðu. Áður hafa samtals verið hirtar athuganir á 30 til- fellum af sjúkdómi þessum, en sá, sem kemst næst höf. þessa rits, lýsir einungis fjórum sjúkl- ingum. Bókin öll er mjög vel skrif- uð, þýdd á góða ensku og prýdd ágætum röntgenmyndum. Báðar ritgerðirnar eiga sann- arlega erindi til fleiri lesenda i læknastétt en örfárra beina- og röntgenlækna. Ásm. Brekkan. ★ Brot á efri enda upphandleggs. — Doktorsritgerð Friðriks Einars- sonar. Lausleg þýðing úr bóka- ummælum I The Journal of Bone and Joint Surgery, maí 1959. „Þetta er skilmerkilegt rit eftir íslenzkan skurðlækni, sem reist er á nákvæmri athugun á 302 beinbrot- um á efri hluta upphandleggs. — Höfðu a. m. k. sjö skurðlæknar í Danmörku þessi beinbrot til með- ferðar. Hefur höfundurinn rannsak- að mál þetta frá öllum hliðum og sett upp 64 töflur til þess að sýna mun á árangri við meðferð með spelkun (abduction splintage) og því að láta handlegg hanga í stutt- um hálsfetli (collar and cuff sling). Fyrstu 36 blaðsíður bókarinnar eru einvörðungu helgaðar rannsókn á ritum um efnið (79 tilvitnanir), en síðustu 47 blaðsíðurnar eru sjúkrasögur 42 einstaklinga, ásamt röntgenmyndum. Dr. Friðrik Einarsson hefur án efa sannað, að meðferð með stutt- um hálsfetli og æfingum er árang- ursbetri en spelkun. Yfirlit hans vf- ir meðferðina er skemmtilega gagn- ort (2Ys bls.). Nefnist það „Uppá- stunga um tilhögun meðferðar". — Verðskuldar yfirlit þetta lestur sér- hvers skurðlæknis, sem fæst við lækningu beinbrota, en einkum þeirra lækna, sem mæla með skurð- aðgerð eða spelkun. Ungum læknum, er vilja kynnast þvi, hve unnt er að rannsaka skurð- læknisverkefni vel, er ráðlagt að lesa bókina spjaldanna á milli.“ Höfundur þessara ummæla, L. W. Plewes, er i ritstjórn The J. of Bone and Joint Surgery og í stjórn Brit. Orthopedic Association. Ólafur Geirsson. ------•------- FltÁ LÆKNUM: Jón Sigurðsson, cand. med. var settur héraðslæknir í Siglufjarðar- héraði frá 6. apríl til 1. okt. 1960. Jón Hannesson, læknir, hefir hinn 13. april 1960 fengið leyfi til þess að starfa sem sérfræðingur í hand- lækningum. Geir Jónsson, héraðslæknir í Reykhólahéraði, fékk lausn frá því embætti frá 1. júlí 1960. Þorsteinn Sigurðsson, héraðslækn- ir í Norður-Egilsstaðahéraði, var hinn 1. apríl 1960 settur til þess að gegna Bakkagerðishéraði ásamt sínu héraði þangað til öðruvísi yrði ákveðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.