Læknablaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 38
112
LÆKNABLAÐIÐ
dóm, enda væri hann ekki aðal-
atriðið, lieldur skipulagsbreyt-
ingin. Á þeim grundvelli var
synjað um útnefningu í gerðar-
dóm.
Hætta á ferðum.
Yerði læknum synjað um
bætta slarfsaðstöðu og betri
laun, vofir sama hættan yfir
læknisþjónustu fjölhýlisins og
sú, sem þegar er komin i ljós
í dreifbýlinu. Læknar létu of
seint til sín heyra í sambandi
við erfiðleika dreifbýlisins, og
kom það í ljós á þann hljóðlega
liátt, að læknar fengust ekki lil
starfa í dreifbýlinu. Um síðustu
áramót mun nálega fjórða hvert
læknishérað liafa verið læknis-
laust eða skipað kandídat um
stuttan tíma, þar sem liann var
að inna af hendi lögskipaða
þegnskylduvinnu. Það skal
einnig tekið fram, að slík þegn-
skylduvinna er ekki lögð á aðr-
ar stéttir þjóðfélagsins, nema
að óverulegu leyti.
í þessu sambandi má einnig
minnast á, að á þessu ári taka
8 íslenzkir læknar bandariskt
læknapróf, sem veitir þeim tak-
mörkuð atvinnuréttindi þar. 1
apríl n.k. er fyrirhugað, að tæp-
ir 20 íslenzkir læknar taki slíkt
próf. Mesta liætta, sem vofir yf-
ir heilbrigðismálum þjóðarinn-
ar er sú, að við missum þá efni-
legustu af okkar yngstu lækn-
um til annarra landa. Eitt er
fullvíst, að þe^v sætta sig að-
eins við vinnuskilyrði, sem sam-
rýmast nútímakröfum. Enda
þótt íslenzkir læknar séu fúsir
til að starfa hér lieima fyrir
lægri laun en þeim hjóðast er-
lendis, þá má launamunur hér-
lendis og erlendis ekki vera of
mikill. Samanburður á þessu
tvennu hefur þó ekki verið not-
aður í yfirstandandi deilu. Við
getum ekki vænzl þess, að ungir
læknar liverfi lieim að sérnámi
loknu, nema þeim séu tryggðar
sambærilegar ævitekjur við það,
sem algengt er í þjóðfélaginu.
Samandregin lokaorð.
1) 25 ára trvggingafyrirkomu-
lagi á læknisþjónustu í
Reykjavík er lokið. Fyrir-
komulag þetta hefur lent í
algerri sjálfheldu og þarf
gagngerðrar breytingar við.
2) Mönnum hefur verið ljóst í
mörg ár, að slíkrar breyt-
ingar var þörf, og læknar
hafa unnið við bráðabirgða-
samninga siðan 19. maí 1960
og voru neyddir með gerðar-
dómi til þess að vinna við
jiessa samninga frá 1. okt.
1960 til 1. okt. 1961.
3) Læknar reyndust ófáanlegir
til að framlengja bráða-
birgðasamninginn öllu leng-
ur, án breytinga á skipulagi
heildarsamninga um endur-
hætt fyrirkomulag.
4) Læknar hafa farið fram á
greiðsluhækkanir, sem nema
um 100%, og fela í sér leið-