Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1962, Side 80

Læknablaðið - 01.09.1962, Side 80
138 LÆKNABLAÐIÐ einkum með tilliti til sérfræði- þjónustu, greitt fyrir samgöng- um til aukins flýtis og öryggis við sjúkraflutninga og reynt að finna hlutlæga mælikvarða á sjúkrahúsþörf á hverjum stað og réttlætanlegan tilkostnað vegna sjúkrahúsbygginga og þjónustu. Allt verður þetta skýr- ara, sé þróun þessarar skipanar rakin í samhengi. Á öndverðri þessari öld har ekki mikið á verkaskiptingu eða sérhæfingu innan vébanda Íæknavísindanna. Utan borga og fjölmennra bæja urðu al- mennir læknar að leysa eftir bezlu getu úr hverjum þeim vanda, sem að höndum bar, hvort heldur hann krafðist taf- arlausrar skurðaðgerðar, oft við örðugustu aðstæður, eða grein- ingar torkennilegra meina. 1 annan stað voru samgöngur þá ólíkt erfiðari og tímafrekari en nú gerist, enda algengast að miða vegalengdir við lestagang. Oft var síður en svo auðhlaupið að því fyrir lækni að komast til sjúklings í tæka tíð, og þó vitaskuld miklu erfiðara að koma honum í sjúkrahús. Af þessum ástæðum þótti þá hent- ast að dreifa út um byggðirnar litlum, blönduðum sjúkrahús- um, sem ekki voru í neinum tengslum hvert við annað, enda oftast rekin sem góðgerðar- stofnanir á vegum mannúðar- stofnana eða örlátra einstakl- inga. Nú er öldin önnur. Lækna- vísindin hafa fært svo út kví- ar þekkingar og tækni, að víð- tæk verkaskipting og umsvifa- mikil rannsóknartækni þykja nú sjálfsagðir hlutir, sem óhjá- kvæmilega verður að taka til greina 1 skipan almennrar sjúkrahúsþjónustu. Dýr tækni- búnaður er því vaxandi liður í stofnkostnaði sjúkrahúsa og þeim mun tilfinnanlegri, sem þau eru minni, sjúkrarúmin færri. Svipuðu gegnir um sér- fræðiþjónustu. Að vísu tíðkast enn, að almenningur láti sér nægja þjónustu eins sérmennt- aðs sjúkrahúslæknis, þó því að- eins, að liann sé skurðlæknir. Það haggar þó vitaskuld ekki þeirri staðreynd, að enginn einstakur læknir verður lengur talinn ein- fær að sinna öllu, sem að hönd- um kann að bera. Hins vegar þarf stór sjúkrahús til að standa undir mörgum sérfræðingum. Þar kemur og annað til greina. Staðsetning sérfræðinga á frjálsum vinnumarkaði er óum- flýjanlega háð lögmáli fram- Ijoðs og eftirspurnar. Mann- fjöldi, eða kannske réttara sagt þéttbýli, og hlutfallsleg tíðni sjúkdóma á hverjum stað ráða því, hversu mikið verkefni er þar fyrir hina ýmsu sérfræð- inga. Af þessum sökum er sjúkrahúsþjónusta í strjálbýli allmjög einskorðuð. Sérhæfðar sj úkdómarann- sóknir og vandasamar aðgerðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.