Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 84

Læknablaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 84
142 LÆKN ABLAÐIÐ vísbendingu um rúmaþörf. Þar kemur fleira til. Taka verður tillit til þess, hvernig þjónustu er háttað, hve mörg rúm þurfi til jafnaðar vegna lyflækninga, handlækn- inga og fæðingarhjálpar. 1 ann- an stað verður að taka tillit til meðallegutíma hvers sjúklings. Því skemmri sem hann er, þeim mun fleiri sjúklingum er unnt að sinna á ári hverju að óbreytt- um rúmafjölda. Talið er, að i litlum sjúkrahúsum sé hófleg- ur meðallegutími skurðsjúkl- inga og lyflæknissjúklinga 15 -20 dagar, ef langlegusjúkl- inga gætir lítið sem ekki, og sængurkvenna 12 dagar. Ann- ars ráða aldursskipting, heimil- ishagir, tryggingafyrirkomulag og álit almennings á þjónust- unni mestu um lengd hans. Ö- eðlilega langur meðallegutími getur stafað af óeðlilegum f jölda aldraðra sjúklinga eða lang- legusjúklinga, sem ekki verða sendir heim lil sín eða í önnur sjúkrahús. Áhrif þau, sem heim- ilishagir og tryggingafyrir- komulag geta haft á meðallegu- tíma, sjást af athugunum, sem gerðar voru á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum, en þar greiða sjúklingar yfirleitt sjálfir fyrir sig, en ekki almannatrygginga- sjóðir. Árleg meðalaðsókn af hverju þúsundi íbúa reyndist þar lægri hjá efnalitlum fjöl- skyldum en hinum, sem hetur voru stæðar. Hins vegar var meðallegutími hinna fyrrnefndu miklu lengri. Slafar þetta efa- laust af því, að efnalítið fólk leitar þar ekki í sjúkrahús, nema um alvarlega sjúkdóma sé að ræða. Al tur á móti þarfn- ast það einmitt fyrir þá sök, svo og sakir lakari híhýlakosts og erfiðari heimilishaga, lengri vistar að jafnaði. Almennt viðurkenndur mæli- kvarði á rúmaþörf er hlutfallið milli rúmafjölda (h) og fólks- fjölda í þúsundum (p), táknað b/p. Þetta hlutfall felur í sér margar breytilegar stærðir varðandi eðli þjónustunnar, að- sókn og legutíma og er því l^yggt á flóknum staðtöluút- reikningum. Samanburðargrundvöllur fyr- ir b/p hlutfall við ólíkar að- stæður fæst svo með kvörðun. Á Norðurálfuráðstefnu, sem haldin var í Genf árið 1931 um heilbrigðismál í sveitum, var gerð tilraun til að ákveða gildi þess fyrir lílil sveitasjúkrahús við tilteknar aðstæður. Einnig hefur verið reynt að miða b/p við fólksdreifingu. I Bandaríkj- unum hafa styrkir, sem að lög- um (Hill Burton Act) eru ætl- aðir vissum ríkissjúkrahúsum fyrir bráða sjúkdóma, verið takmarkaðir við hámarks b/p = 3.5 á svæðum, sem hafa til jafnaðar 2.5 íbúa eða færri á km2, og b/p = 2.5 á svæðum, með 4.5 eða fleiri á km2. Þar er sýnilega ætlazt til, að sjúkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.