Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 22

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 22
112 LÆKNABLAÐIÐ Pn, 7h 2. niynd: a): Heildarmagn ,,náttúrugeislunar“; b): Geislun „af manna- völdum“ í saina mælikvarða. (Geislavarnarstofnun þýzka sambandslýðveldisins, 1963). Framfarir á hinum ýnisu sviðum röntgenfræðinnar hafa mjög aukið á notagildi röntgengreiningar og munu enn eiga eftir að stórauka nýtingu og svið röntgenrannsókna. Röntgengreining situr því innarlega á bekk meðal hinna ýmsu sjúkdómsgreininga- og rannsóknaraðferða. Al' þessum sökum er sú raunin í öllum þróuðum löndum, að röntgenrannsóknum fjölgar mjög ört. Á Norðurlöndum cr meðalaukningin árlega talin um 10%, en hins vegar telja menn jiar nú, að „mettunarpunktur“, J). e. sá punktur hinnar hækkandi kúrfu, er hún tekur aðeins við eðlilegri íl)úa- fjölgun, kunni að vera í nánd: 1 Svíþjóð jafnvel 1975 og í Nor- egi og Finnlandi á næsta áratug þar á eftir. Samtímis þessari raunverulegu aukningu á rannsóknum er svið það, sem rannsóknirnar ná til, undirorpið stöðugum breyt- ingum: Rannsóknaraðferðirnar verða nákvæmari og hnitmiðaðri, en jafnframt breyting á þeim sjúkdómsmyndum og einkennum. er aðgengileg verða. Nákvæmar og hnitmiðaðar rannsóknir krefjast hins vegar oft meiri tíma, starfsliðs og í sumum tilfellum meiri geislunar. Samtimis verður þó að hafa í huga, að tæknilegar framfarir verða til þess að draga úr þeim geislaskammti, sem liver einstök rann- sókn j)arfnast. 1 þeim tilfellum t. d., þar sem skyggning getur enn þá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.