Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 31

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 119 Það eru vissulega ýmsir þættir, sem hafa áhrif á hin strang- læknisfræðilegu rök fyrir röntgenrannsóknum. Meðferð sjúkl- ingsins getur í mörgum tilfellum stjórnazt af niðurstöðum röntgenrannsóknar, t. d. hefur niðurstaða röntgenrannsóknar varðandi anatomiu og afstöðu stundum úrslitaþýðingu fyrir undirbúning og framkvæmd skurðaðgerðar. Þegar endurteknar röntgenrannsóknir eru framkvæmdar í þeim tilgangi að kanna áhrif lyl'ja eða annarrar meðferðar, falla þær undir klíniskar vísindarannsóknir, og verður vitanlega að taka fullt tillit til geislavarnarsjónarmiða við undirbúning og framkvæmd slíkra vísindarannsókna. Annar þáttur, sem mjög oft hefur bein áhrif á hina læknis- fræðilegu indicatio fyrir röntgenrannsóknum, er tíminn. Að vísu kemur tímaþátturinn oft mjög nærri því að teljast hrein læknis- fræðileg indicatio. 1 bráðum sjúkdómstilfellum getur röntgen- rannsóknin verið sú aðferð, sem á skemmstum tíma veitir nægar upplýsingar. Allt frá hinu augljósa dæmi um áhrif tímans á skyndilega rannsóknarákvörðun hafa öll stig tímafaktorsins áhrif. Við hinn enda þeirrar keðju koma svo samverkandi úhrif tíma og rúms, t. d. í formi nýtingar sjúkrarúma og annarrar aðstöðu sjúkrabúss. Það rými, sem fyrir hendi er, hlýtur að nýtast þeim mun betur, sem sá tími, er fer til rannsóknar hvers einstaks sjúklings, er styttur, og á þessu sviði geta e. t. v. röntgenrannsóknaraðferðir sparað mestan tíma. Annar þáttur, sem ol’t er nátengdur hinni strang-læknisfræði- legu indicatio, er umhyggjan fyrir álaginu á sjúklinginn. Vmsar rannsóknaraðferðir, svo sem berkju- eða magaspeglun, kunna að vera fyrir hendi; þehn er þó aðeins hægt að beita við takmark- aðan fjölda sjúklinga, en röntgenrannsókn getur leyst sjúkdóms- greininguna af hendi. Einn þáttur, sem að vísu er laust tcngdur hinum raunveru- legu „indicationum“, er kostnaðurinn. 1 þeim löndum, þar sem sjúklingurinn verður sjálfur að standa straum af allri sjúkra- húsvist sinni, er nauðsynlegt, að dvalartími á sjúkrabúsi sé tak- markaður eins og kostur er á, en þar er þá oft gripið til röntgen- rannsókna sem fljótvirkustu leiðar, þar sem beita mætti öðrum aðferðum. Stundum verður þess vart, að tillit til kostnaðar snúi þess- ari ákvörðunartöku við á furðulegan hátt með því að velja rann- sóknaraðferðir, eins og t. d. handlækniskönnun (exploratio) í til-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.