Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1968, Síða 33

Læknablaðið - 01.06.1968, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 121 sýn t fram á, hversu rangt það er, og geislaskammtar á lélegum tækjum í liöndum óvaninga eru vitanlega margfaldir. Jafnvel í höndum fullreyndra röntgenlækna og við beztu skilvrði eru geislaskammtar við skyggningu margfaldir á við geislaskammta við tilsvarandi, rétt gerða röntgenrannsókn. Of langt mál yrði að rekja hér lífeðlisfræðilegar og ljóstæknilegar forsendur sjón- skerpu augans fyrir og eftir dimmuaðlögun, svo og hemla við myndskynjun, en sjónskerpa hins dimmuaðlagaða auga er aðeins 1/100—1/1000 af eðlilegri sjónskerpu þess sama auga. Þegar þar ofan á bætist sú staðreynd, að skerpa skyggnimvndarinnar á skyggniskerminum er aðeins lítið hrot af skerpu sambærilegrar röntgenmyndar, þá virðist ljóst, að hið „diagnostiska“ upplýsinga- gildi skyggningar (fluoroscopiu) sem einstakrar rannsóknarað- ferðar er næsta lítið. Ætti því ekki frekar að þurfa að fjölyrða um það, að bæði geislavarnarsjónarmið og skynsamleg læknisfræðileg íhugun hljóta að mæla með því, að dregið skidi úr skyggningum svo sem frekast er unnt. Mjög takmörkuð þörf er á skyggningu við lungna- rannsóknir, og það er enginn fótur fyrir hinni útbreiddu notkun röntgentækja til skyggninga. Dæmi til stuðnings þeirri fullyrð- ingu er auðvelt að finna og skjalfesta, bæði liérlendis og erlendis. Það er hlægilegt, að sérfræðingar í röntgengreiningu og geislaeðlisfræðingar leggja sig alla fram við að gera geislavarnir sem virkastar á deildum sínum, gera má ráð fyrir, að sjúkling- urinn sé búinn að fá margfaldan röntgenskammt, áður en hann kemur til hinnar raunverulega greinandi rannsóknar. Grunnfærnisleg athugun gæti gefið sumum það í skyn, að röntgengreiningaraðferðir séu of mikið notaðar. Ég vil leyfa mér að halda því fram, að þær séu of lítið notaðar. Marga sjúkdóma hefði verið unnt að greina á frumstigi og j)á mátt lieí'ja raunhæfa meðferð og bægja frá þjáningum, ef læknir sjúklingsins hefði ekki liikað við að nota hina réttu sjúk- dómsgreiningaraðferð cða hún vcrið fáanleg. Það, sem gert er of mikið af, er vanhugsuð notkun jónandi geislunar í sjúkdómsgreiningarskyni, en of lítið er gert að yfir- lögðum rannsóknum. Það er út frá þessu sjónarmiði, sem meta verður geislahættu við röntgenrannsóknir, og það er von mín, að þetta yfirlit, sem að heimildum er reist á skýrslum og ábend- ingum W.H.O. og I.R.P., megi að nokkru skýra fyrir starfsfé- lögum mínum, á hvern hátt röntgengreiningardeild á og vill nálg- ast verkefni sín.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.