Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 41

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 127 eru við þrýsting yfir brotstaðnum, og þrýstingur annars staðar á rifið veldur sársauka á brotstað. Oft er ekkert mar að sjá. Venjulegt er að meðhöndla einföld rifbeinsbrot með befti- plástri, sem látinn er ná yfir viðkomandi brjóstkassahelming og dálítið upp og niður fyrir brotin. Þetta er einföld og handhæg meðferð og minnkar óþægindin með því að draga úr hreyfingum brjóstveggjarins. Hins vegar hefur hún þann ókost, að útþensla lungnanna getur orðið ófullnægjandi og hættara er við, að slím safnist fyrir i öndunarfæri og myndist atelectasis pulmonis. Til að hindra þetta má í stað heftiplástursmeðferðarinnar deyfa milli- rifjataugar (intercostal block). Eru taugarnar þá deyfðar aftan við brotin (proximalt), og til að ná sem beztum árangri eru millirifjataugar tveggja rifja fyrir ofan og tveggja rifja fyrir neðan rifbeinsbrotin einnig deyfðar. Til þessarar deyfingar væri heppilegt að velja langverkandi staðdeyfilyf, t. d. Marcain (Astra), sem deyfir í allt að 24 tíma. Slíkar deyfingar mætti síðan endurtaka. Fylgikvillar með rifbeinsbrotum Lungnahrun (atelectasis pulmonis) er algengasti fylgikvilli með rifbeinsbrotum, einkum hjá eldra fólki. Það kemur i ljós með bröðum púls (110—120 á mín.), mæði og hitahækkun. Meðhöndlun rifbeinsbrota með heftiplástri eykur þessa hættu, eins og áður er sagt. Loftbrjóst (pneumothorax) er algengur fylgikvilli með rif- beinsbrotum. Það eru livassar brúnir brotendanna, sem særa lungað og valda loftleka. Oft er um minni háttar rifu eða rifur á lunganu að ræða og orsakar tiltölulega lítið loftbrjóst. Hins vegar er ekki óalgengt, að loftin-jóst verði það mikið, að lunga það, sem um er að ræða, falli að meira eða minna leyti saman. Enn þá alvarlegra er svonefnl yfirþrýstings-loftbrjóst (tensions pneumothorax). Þá myndast eins konar loka (ventill) í rifunni á lunganu, sem hleypir lofti inn í brjóstholið við innöndun, en leggst fyrir rifuna við útöndun. Þrýstingurinn eykst því stöðugt í brjóstholinu sjúku meghi með þeim afleiðingum, að hlutaðeig- andi lunga fellur saman (collaberar), og eftir því sem þrýsting- urinn eykst meir og meir, þrýstist miðmætið (mediastinum) yfir til ósködduðu bliðarinnar, og getur þetta smám saman hindr- að útþenslu á heila lunganu og með því skapað lífshættulegt ástand með miklum öndunarerfiðleikum á skömmum tíma. Loftbrjóst kemur fram með minnkuðum öndunarhreyfing-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.