Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 42

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 42
128 LÆKNABLAÐIÐ um hlutaðeigandi lunga, holhljóð (tympaniskur tónn) heyrist við áslátt, og við lilustun ei’ii öndunarhljóð minnkuð eða horfin. Sjúklingurinn er mæðinn, ef til vill með bláleitan húðlit (cyanosis), og hann kvartar um fargóþægindi á brjósti. Röntgen- mynd af brjóstholinu veitir samt heztar upplýsingar um ástand lungnanna og úthreiðslu loftbi’jósts. En stundum er meðferð svo aðkallandi, að jafnvel töl'in við að taka lungnamynd getur oi’ðið afdrifarík fyi’ir sjúklinginn, og á þetta einkum við um yfirþrýst- ings-lofthi jóst. Þá verður að dæma eftir klínískum einkennum með vaxandi öndunarerfiðleikum, og við yfirþrýstinginn færist barkinn úr miðlínu. í slíkum tilfellum þarf að tæma loftið úr brjóstholi sem fyrst með því að gera hi’jóstholsástungu og síðar leggja inn brjóstholskera. Brjóstholsástunga (thoracocentesis): Venjulega er ástunga gerð í II. millirifjabili að framan og um tvær fing- urbreiddir út frá hrún brjóstbeinsins til þess að forðast arteria mammaria interna. Fyrst er staðdeyft alveg inn að brjósthimnu og síðan stungið í gegnum hana með deyf- ingarsprautunálinni. 1. mynd. Brjóstholskeri (bráðabirgða).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.