Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 43

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 43
ÆKNABLAÐIÐ 129 Við loftbrjóst kemur loft auðveldlega í sprautuna, þegar komið er inn í brjóstholið, og ef þrýstingur er mikill, getur bullan í sprautunni farið út sjálfkrafa. Ef hentug sprauta er við höndina (með tvívega krana), má draga loft út á þennan hátt og létta á þrýstingnum. Einnig má þegar tengja nálina við annan enda hæfilega víðrar gúmmí- slöngu, og liinn endi slöngunnar er síðan látinn niður undir vatnsyfirborð i stútvíðri og tappalausri flösku með vatni í, sem staðsett er neðar en brjóst sjúklingsins (sjá 1. mynd).3 Loftið getur þannig komizt út, en hvorki loft né valn inn. Þetta er þó aðeins bráðabirgðaráðstöfun, en gæti verið nægjanleg til þess að bjarga sjúklingnum frá því að deyja úr köfnun. Síðan þarf við fyrsta tækifæri að skipta yfir i lokað sogkerfi, og gúmmí- eða plastkeri lagður inn í brjóstholið (sjá 2. mynd). air 2. mynd. Lokað sogkerfi. Millirifja brjóstholskeri (intercostal tliorax drain): Skorinn er gegnum húðina lítill skurður, um eins cm lang- ur. Síðan er stungið inn í brjóstholið með ástungubroddnál („troicart") og þrædd í gegnum hann hæfilega víð slanga, t. d. Nelaton Katheter no. 16, sem síðan er tengd með tengi- slöngu við lokað sogkerfi. Kerinn er saumaður við húðina,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.