Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 53

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 131 sjúklingum með barkaslöngu eða barkapípu, og ráðlagt er að soga oft upp úr barkanum, jafnvel á 15 mín. fresti, vegna mik- illar slímmyndunar og hindra þannig, að pípan lokist. Þannig er kleift að hafa sjúkling í öndunartæki með barkapípu, allt þar til er brjóstveggurinn fer að styrkjast, rifbeinsbrotin að festast, og draga þá smám saman úr notkun öndunartækisins. Notagildi þess að gera barkaskurð með barkapípu (trac- heostomiu) í slíkum tilfellum má m. a. skilja af því, að við eðlilega (normal) öndun í hvíld hjá heilbrigðum manni andar hann að sér 500 ml af lofti við bvern andardrátt. I lok útöndunar eru um 150 ml af lofti, samsettu eins og útöndunarloft, eftir í nösum, kverkum, barka og barkakvíslum, þ. e. á hinu svokallaða dauða svæði (dcad space). 1 lok hverrar innöndunar eru lungna- blöðrur fylltar af blöndu af þessum 150 ml af lofti af áðurnefndu svæði og 350 ml af andrúmslofti, og dauða svæðið inniheldur í lok innöndunar 150 ml af andrúmslofti, sem tekur ekki þátt i loftefnaskiptingunni í lungunum, þ. e. í hvíld nýtist um 70% af innönduðu lofti. En þar sem um 100 ml af lofti liggja á dauða svæðinu milli nasa og barka við 3. brjóskhring, þar sem barka- skurður er venjulega gerður, minnkar dauða svæðið um % með því að gera barkaskurð, og nýting loftsins ætti þannig að verða um 90% miðað við, að aðrar aðstæður séu hinar sörnu. Laceratio pulm. Við rifbeinsbrot geta brotendarnir sært lungað og orsakað rifu á því, sein getur framkallað loftleka, svo sem fvrr var frá greint. Oft er rifan á lunganu ekki stærri en svo, að hún lokast af sjálfsdáðum, ef brjóstholskeri i sambandi við sog er lagður inn í brjóstliolið og látinn vera þar nokkra daga. í öðrum tilvikum getur rifa verið það stór, að sauma þurfi hana saman. 2. Brjóstbeinsbrot (fractura sterni) getur orsakað „flail chest“, eins og áður er minnzt á, en þó fremur, þegar samfara eru rifbeinsbrot. Ef um er að ræða litla eða enga aflögun (dislo- catio) á brotum og lítil eða engin takmörkun er á hreyfingum brjóstveggjarins, þarf ekki að gera annað en draga úr verkjum með lyfjum. Ef um „flail chest“ er að ræða, þarf að gera festingu annaðhvort með stálvír eða „innri festingu“, eins og áður var lýst. 4. Rifa cí J)incl (ruptura traumatica diapliragmae) getur or- sakazt af miklum áverka á kviðarhol eða neðri hluta rifjanna. Er þetla algengara við áverka vinstra megin á kviðarholi, og er talið, að lifrin verndi þindina að einhverju lejdi liægra megin. Hjá börnum kemur stundum fyrir, að þindin rifni, ef þau detta

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.