Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1968, Qupperneq 53

Læknablaðið - 01.06.1968, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 131 sjúklingum með barkaslöngu eða barkapípu, og ráðlagt er að soga oft upp úr barkanum, jafnvel á 15 mín. fresti, vegna mik- illar slímmyndunar og hindra þannig, að pípan lokist. Þannig er kleift að hafa sjúkling í öndunartæki með barkapípu, allt þar til er brjóstveggurinn fer að styrkjast, rifbeinsbrotin að festast, og draga þá smám saman úr notkun öndunartækisins. Notagildi þess að gera barkaskurð með barkapípu (trac- heostomiu) í slíkum tilfellum má m. a. skilja af því, að við eðlilega (normal) öndun í hvíld hjá heilbrigðum manni andar hann að sér 500 ml af lofti við bvern andardrátt. I lok útöndunar eru um 150 ml af lofti, samsettu eins og útöndunarloft, eftir í nösum, kverkum, barka og barkakvíslum, þ. e. á hinu svokallaða dauða svæði (dcad space). 1 lok hverrar innöndunar eru lungna- blöðrur fylltar af blöndu af þessum 150 ml af lofti af áðurnefndu svæði og 350 ml af andrúmslofti, og dauða svæðið inniheldur í lok innöndunar 150 ml af andrúmslofti, sem tekur ekki þátt i loftefnaskiptingunni í lungunum, þ. e. í hvíld nýtist um 70% af innönduðu lofti. En þar sem um 100 ml af lofti liggja á dauða svæðinu milli nasa og barka við 3. brjóskhring, þar sem barka- skurður er venjulega gerður, minnkar dauða svæðið um % með því að gera barkaskurð, og nýting loftsins ætti þannig að verða um 90% miðað við, að aðrar aðstæður séu hinar sörnu. Laceratio pulm. Við rifbeinsbrot geta brotendarnir sært lungað og orsakað rifu á því, sein getur framkallað loftleka, svo sem fvrr var frá greint. Oft er rifan á lunganu ekki stærri en svo, að hún lokast af sjálfsdáðum, ef brjóstholskeri i sambandi við sog er lagður inn í brjóstliolið og látinn vera þar nokkra daga. í öðrum tilvikum getur rifa verið það stór, að sauma þurfi hana saman. 2. Brjóstbeinsbrot (fractura sterni) getur orsakað „flail chest“, eins og áður er minnzt á, en þó fremur, þegar samfara eru rifbeinsbrot. Ef um er að ræða litla eða enga aflögun (dislo- catio) á brotum og lítil eða engin takmörkun er á hreyfingum brjóstveggjarins, þarf ekki að gera annað en draga úr verkjum með lyfjum. Ef um „flail chest“ er að ræða, þarf að gera festingu annaðhvort með stálvír eða „innri festingu“, eins og áður var lýst. 4. Rifa cí J)incl (ruptura traumatica diapliragmae) getur or- sakazt af miklum áverka á kviðarhol eða neðri hluta rifjanna. Er þetla algengara við áverka vinstra megin á kviðarholi, og er talið, að lifrin verndi þindina að einhverju lejdi liægra megin. Hjá börnum kemur stundum fyrir, að þindin rifni, ef þau detta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.