Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 54

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 54
132 LÆKNABLAÐIÐ niður á hart undirlag. í þessum tilfellum sést oft lítill eða enginn ytri áverki. Hættan liggur i því, að menn hafi ekki grun um þind- arrifu, þar til fram koma t. d. einkenni um garnastíflu með kveisustingjum og uppköstum. Venjulega er þindarrifan í (central) sinahluta hennar og oftast langsum eftir vöðvafösun- um. Þar sem umliggjandi vöðvar eru starfhæfir, er inniklemm- ing líffæra, sem farið hafa gegnum rifuna — venjulega smá- þarmar —, mjög algeng i þessum tilfellum. Hnífstungur og skotsár geta líka sært þindina, eins og gefur að skilja. Meðferð á þindarrifu er uppskurður (laparotomia eða thoracotomia), kviðarholslíffæri sett á sinn stað og rifan í þind- inni saumuð saman. 5. Áverkar á lungum (laesio pulni.) eru algengaslir í sam- handi við rifheinsbrot og stungu- eða skotsár. Rétt er samt að benda á, að áverki getur komið á lungu, þá einkum sem lungna- mar (contusio), síður rifa (laceratio), við högg á brjóstkassa, án þess að um rifbeinsbrot eða annan sjáanlegan áverka sé að ræða á brjóstveggnum. Lungnamar greinist með röntgenmynd og kemur þar fram sem afmörkuð þétting í lunganu. 6. Áverki á barka og barkakvíslum (ruptura tracheae s. bronchi) getur stafað af skyndilegum þrýstingi við mikinn áverka á brjóstkassa, sem j)á sprengir j)essi líffæri. Sjúklingar með rifu á barka fá mikinn loftleka, sem framkallar loft í miðmæti og mikið loft undir húð, sem byrjar á hálsinum. A j)essum sjúkling- um verður að gera aðgerð við fyrsta tækifæri og loka rifunni. Við alvarlega áverka á hrjóstvegg getur þannig barkakvísl og jafnvel aðalbarkakvísl eða barki rifnað alveg sundur. Sjúkl- ingur með slíkan áverka á barkakvísl getur lifað af lostið vegna áverkans, og dæmi eru til, að sjúklingur hafi lifað af áverkann án meðferðar. Loftbrjóst og loftleki eru aðaleinkenni og auk þess blóð- uppgangur (hæmoptysis) og venjulega loft undir húð. Með barkaspeglun (bronchoscopi) er hægt að greina áverkann. Meðferð er tæming á loftbrjósti og loftleka með því að leggja inn hrjóstholskera, cins og áður er lýst, og sé unnt að halda loftlekanum í skefjum á þann hátt, er ekki talin ástæða til að gera meira í bili, heldur láta sjúklinginn jafna sig og gera við áverkann seinna með því að gera beina tengingu (anastomosis) á barkakvísl eða „bronchoplastic".

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.