Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 64

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 64
140 LÆKNABLAÐIÐ 2. sjúklingur: Hj. H. no. 1216/67. Sjúklingur er 21 árs gamall karlmaður, sem kemur á deildina um tveimur klst. eftir, að hann slasaðist í bifreiðaárekstri. Við komuna hefur sjúklingur fulla meðvitund og er sárþjáður. Hann kvartar um sáran verk í hægri öxl og hægra megin í brjóstholi. Við rannsókn sjást ekki ytri áverkar. Húðlitur er fölur. Hægri brjósthelft hreyfist minna en sú vinstri og öndunarhljóð eru minnkuð yfir hægra lunga. Nokkurt loft er undir húð hægra megin á brjóst- kassa. Röntgenmynd af brjóstkassa og lungum sýnir brot á 2.—4. rifi h. megin aftan til, en lítil tilfærsla á brotendum. Einnig er h. herða- blað brotið. Nokkurt loftbrjóst er h. megin, lungað samanfallið að einum fjói'ða. Ekki sést vökvi í bi’jóstholinu (3. röntgenmynd). Ekki var talin ástæða til að leggja inn kera að svo stöddu. Næsta dag er líðan sjúklings verri. Öndun er hraðari og grynnri (24—30/mín.), púls hraður og linur (115—120/mín.) og léttur húð- blámi í andliti. Loftið undir húðinni á brjóstkassanum hefur aukizt. Röntgenmynd sýnir nú alveg samanfallið hægra lunga og nokkra tilfærslu á miðmæti yfir til vinstri. Þá sést og, að barki er v. megin miðlínu (4. röntgenmynd). Nú var brýn ástæða til þess að leggja inn kera, og var það gert í staðdeyfingu. Mikið loft tæmdist út úr brjóstholinu og 200—300 ml af blóði, og létti sjúklingi strax mikið. Fyrstu 15—20 mínúturnar var 3. röntgenmynd: Hj. H.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.