Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 67

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 143 7. röntgenmynd: R. P. Við komu á sjúkrahúsið er sjúklingur aðframkominn vegna önd- unarerfiðleika, öndun hröð og grunn og litarháttur grábleikur. Vinstri brjósthelft hreyfðist mun minna við öndun en sú hægri, og þar var mikið loft undir húð. Nokkurt húðhruml framan á brjóstkassa, á enni, vinstri fótlegg og hægri rist. Vinstri upphandleggur er brotinn og bæði bein vinstri framhandleggjar. Drengnum er strax gefið blóð til að koma í veg fyrir lost. Röntgenmynd af brjóstkassa (6. röntgenmynd) og lungum sýnir slæðu yfir vinstra lunga, sem álitið er að stafi af blæðingu inn í brjóst- holið vegna áverka á lunga. Ástand drengsins er svo alvarlegt, að gera verður skurðaðgerð tafarlaust til þess að stöðva blæðingu og gera við rifuna eða rifurnar í lunganu. Vinstra brjósthol er opnað með venjulegum skurði. Þarna er mikið mar og blæðing undir húð og inn í vöðva. Brjóstvöðvinn mikli (m. pectoralis major) er töluvert rifinn ná- lægt festunni, og millirifjavöðvarnir eru rifnir á 4—5 cm löngu svæði í 4. millirifjabili, og brjósthimnan er einnig rifin þar. Þegar betur er opnað inn í brjóstholið, kemur í ljós, að þar er um að ræða töluverða

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.