Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 74

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 74
148 LÆKNABLAÐIÐ Jtá lœkhutn Hólmfríður Magnúsdóttir fékk almennt lækningaleyfi 5. febrúar 1968 og Ása Guðjónsdóttir, Ásgeir Karlsson og Kristján Sigurjónsson 11. marz 1968. ★ Nikulás Sigfússon var hinn 4. desember 1967 viðurkenndur sér- fræðingur í lyflækningum með sérstöku tilliti til farsótta. Hann er fæddur að Þórunúpi í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 1. apríl 1929, varð stúdent frá M. R. 1950, cand. med. frá Háskóla íslands í janúar 1958, fékk almennt lækningaleyfi á íslandi 22. júlí 1960 og sænskt lækningaleyfi 15. maí 1964. Hann var námskandídat í Reykjavík 1958—1959, síðan aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið á Akranesi 7 mánuði og þá héraðslæknir í Bolungarvík 15 mánuði. Hann hélt til Svíþjóðar 1961 og var þar við sárnám í 6 ár í lyflækningum, einkum farsóttum og smitsjúkdómum, lengst af í Eskilstuna, en einnig um tíma í Stokk- hólmi og Jönköping. Hann hefur starfað við Rannsóknarstöð Hjarta- verndar í Reykjavík frá 1. apríl 1967. Ritgerðir: Extrem hyperglycemi och hyperosmolaritet utan ketoacidos (Nord. med. 1967); Kliniska erfarenheter av ett nytt antibiotikum: Doxycyklin (Opusc. Med. 1967). ★ Baldur Johnsen var hinn 11. marz 1968 viðurkenndur sérfræð- ingur í líffærameinafræði, og féll jafnframt úr gildi sérfræðingsviður- kenning hans í hagnýtri heilbrigðisfræði. ★ Jakob V. Jónasson hefur verið ráðinn sérfræðingur við geðdeild Borgarspítalans, og Ólafur H. Ólafsson og Þorgeir Jónsson hafa verið ráðnir aðstoðarlæknar við sömu deild. ★ Guðmundur Jónmundsson cand. med. hefur verið settur héraðs- læknir í Vopnafjarðarhéraði, og jafnframt Þórshafnarhéraði, frá 1. maí 1968. ★ Ingimar S. Hjálmarsson hefur verið settur héraðslæknir í Raufar- hafnarhéraði frá 16. marz 1968 með setu á Húsavík. ★ Gísli G. Auðunsson, héraðslæknir í Húsavíkurhéraði, heíur verið settur til að gegna Kópaskershéraði ásamt sínu eigin héraði frá 16. marz 1968. ★ ísleifur Halldórsson, héraðslæknir í Hvolshéraði, hefur verið settur til að gegna Helluhéraði ásamt sínu eigin héraði frá 19. janúar 1968. ★ Eiríkur Bjarnason augnlæknir opnaði lækningastofu í Reykjavík í desember 1967. ★ Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir opnaði lækningastofu í Reykjavík í febrúar 1968.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.