Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 22
152
LÆKNABLAÐIÐ
Sjúklingahópur, sem vitjar læknis, er vanalega kominn með
einkenni (klíniskt stig).
Við hóprannsóknir, þar sem allur hópurinn er skoðaður eða
einstaklingar eru vakhr af hendingu úr ákveðnum hópi, hafa allir,
þ. e. bæði þeir, sem eru með sjúkdóma á subklínisku stigi og
klínisku stigi, jafnan möguleika á að vera með í rannsókninni.
Þess vegna er ljóst, að við hóprannsóknir fæst:
1) gleggri sjúkdómsmynd,
2) raunhæfari vitneskja um gang og horfur sjúkdómsins og
þá sérstaklega, ef framhaldsrannsóknir (follow up) eru
gerðar;
3) oft glögg lýsing á heilsufari fólksins;
4) raunveruleg algengi (prevalens) og tíðni (incidens) sjúk-
dómsins í hópnum.
Þessi inngangur getur e. t. v. skýrt nokkuð kosti almennra
lióprannsókna, m. a. með tilliti til liðagiktar. Hafa slíkar rann-
sóknir leitt í ljós, að allt að 40% af liðagiktarsjúklingum leita
ekki læknis og fá því ekki meðl'erð í tíma.4
Heimildir:
1. Morris, J. N.: Uses of Epidemiology. 2nd Ed. L-d., Edinburg & Lon-
don 1964.
2. Ólafur Ólafsson: Hálsokontroll — Kritisk översikt. Nordisk Medi-
cin 1966; 76, 1365.
3. Ó. Ólafsson: Faraldsfræði og almennar hóprannsóknir á heilbrigði
manna. Læknablaðið 1967, 53, 159.
4. Allander, Erik: Populationsstudier inom rheumatologien. Lækna-
blaðið 1969.