Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 72
186
LÆKNABLAÐIÐ
Haukur Þórðarson:
ORKULÆKNINGAR
Ýmiss konar physiotherapy — sjúkraþjálfun á íslenzku —
hefur alla tíð veriö beitt við liðagikt. Það hefur verið breytilegt
á ýmsum tímum, hvaða form sjúkraþjálfunar hefur þótt hag-
kvæmast að nota, og er meðferð af þessu tagi nú allfráhrugðin
því, sem áður gerðist.
Til umræðu er liðagikt á hyrjunarstigi. Ahugi á að hefja með-
ferð snemma einkennir mjög afstöðu manna til sjúkraþjálfunar
við liðagikt nú á tímum. Sú regla hefur áður verið nánast algild
að visa liðagiktarsjúklingum í meðferð, þegar sjúkdómurinn er
kominn á allhátt slig og Iiðir orðnir verulega aflagaðir. Oft á
tíðum liefur það verið ljóst, að til þeirrar meðferðar er stofnað
aðeins „ut aliquid fiat“.
Þessar umræður um liðagikt á bvrjunarstigi veita því heppi-
legt tækifæri til að leggja áherzlu á nauðsyn þess að tefja ekki
byrjun sjúkraþjálfunar, og vil ég rökstyðja það nánar.
Liðagikt er langvinnur sjúkdómur og leggst mismunandi þungt
á. Sjúklingur, sem fær liðagikt, býr ævilangt við sjúkdóminn og
afleiðingar hans. Því er hezt að „kenna“ sjúklingnum snenima
að lifa við breytt viðhorf. Það þarf að „innstilla“ hann á dag-
legar venjur í sambandi við liði og vöðva líkamans. Þetta verður
að gera snenima og verður til léttis síðar.
í 'hverju er sjúkraþjálfun fyrir liðagiktarsjúldinga fólgin?
Markmið meðferðar er aðallega þrenns konar:
1. að vernda liðhreyfingu,
2. að varna ónauðsvnlegri rýrnun vöðva,
3. að beita öðrum hjálpargögnum til að draga úr verkjum og
sársauka við hreyfingar.
Ég ræði fyrst hið síðastnefnda. Reynslan hefur sýnt, að hiti
dregur úr sárindum og verkjum i bólgnum lið og umhverfi hans.
Þetta gerist, að því talið er, með blóðsókn (hyperaemia) á þvi
svæði, þar sem hitanum er heitt, en hún kemur í kjölfar útvikk-
unar æða. Sumir heita kulda í stað hita, en þar gerist sársauka-
leysið (analgesia) við verkan á taugaenda í húð og undirhúð.
Ekki þekki ég kuldameðferð af eigin raun, en liins vegar er leitun
að liðagiktarsjúklingi, sem fær ekki eitthvert sársaukaleysi oghetri
liðan um tíma af hitameðferð. Ilvaða hitameðferð skal nota?